Vatnajökulsþjóðgarður og leiðir til uppbyggingar Sverrir Sv. Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Þann 7. júní árið 2008 var Vatnajökulsþjóðgarður stofnaður formlega með léttri og skemmtilegri athöfn í Skaftafelli. Stærsti þjóðgarður Vestur-Evrópu er því fimm ára um þessar mundir og hefur vaxið og dafnað vel. Á slíkum tímamótum getur verið áhugavert að líta um öxl og velta til dæmis fyrir sér hvaða ástæður séu líklega fyrir því að lagt var til að Vatnajökull yrði friðaður. Hvaða hugmyndir höfðu verið uppi um slíkt áður en alþingismenn voru tilbúnir að samþykkja að láta umhverfisráðherra kanna möguleika á að leggja 10-15% landsins undir einn þjóðgarð, sem þeir samþykktu í mars árið 1999, þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur réðu landinu?Hin óþekkta saga Vatnajökulsþjóðgarðs Á vefnum www.uppbygging.org hefur verið sett fram lýsing á atburðum vegna Vatnajökulsþjóðgarðs. Það eru að miklu leyti atburðir sem fáir vita af, sem eru þó (lang)líklegasta skýringin á því hvernig forsaga þjóðgarðsmálsins var í raun. Hluti af ástæðu þess að undirritaður kemur þessu efni á framfæri er að ef til vill má einnig læra eitthvað um nýsköpun eða þróun verðmætra nýjunga. Það er nærri 21 ár frá því að undirritaður skrifaði fyrst grein um friðun á austurhluta hálendisins út frá formerkjum atvinnusköpunar og markaðssetningar á landinu. Á afmælisdegi þjóðgarðsins voru átján ár, fimm mánuðir og fimm dögum betur frá því að höfundur kynnti opinberlega viðamiklar hugmyndir að friðlýsingu Vatnajökuls og nágrennis í eina heild. Það var í fyrsta sinn sem hnitmiðaðar tillögur að friðun Vatnajökuls birtust hér á landi, að því er mér skilst á fyrrverandi félögum í Náttúruverndarráði. Miðað við opinberar áætlanir ætti þjóðgarðurinn að geta gefið af sér miklar tekjur og mörg ný störf með tímanum.Vefurinn www.uppbygging.org Á vefnum www.uppbygging.org er kynnt til sögunnar leið til að skoða og skilja þróun nýrra hugmynda fyrir verðmætar nýjungar, sem byggir á þessari 21 árs reynslu. Þetta er megintilgangur vefjarins. Þarna er ferlið útskýrt með líkingu við boðhlaup. Hver hluti „boðhlaupsins“ felur í sér tiltekin verkefni með mjög mismunandi nálgun. Fyrsta hugmynd er mikilvæg en aðrir hlutar einnig. Hvati að samsetningu þessara hugmynda er það hugarástand sem hefur einkennt Ísland árin eftir hrun. Ein af niðurstöðunum er einnig hvatning til að gera minna af yfirgengilegum kröfum til stjórnmálamanna en gera í staðinn kröfur á sig sjálfa, því ferli verðmætasköpunar byrjar ekki hjá stjórnmálamönnum heldur á næsta stigi á undan. Einnig kemur fram að umræddar grunnhugmyndir að friðlýsingu Vatnajökuls byggðu á því að koma skipulega til móts við alla hagsmunaaðila, í stað hagsmunatogstreitu. Þetta var friðarhugmynd sem ef til vill átti sinn þátt í að ryðja málinu leið. Á vefnum Uppbygging.org eru einnig tenglar á vefinn sverrir.info, sem geymir allar formlegu tillögurnar sem settar voru fram 1995-1998, og á samfélagsvefinn seevatnajokull.is, þar sem fólki býðst að setja inn myndir, myndbönd og frásagnir frá heimsókn sinni í þjóðgarðinn. Í greininni er einnig mjög eindregin athugasemd um stærð Vatnajökulsþjóðgarðs sem gæti gert marga hvekkta en er þó ekki stóralvarlegt atriði. Vefurinn Uppbygging.org ætti bæði að vera áhugaverður fyrir alla með áhuga á sögu, Vatnajökulsþjóðgarði, og á nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 7. júní árið 2008 var Vatnajökulsþjóðgarður stofnaður formlega með léttri og skemmtilegri athöfn í Skaftafelli. Stærsti þjóðgarður Vestur-Evrópu er því fimm ára um þessar mundir og hefur vaxið og dafnað vel. Á slíkum tímamótum getur verið áhugavert að líta um öxl og velta til dæmis fyrir sér hvaða ástæður séu líklega fyrir því að lagt var til að Vatnajökull yrði friðaður. Hvaða hugmyndir höfðu verið uppi um slíkt áður en alþingismenn voru tilbúnir að samþykkja að láta umhverfisráðherra kanna möguleika á að leggja 10-15% landsins undir einn þjóðgarð, sem þeir samþykktu í mars árið 1999, þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur réðu landinu?Hin óþekkta saga Vatnajökulsþjóðgarðs Á vefnum www.uppbygging.org hefur verið sett fram lýsing á atburðum vegna Vatnajökulsþjóðgarðs. Það eru að miklu leyti atburðir sem fáir vita af, sem eru þó (lang)líklegasta skýringin á því hvernig forsaga þjóðgarðsmálsins var í raun. Hluti af ástæðu þess að undirritaður kemur þessu efni á framfæri er að ef til vill má einnig læra eitthvað um nýsköpun eða þróun verðmætra nýjunga. Það er nærri 21 ár frá því að undirritaður skrifaði fyrst grein um friðun á austurhluta hálendisins út frá formerkjum atvinnusköpunar og markaðssetningar á landinu. Á afmælisdegi þjóðgarðsins voru átján ár, fimm mánuðir og fimm dögum betur frá því að höfundur kynnti opinberlega viðamiklar hugmyndir að friðlýsingu Vatnajökuls og nágrennis í eina heild. Það var í fyrsta sinn sem hnitmiðaðar tillögur að friðun Vatnajökuls birtust hér á landi, að því er mér skilst á fyrrverandi félögum í Náttúruverndarráði. Miðað við opinberar áætlanir ætti þjóðgarðurinn að geta gefið af sér miklar tekjur og mörg ný störf með tímanum.Vefurinn www.uppbygging.org Á vefnum www.uppbygging.org er kynnt til sögunnar leið til að skoða og skilja þróun nýrra hugmynda fyrir verðmætar nýjungar, sem byggir á þessari 21 árs reynslu. Þetta er megintilgangur vefjarins. Þarna er ferlið útskýrt með líkingu við boðhlaup. Hver hluti „boðhlaupsins“ felur í sér tiltekin verkefni með mjög mismunandi nálgun. Fyrsta hugmynd er mikilvæg en aðrir hlutar einnig. Hvati að samsetningu þessara hugmynda er það hugarástand sem hefur einkennt Ísland árin eftir hrun. Ein af niðurstöðunum er einnig hvatning til að gera minna af yfirgengilegum kröfum til stjórnmálamanna en gera í staðinn kröfur á sig sjálfa, því ferli verðmætasköpunar byrjar ekki hjá stjórnmálamönnum heldur á næsta stigi á undan. Einnig kemur fram að umræddar grunnhugmyndir að friðlýsingu Vatnajökuls byggðu á því að koma skipulega til móts við alla hagsmunaaðila, í stað hagsmunatogstreitu. Þetta var friðarhugmynd sem ef til vill átti sinn þátt í að ryðja málinu leið. Á vefnum Uppbygging.org eru einnig tenglar á vefinn sverrir.info, sem geymir allar formlegu tillögurnar sem settar voru fram 1995-1998, og á samfélagsvefinn seevatnajokull.is, þar sem fólki býðst að setja inn myndir, myndbönd og frásagnir frá heimsókn sinni í þjóðgarðinn. Í greininni er einnig mjög eindregin athugasemd um stærð Vatnajökulsþjóðgarðs sem gæti gert marga hvekkta en er þó ekki stóralvarlegt atriði. Vefurinn Uppbygging.org ætti bæði að vera áhugaverður fyrir alla með áhuga á sögu, Vatnajökulsþjóðgarði, og á nýsköpun.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun