Mannúð og matvæli Guðjón Sigurbjartsson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Íslensk matvælaframleiðsla fær um 15 milljarða króna virði árlega í formi markaðsverndar og annað eins í beina styrki á fjárlögum, samtals um 30 milljarða. Ef samkeppnisverndin yrði felld niður og opnað á tollfrjálsan innflutning matvæla myndi það auka ráðstöfunartekjur meðalheimilis um 30-50 þúsund kr. á mánuði sem tugþúsundir heimila myndi muna verulega um. Þeir sem vilja vernda landbúnaðinn og styrkja beita ýmsum hæpnum fullyrðingum. Sumir segja að Evrópusambandið og flest lönd loki líka á erlenda samkeppni við sinn landbúnað og styrki hann beint. Einnig að Nýja-Sjáland, Japan og fleiri eyríki banni innfluting á hráu kjöti til að vernda viðkvæma einangraða bústofna sína eins og Ísland gerir. En þetta er ekki rétt. Innan Evrópusambandsins er opinn markaður fyrir matvæli. Lönd sambandsins eru fjölmenn og aðstæður til landbúnaðar góðar, sem stuðlar að virkri samkeppni, fjölbreyttu matvælaframboði og lágu verði. ESB er líka stærsti innflytjandi matvæla á heimsvísu. Sambandið hjálpar þróunarlöndum að selja vörur sínar inn á ESB-svæðið með því að veita þeim forgang að markaðinum og leiðbeina þeim. Árlega er matvara að verðmæti um 10.000 milljarðar (60 milljarðar evra) flutt inn á ESB-svæðið frá þróunarlöndum, sem er meira en BNA, Japan, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland gera til samans. Opinberir styrkir ESB til landbúnaðar eru aðeins um 1% af opinberum útgjöldum aðildarlandanna. Hér á landi er stuðningurinn um 3% af heildar opinberum útgjöldum, eða þrefalt meiri. Svo eru styrkir ESB aðallega tengdir landnotkun og valda þannig minna tjóni en okkar framleiðslutengdu styrkir sem stýra framleiðslunni í óhagkvæmar áttir. Varðandi innflutningsbann Nýja-Sjálands og Japans þá setja þessar fjölmennu eyríki stundum tímabundið bann á hrátt kjötmeti frá löndum þar sem komið hefur upp veirusýking en hafa að öllu jöfnu opið á innflutning.Skelfilega ósanngjarnt Lögbundin vernd og stuðningur heimila og skattgreiðenda við landbúnað hérlendis skerðir lífskjör okkar og það er skelfilega ósanngjarnt gagnvart illa settum heimilum og þeim erlendu matvælaframleiðendum sem fegnir vildu framleiða matvælin fyrir okkur með ódýrari hætti þar sem aðstæður henta betur til þess. Við að fella niður samkeppnisvernd landbúnaðarins og opna fyrir innflutning fersks kjöts lækka útgjöld heimilanna sem fyrr segir um 15 milljarða króna á ári. Það verður vissulega samdráttur og fækkun starfa við matvælavinnslu, mestur í kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu. Auðveldlega má bregðast við með hluta af þeim fjármunum sem sparast og tryggja að þeir sem missa vinnuna fái önnur og hagkvæmari störf. Verkefni eru óþrjótandi. Til ársins 2050 þarf matvælaframleiðsla á heimsvísu að tvöfaldast til að fæða íbúafjöldann, sem þá verður um 9 milljarðar. Farsælast er að framleiða matvæli þar sem þau skortir og aðstæður eru góðar, svo sem í sólríkum, heitum löndum. Þar er þörfin líka mest fyrir framfarir og atvinnu. Við Íslendingar getum lagt okkar af mörkum með því að aðstoða þróunarlönd við að auka matvælaframleiðslu og opna á innflutning matvæla frá þeim. Við getum veitt þeim forgang að mörkuðum okkar og hálpað þeim til við útflutninginn. Til þess getum við nýtt þekkingu, reynslu og starfskrafta bænda og fólks í úrvinnslugreinum. Með til dæmis þremur milljörðum á ári af sparnaðinum mætti lyfta grettistaki og bæta líf tuga þúsunda hér heima og í þróunarlöndum. Fleiri verkefni bíða þeirra sem nú starfa við ofverndaðan landbúnað okkar, ef fjármagn fæst til uppbyggingar, meðal annars við ferðaþjónustu víða um land. Verum mannúðleg og skynsöm og bætum líf tuga þúsunda manna sem líða skort hér og annars staðar, þótt því fylgi tímabundin röskun fyrir nokkur hundruð hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Íslensk matvælaframleiðsla fær um 15 milljarða króna virði árlega í formi markaðsverndar og annað eins í beina styrki á fjárlögum, samtals um 30 milljarða. Ef samkeppnisverndin yrði felld niður og opnað á tollfrjálsan innflutning matvæla myndi það auka ráðstöfunartekjur meðalheimilis um 30-50 þúsund kr. á mánuði sem tugþúsundir heimila myndi muna verulega um. Þeir sem vilja vernda landbúnaðinn og styrkja beita ýmsum hæpnum fullyrðingum. Sumir segja að Evrópusambandið og flest lönd loki líka á erlenda samkeppni við sinn landbúnað og styrki hann beint. Einnig að Nýja-Sjáland, Japan og fleiri eyríki banni innfluting á hráu kjöti til að vernda viðkvæma einangraða bústofna sína eins og Ísland gerir. En þetta er ekki rétt. Innan Evrópusambandsins er opinn markaður fyrir matvæli. Lönd sambandsins eru fjölmenn og aðstæður til landbúnaðar góðar, sem stuðlar að virkri samkeppni, fjölbreyttu matvælaframboði og lágu verði. ESB er líka stærsti innflytjandi matvæla á heimsvísu. Sambandið hjálpar þróunarlöndum að selja vörur sínar inn á ESB-svæðið með því að veita þeim forgang að markaðinum og leiðbeina þeim. Árlega er matvara að verðmæti um 10.000 milljarðar (60 milljarðar evra) flutt inn á ESB-svæðið frá þróunarlöndum, sem er meira en BNA, Japan, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland gera til samans. Opinberir styrkir ESB til landbúnaðar eru aðeins um 1% af opinberum útgjöldum aðildarlandanna. Hér á landi er stuðningurinn um 3% af heildar opinberum útgjöldum, eða þrefalt meiri. Svo eru styrkir ESB aðallega tengdir landnotkun og valda þannig minna tjóni en okkar framleiðslutengdu styrkir sem stýra framleiðslunni í óhagkvæmar áttir. Varðandi innflutningsbann Nýja-Sjálands og Japans þá setja þessar fjölmennu eyríki stundum tímabundið bann á hrátt kjötmeti frá löndum þar sem komið hefur upp veirusýking en hafa að öllu jöfnu opið á innflutning.Skelfilega ósanngjarnt Lögbundin vernd og stuðningur heimila og skattgreiðenda við landbúnað hérlendis skerðir lífskjör okkar og það er skelfilega ósanngjarnt gagnvart illa settum heimilum og þeim erlendu matvælaframleiðendum sem fegnir vildu framleiða matvælin fyrir okkur með ódýrari hætti þar sem aðstæður henta betur til þess. Við að fella niður samkeppnisvernd landbúnaðarins og opna fyrir innflutning fersks kjöts lækka útgjöld heimilanna sem fyrr segir um 15 milljarða króna á ári. Það verður vissulega samdráttur og fækkun starfa við matvælavinnslu, mestur í kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu. Auðveldlega má bregðast við með hluta af þeim fjármunum sem sparast og tryggja að þeir sem missa vinnuna fái önnur og hagkvæmari störf. Verkefni eru óþrjótandi. Til ársins 2050 þarf matvælaframleiðsla á heimsvísu að tvöfaldast til að fæða íbúafjöldann, sem þá verður um 9 milljarðar. Farsælast er að framleiða matvæli þar sem þau skortir og aðstæður eru góðar, svo sem í sólríkum, heitum löndum. Þar er þörfin líka mest fyrir framfarir og atvinnu. Við Íslendingar getum lagt okkar af mörkum með því að aðstoða þróunarlönd við að auka matvælaframleiðslu og opna á innflutning matvæla frá þeim. Við getum veitt þeim forgang að mörkuðum okkar og hálpað þeim til við útflutninginn. Til þess getum við nýtt þekkingu, reynslu og starfskrafta bænda og fólks í úrvinnslugreinum. Með til dæmis þremur milljörðum á ári af sparnaðinum mætti lyfta grettistaki og bæta líf tuga þúsunda hér heima og í þróunarlöndum. Fleiri verkefni bíða þeirra sem nú starfa við ofverndaðan landbúnað okkar, ef fjármagn fæst til uppbyggingar, meðal annars við ferðaþjónustu víða um land. Verum mannúðleg og skynsöm og bætum líf tuga þúsunda manna sem líða skort hér og annars staðar, þótt því fylgi tímabundin röskun fyrir nokkur hundruð hér heima.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun