Að elska bíla og mat Dagur B. Eggertsson skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu. Þannig minnkar bílaumferð þótt borgarbúum muni fjölga. Það er gott. Áhyggjur af umferð og umferðarhraða eru nefnilega eitt helsta áhyggju- og umkvörtunarefni borgarbúa. Ritstjóri Moggans rekur þessa stefnu til þess að þrettán borgarfulltrúar af fimmtán (þeir sem samþykktu að auglýsa skipulagið) hati bíla. Ætli það? Áður miðaðist skipulagið langmest við einn ferðamáta: einkabílinn. Með því að gefa fólki aðra valkosti viljum við að í stað þess að 75% allra ferða verði farnar með einkabíl árið 2030, lækki það hlutfall í 58% allra ferða. Hlutdeild gangandi, hjólandi og strætó hækki að sama skapi. Þetta eru hófleg markmið. Einkabíllinn var ein merkilegasta og áhrifaríkasta uppfinning 20. aldar. Með tilkomu hans var hægt að dreifa borgum um stærri svæði og fjölskyldur öðluðust frelsi til að kanna náttúruna og sinna erindum víðar en áður. Við elskum líka að keyra, alveg eins og við elskum að borða mat. Óhóf getur þó verið jafnvont í báðum tilvikum. Þeir sem vara við óhófi, og hvetja til aukinnar hreyfingar, hatast hvorki við bíla né mat heldur vilja stuðla að góðum lífsgæðum, langlífi og heilsusamlegum lífsstíl. Þessi stefna vinnur líka gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, svifryki og mengun. Minni umferð gerir borgina okkar líka öruggari, ekki síst fyrir börn. Og það er vandfundin betri kjarabót en ef meðalheimilið kemst af með aðeins einn bíl. Bílarnir okkar koma nefnilega næst á eftir húsnæðiskostnaði í heimilisbókhaldinu. Langtum dýrari en matarkarfan. Miðað við allt sem við vitum um áhrif dreifðrar byggðar á aukna umferð, minni hreyfingu, meiri mengun og verri borg væri það ábyrgðarleysi að taka ekki á málinu. Með tillögu að nýju aðalskipulagi er Reykjavík að ganga í takt við þau hundruð borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem leggja stóraukna áherslu á gott umhverfi, fjölbreyttan samgöngumáta, lýðheilsu og lífsgæði í skipulagsmálum. Hún er tákn nýrra tíma. Ég hvet borgarbúa til að kynna sér málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu. Þannig minnkar bílaumferð þótt borgarbúum muni fjölga. Það er gott. Áhyggjur af umferð og umferðarhraða eru nefnilega eitt helsta áhyggju- og umkvörtunarefni borgarbúa. Ritstjóri Moggans rekur þessa stefnu til þess að þrettán borgarfulltrúar af fimmtán (þeir sem samþykktu að auglýsa skipulagið) hati bíla. Ætli það? Áður miðaðist skipulagið langmest við einn ferðamáta: einkabílinn. Með því að gefa fólki aðra valkosti viljum við að í stað þess að 75% allra ferða verði farnar með einkabíl árið 2030, lækki það hlutfall í 58% allra ferða. Hlutdeild gangandi, hjólandi og strætó hækki að sama skapi. Þetta eru hófleg markmið. Einkabíllinn var ein merkilegasta og áhrifaríkasta uppfinning 20. aldar. Með tilkomu hans var hægt að dreifa borgum um stærri svæði og fjölskyldur öðluðust frelsi til að kanna náttúruna og sinna erindum víðar en áður. Við elskum líka að keyra, alveg eins og við elskum að borða mat. Óhóf getur þó verið jafnvont í báðum tilvikum. Þeir sem vara við óhófi, og hvetja til aukinnar hreyfingar, hatast hvorki við bíla né mat heldur vilja stuðla að góðum lífsgæðum, langlífi og heilsusamlegum lífsstíl. Þessi stefna vinnur líka gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, svifryki og mengun. Minni umferð gerir borgina okkar líka öruggari, ekki síst fyrir börn. Og það er vandfundin betri kjarabót en ef meðalheimilið kemst af með aðeins einn bíl. Bílarnir okkar koma nefnilega næst á eftir húsnæðiskostnaði í heimilisbókhaldinu. Langtum dýrari en matarkarfan. Miðað við allt sem við vitum um áhrif dreifðrar byggðar á aukna umferð, minni hreyfingu, meiri mengun og verri borg væri það ábyrgðarleysi að taka ekki á málinu. Með tillögu að nýju aðalskipulagi er Reykjavík að ganga í takt við þau hundruð borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem leggja stóraukna áherslu á gott umhverfi, fjölbreyttan samgöngumáta, lýðheilsu og lífsgæði í skipulagsmálum. Hún er tákn nýrra tíma. Ég hvet borgarbúa til að kynna sér málið.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun