Hleypur fyrir litla frænda sinn Kjartan Guðmundsson skrifar 27. júlí 2013 10:00 Ægir Rafn flutti til Íslands frá Danmörku í vikunni og segir Þórey frænka hans að sér þyki gott að vera búin að fá litla frænda heim. Þórey hleypur tíu kílómetra í þágu Ægis í Reykjavíkurmaraþoninu, enda fylgja veikindum eins og þeim sem Ægir glímir við mikil fjárútlát. Fréttablaðið/Stefán „Þegar ég frétti að litli frændi minn væri veikur fannst mér það skrýtið og dapurlegt en þá verður maður bara að taka til sinna ráða,“ segir hin fjórtán ára gamla Þórey Hákonardóttir. Hún hefur ákveðið að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst næstkomandi í þágu Ægis Rafns Þrastarsonar, fimmtán mánaða gamals frænda síns sem greindist með Dravet-heilkenni í janúar síðastliðnum. Dravet-heilkenni er sjaldgæfur og lífshættulegur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af mjög slæmum flogum og andlegri og líkamlegri þroskaskerðingu. Hann orsakast af genagalla vegna stökkbreytts gens. Í vikunni fluttist fjölskylda Ægis litla aftur til Íslands eftir sjö ára dvöl í Danmörku, enda nauðsynlegt að hafa vini og vandamenn sem nálægasta í slíkum aðstæðum. Eins og nærri má geta leiða slík veikindi af sér mikil fjárútlát, svo sem vegna tækjakaupa, ferðakostnaðar og læknisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þórey, sem er nemandi í Álfhólsskóla í Kópavogi og byrjar í 10. bekk í haust, er ánægð með að hafa fengið frænda sinn heim til Íslands, enda þýðir það að þau geta hist oftar. Hún er mikill hlaupagarpur, æfir þrisvar í viku og hljóp meðal annars tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. Þegar hún frétti af veikindum Ægis segist hún strax hafa ákveðið að hlaupa í hans þágu í ár til að leggja sitt af mörkum. „Ég stofnaði félagið Dravet-ofurhetjan, sem er styrktarsjóður Ægis Rafns, og allt fé frá þeim sem heita á mig í hlaupinu rennur í þennan sjóð. Það hafa margir lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak og ég hvet auðvitað fólk til að heita á mig, enda er þetta gott málefni,“ útskýrir Þórey, en hún æfir krossfitt þrisvar í viku á veturna. „Það tekur á að æfa krossfitt eins og hlaup og það fer dálítið mikill tími í það. Þá er líka mikilvægt að skipuleggja sig vel.“ Þórey segir komandi skólaár leggjast vel í sig þótt óhjákvæmilega fylgi því pressa að vera á síðasta ári í grunnskóla. „Ég verð að standa mig vel í ár en ég er ekkert byrjuð að spá í það hvað ég ætla að gera eftir grunnskólann. Það kemur bara í ljós en ég þyrfti nú að fara að velta því fyrir mér fljótlega,“ segir hlaupagarpurinn að lokum og hlær.Hægt er að heita á Þórey á vefnum hlaupastyrkur.is. Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Þegar ég frétti að litli frændi minn væri veikur fannst mér það skrýtið og dapurlegt en þá verður maður bara að taka til sinna ráða,“ segir hin fjórtán ára gamla Þórey Hákonardóttir. Hún hefur ákveðið að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst næstkomandi í þágu Ægis Rafns Þrastarsonar, fimmtán mánaða gamals frænda síns sem greindist með Dravet-heilkenni í janúar síðastliðnum. Dravet-heilkenni er sjaldgæfur og lífshættulegur taugahrörnunarsjúkdómur sem einkennist af mjög slæmum flogum og andlegri og líkamlegri þroskaskerðingu. Hann orsakast af genagalla vegna stökkbreytts gens. Í vikunni fluttist fjölskylda Ægis litla aftur til Íslands eftir sjö ára dvöl í Danmörku, enda nauðsynlegt að hafa vini og vandamenn sem nálægasta í slíkum aðstæðum. Eins og nærri má geta leiða slík veikindi af sér mikil fjárútlát, svo sem vegna tækjakaupa, ferðakostnaðar og læknisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þórey, sem er nemandi í Álfhólsskóla í Kópavogi og byrjar í 10. bekk í haust, er ánægð með að hafa fengið frænda sinn heim til Íslands, enda þýðir það að þau geta hist oftar. Hún er mikill hlaupagarpur, æfir þrisvar í viku og hljóp meðal annars tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. Þegar hún frétti af veikindum Ægis segist hún strax hafa ákveðið að hlaupa í hans þágu í ár til að leggja sitt af mörkum. „Ég stofnaði félagið Dravet-ofurhetjan, sem er styrktarsjóður Ægis Rafns, og allt fé frá þeim sem heita á mig í hlaupinu rennur í þennan sjóð. Það hafa margir lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak og ég hvet auðvitað fólk til að heita á mig, enda er þetta gott málefni,“ útskýrir Þórey, en hún æfir krossfitt þrisvar í viku á veturna. „Það tekur á að æfa krossfitt eins og hlaup og það fer dálítið mikill tími í það. Þá er líka mikilvægt að skipuleggja sig vel.“ Þórey segir komandi skólaár leggjast vel í sig þótt óhjákvæmilega fylgi því pressa að vera á síðasta ári í grunnskóla. „Ég verð að standa mig vel í ár en ég er ekkert byrjuð að spá í það hvað ég ætla að gera eftir grunnskólann. Það kemur bara í ljós en ég þyrfti nú að fara að velta því fyrir mér fljótlega,“ segir hlaupagarpurinn að lokum og hlær.Hægt er að heita á Þórey á vefnum hlaupastyrkur.is.
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira