Viltu pening? Guðmundur Örn Jónsson skrifar 26. júlí 2013 08:51 Sagt er um fátækari Bandaríkjamenn að þeir líti á sig sem milljónamæringa í tímabundnum fjárhagserfiðleikum og kjósi því, gegn eigin hag, flokka sem berjast fyrir sérhagsmunum milljónamæringa. Í raun er ástæðan sú að kjósendur eru oft mjög illa upplýstir og sýna rannsóknir frá Bandaríkjunum og Evrópu að þeir eiga erfitt með að sjá hvaða stjórnmálaflokkur stendur hugsjónum og hagsmunum þeirra næst. Á sínum tíma vissi t.d. aðeins helmingur Bandaríkjamanna hvaða stjórnmálaflokkur hafði meirihluta í þinginu þar í landi og enn færri hvað eini þingmaðurinn í kjördæminu þeirra hét. Þekking kjósenda er þó mismunandi. Þannig eru þeir fátækustu að jafnaði verst upplýstir en þekking eykst með menntun. Þegar kjósendur eru illa upplýstir byggist valið í kjörklefanum oft á öðru en stefnu flokka. Þannig getur t.d. skipt máli hvort tiltekinn frambjóðandi borðar á McDonalds eða spilar golf, og því er t.d. svo mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að komast „Í nærmynd“ á Stöð 2.Sáraeinföld loforð Framsóknarmenn vita þetta og loforð þeirra hafa verið sáraeinföld. Fyrst voru það 90% íbúðalán og nú 20% lækkun íbúðalána. Því kjósa fátækari og minna menntaðir Íslendingar þá í hópum, þrátt fyrir að fyrri vinstristjórn hafi notið algerrar sérstöðu á Vesturlöndum í varðstöðu um hagsmuni þeirra. Við jafnaðarmenn mættum því taka Framsóknarmenn okkur til fyrirmyndar þegar kemur að framsetningu stefnumála okkar, t.d. í auðlindamálum. Þar ætti að segja kjósendum að þeir eigi náttúruauðlindir og þeim beri allur arðurinn af þeim. Eins og annar arður ætti sá arður að fara beint í vasa eigendanna, þ.e.a.s. Íslendinga, en ekki í ríkissjóð. Í ríkissjóði blandast arðurinn við aðrar tekjur ríkisins sem tryggir að kjósendur sjá engan hag af honum og hafa því lítinn áhuga á honum. Í Alaska fær hver íbúi greidda um 1.000 dollara árlega í auðlindaarð, sem jafngildir 40 þúsund krónum á mánuði til hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Enda er Alaska það ríki Bandaríkjanna þar sem ójöfnuður er minnstur. Samkvæmt áliti sérfræðinga gæti auðlindaarður Íslendinga orðið töluvert meiri ef rétt er haldið á spöðunum, með uppboði aflaheimilda og arðbærum rekstri Landsvirkjunar. En við jafnaðarmenn viljum fá auðlindaarðinn til að fjármagna mennta- og heilbrigðiskerfið og litlar líkur eru á því að það breytist. Það skýrir af hverju svo fáir styðja okkur. Íslendingar sýndu nefnilega skýrt í kosningunum um Icesave að við viljum ekki greiða pening og í seinustu kosningum að við viljum fá pening. Því mun auðlindaarðurinn áfram renna til lítils forréttindahóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Sagt er um fátækari Bandaríkjamenn að þeir líti á sig sem milljónamæringa í tímabundnum fjárhagserfiðleikum og kjósi því, gegn eigin hag, flokka sem berjast fyrir sérhagsmunum milljónamæringa. Í raun er ástæðan sú að kjósendur eru oft mjög illa upplýstir og sýna rannsóknir frá Bandaríkjunum og Evrópu að þeir eiga erfitt með að sjá hvaða stjórnmálaflokkur stendur hugsjónum og hagsmunum þeirra næst. Á sínum tíma vissi t.d. aðeins helmingur Bandaríkjamanna hvaða stjórnmálaflokkur hafði meirihluta í þinginu þar í landi og enn færri hvað eini þingmaðurinn í kjördæminu þeirra hét. Þekking kjósenda er þó mismunandi. Þannig eru þeir fátækustu að jafnaði verst upplýstir en þekking eykst með menntun. Þegar kjósendur eru illa upplýstir byggist valið í kjörklefanum oft á öðru en stefnu flokka. Þannig getur t.d. skipt máli hvort tiltekinn frambjóðandi borðar á McDonalds eða spilar golf, og því er t.d. svo mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að komast „Í nærmynd“ á Stöð 2.Sáraeinföld loforð Framsóknarmenn vita þetta og loforð þeirra hafa verið sáraeinföld. Fyrst voru það 90% íbúðalán og nú 20% lækkun íbúðalána. Því kjósa fátækari og minna menntaðir Íslendingar þá í hópum, þrátt fyrir að fyrri vinstristjórn hafi notið algerrar sérstöðu á Vesturlöndum í varðstöðu um hagsmuni þeirra. Við jafnaðarmenn mættum því taka Framsóknarmenn okkur til fyrirmyndar þegar kemur að framsetningu stefnumála okkar, t.d. í auðlindamálum. Þar ætti að segja kjósendum að þeir eigi náttúruauðlindir og þeim beri allur arðurinn af þeim. Eins og annar arður ætti sá arður að fara beint í vasa eigendanna, þ.e.a.s. Íslendinga, en ekki í ríkissjóð. Í ríkissjóði blandast arðurinn við aðrar tekjur ríkisins sem tryggir að kjósendur sjá engan hag af honum og hafa því lítinn áhuga á honum. Í Alaska fær hver íbúi greidda um 1.000 dollara árlega í auðlindaarð, sem jafngildir 40 þúsund krónum á mánuði til hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Enda er Alaska það ríki Bandaríkjanna þar sem ójöfnuður er minnstur. Samkvæmt áliti sérfræðinga gæti auðlindaarður Íslendinga orðið töluvert meiri ef rétt er haldið á spöðunum, með uppboði aflaheimilda og arðbærum rekstri Landsvirkjunar. En við jafnaðarmenn viljum fá auðlindaarðinn til að fjármagna mennta- og heilbrigðiskerfið og litlar líkur eru á því að það breytist. Það skýrir af hverju svo fáir styðja okkur. Íslendingar sýndu nefnilega skýrt í kosningunum um Icesave að við viljum ekki greiða pening og í seinustu kosningum að við viljum fá pening. Því mun auðlindaarðurinn áfram renna til lítils forréttindahóps.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar