Alþingisambögur Kristján Hreinsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Nýverið birtust hér í blaðinu 17 erindi af því sem höfundur, Sif Sigmarsdóttir, kallar Alþingislimrur. En reyndar er hér á ferð hið versta hnoð sem ég hef séð á prenti. Kannski leyfist höfundi að kalla þetta limrur í lokuðum hóp fólks sem ekkert veit um kveðskap, bragarhætti og annað þvíumlíkt. En að leyfa sér að birta á prenti slíkt rusl, undir heiti hins fagra limruforms, er náttúrlega höfundi til ævarandi skammar. Það er einfaldlega ekki öllum gefið að setja saman brag og það hefur Sif Sigmarsdóttir sannað með óyggjandi hætti. Það er einnig til háborinnar skammar að Fréttablaðið skuli leyfa sér þann glæp að ráðast að helgum véum limrunnar með því að birta umrætt hnoð.Galdur í einfaldleikanum Limra er vísa í fimm línum og er formið þannig að fyrstu tvær línurnar og sú fimmta ríma með endarími, og svo ríma lína þrjú og fjögur. Oftast er um valstakt að ræða, þ.e. þrískiptur taktur er ríkjandi, þótt finna megi ótrúlegustu afbrigði sem ekkert eiga skylt við þrískiptan takt. Í því sem e.t.v. má kalla fyrirmyndarlimru eru línur eitt, tvö og fimm þannig byggðar að fyrst kemur forliður, þá koma tveir þríliðir og svo tvíliður. En línur þrjú og fjögur eru aftur á móti þannig byggðar að fyrst kemur forliður, þá einn þríliður og svo stúfur (getur líka verið tvíliður eða jafnvel þríliður):Ef ljóðskáldið limru vill yrkjamá líklega kímnina virkjaog víst er hún góðhjá vísnanna þjóðef vináttuböndin skal styrkja. Ef ljóðskáldið limru vill yrkja má líklega kímnina virkja og víst er hún góð hjá vísnanna þjóð ef vináttuböndin skal styrkja. Formið er í raun bæði einfalt og flókið, því þrátt fyrir einfalt yfirbragð býr skemmtilegur galdur í þessum einfaldleika. Og ef ég reyni að lýsa þessum galdri, þá er hann falinn í því að fyrst kemur lína sem kynnir það sem lýsa skal og þá kemur lína sem undirstrikar þá fyrstu eða lýsir viðfangsefninu nánar. Svo koma tvær stuttar línur sem eru tröppur upp í lokahnykkinn. Lokalínan setur svo punktinn aftan við frásögnina. Þetta gerir það að verkum að formið sjálft verður epískt; frásögn leynist í forminu sjálfu. Þessi galdur verður sýnilegur og jafnvel afar áberandi þegar réttum brögðum er beitt. Íslensk hefð hefur svo bætt við limruna stuðlasetningu sem í dag þykir nauðsynlegt að skarta ef limra á að teljast boðleg. Stuðlasetningin er þá byggð á þeim reglum og þeim hefðum sem prýða íslenska bragfræði. Ekki sé ég ástæðu til að draga fram sögu limrunnar eða styðja mál mitt ítarlegri rökum þegar ég legg á það áherslu að Sif Sigmarsdóttir ætti að leita til sérfræðinga áður en hún gerir aðra atlögu að bragfræðinni. Limran er yndislegt bragform og jafnvel þótt einstaka ambögur geti verið fyndnar, þá er algjör óþarfi að safna þeim öllum saman og setja á prent. Sif ætti sem fyrst að biðja alla velunnara kveðskapar afsökunar á framferðinu. Hún sýnir okkur að vísu að hún hefur kjark til að núllstilla íslenska limrugerð með atlögu sinni. En hér verður henni ekki hrósað fyrir þá döngun. Ég get ekki annað sagt en að hortittasafn Sifjar Sigmarsdóttur hljóti að flokkast sem það versta sem ég hef lesið – hef ég þó lesið margt á langri ævi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýverið birtust hér í blaðinu 17 erindi af því sem höfundur, Sif Sigmarsdóttir, kallar Alþingislimrur. En reyndar er hér á ferð hið versta hnoð sem ég hef séð á prenti. Kannski leyfist höfundi að kalla þetta limrur í lokuðum hóp fólks sem ekkert veit um kveðskap, bragarhætti og annað þvíumlíkt. En að leyfa sér að birta á prenti slíkt rusl, undir heiti hins fagra limruforms, er náttúrlega höfundi til ævarandi skammar. Það er einfaldlega ekki öllum gefið að setja saman brag og það hefur Sif Sigmarsdóttir sannað með óyggjandi hætti. Það er einnig til háborinnar skammar að Fréttablaðið skuli leyfa sér þann glæp að ráðast að helgum véum limrunnar með því að birta umrætt hnoð.Galdur í einfaldleikanum Limra er vísa í fimm línum og er formið þannig að fyrstu tvær línurnar og sú fimmta ríma með endarími, og svo ríma lína þrjú og fjögur. Oftast er um valstakt að ræða, þ.e. þrískiptur taktur er ríkjandi, þótt finna megi ótrúlegustu afbrigði sem ekkert eiga skylt við þrískiptan takt. Í því sem e.t.v. má kalla fyrirmyndarlimru eru línur eitt, tvö og fimm þannig byggðar að fyrst kemur forliður, þá koma tveir þríliðir og svo tvíliður. En línur þrjú og fjögur eru aftur á móti þannig byggðar að fyrst kemur forliður, þá einn þríliður og svo stúfur (getur líka verið tvíliður eða jafnvel þríliður):Ef ljóðskáldið limru vill yrkjamá líklega kímnina virkjaog víst er hún góðhjá vísnanna þjóðef vináttuböndin skal styrkja. Ef ljóðskáldið limru vill yrkja má líklega kímnina virkja og víst er hún góð hjá vísnanna þjóð ef vináttuböndin skal styrkja. Formið er í raun bæði einfalt og flókið, því þrátt fyrir einfalt yfirbragð býr skemmtilegur galdur í þessum einfaldleika. Og ef ég reyni að lýsa þessum galdri, þá er hann falinn í því að fyrst kemur lína sem kynnir það sem lýsa skal og þá kemur lína sem undirstrikar þá fyrstu eða lýsir viðfangsefninu nánar. Svo koma tvær stuttar línur sem eru tröppur upp í lokahnykkinn. Lokalínan setur svo punktinn aftan við frásögnina. Þetta gerir það að verkum að formið sjálft verður epískt; frásögn leynist í forminu sjálfu. Þessi galdur verður sýnilegur og jafnvel afar áberandi þegar réttum brögðum er beitt. Íslensk hefð hefur svo bætt við limruna stuðlasetningu sem í dag þykir nauðsynlegt að skarta ef limra á að teljast boðleg. Stuðlasetningin er þá byggð á þeim reglum og þeim hefðum sem prýða íslenska bragfræði. Ekki sé ég ástæðu til að draga fram sögu limrunnar eða styðja mál mitt ítarlegri rökum þegar ég legg á það áherslu að Sif Sigmarsdóttir ætti að leita til sérfræðinga áður en hún gerir aðra atlögu að bragfræðinni. Limran er yndislegt bragform og jafnvel þótt einstaka ambögur geti verið fyndnar, þá er algjör óþarfi að safna þeim öllum saman og setja á prent. Sif ætti sem fyrst að biðja alla velunnara kveðskapar afsökunar á framferðinu. Hún sýnir okkur að vísu að hún hefur kjark til að núllstilla íslenska limrugerð með atlögu sinni. En hér verður henni ekki hrósað fyrir þá döngun. Ég get ekki annað sagt en að hortittasafn Sifjar Sigmarsdóttur hljóti að flokkast sem það versta sem ég hef lesið – hef ég þó lesið margt á langri ævi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar