Umhyggja í umferðinni Auður Hreiðarsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 „Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
„Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun