Umhyggja í umferðinni Auður Hreiðarsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 „Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Þessi sakleysislega setning er merki um umhyggju í garð einhvers sem ætlar að hætta sér út í umferðarkerfi borgarinnar án þess að vera í bíl. Götur eru álitnar hættulegar öllum þeim sem ekki eru akandi og má segja að þær séu það í raun á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi. Gangandi og hjólandi vegfarendum er gert að passa sig á bílunum en ekki er eins mikið brýnt fyrir ökumönnum að vera á varðbergi. Ökumaður getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjólreiðamaður getur því miður ekki leyft sér þann munað eins og staðan er í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við virðumst oft gleyma að akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur eru sama fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er líklegt að við eigum systkini, börn, foreldra eða vini sem ferðast á annan hátt. Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki í keppni. Flest höfum við það að markmiði að komast á milli staða. Í umferðinni tilheyrum við ekki mismunandi hagsmunahópum eða andstæðum pólitískum öflum. Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferðamátunum og er algengt að hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvarlega og birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki varúðar er þeir fara yfir götu.Meðvitundarlitlir ökumenn Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er á hraðferð, án endurskins, lengi að komast yfir götuna eða lágur í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næstum á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll. Ferðavenjur eru að breytast á höfuðborgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og mannlífið í borginni en ekki má gleyma því að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi og bílstjórar eru að venjast því að koma auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin. Umferðarkerfið stendur enn ekki undir þessum breyttu ferðavenjum en unnið er markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra samferðafólk, við erum enn að venjast hvert öðru. Verum með meðvitund í umferðinni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun