Bóla í minkarækt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Fyrir mörgum er þetta leiðindavargur en fyrir öðrum er þetta beinlínis ferfættur gullmoli miðað við verðin sem fást fyrir íslenska minkaskinnið um þessar mundir. Undirbúningsvinna er hafin við að reisa tuttugu og þriggja þúsund fermetra minkabú um tvo kílómetra utan við Þorlákshöfn. Áformin miðast við að hafa þar 10 þúsund læður en með slíkum fjölda er hægt að framleiða um 50 þúsund skinn. Þetta yrði tvöfalt stærra minkabú en minkabúið á Mön, sem nú er hið stærsta á landinu. Stefán Jónsson, sem er forgöngumaður um nýja búið við Þorlákshöfn ásamt Ármanni Einarssyni, segist vonast til þess að framkvæmdir geti hafist næsta vor. Peningar fyrir kostnaði eru ekki hristir fram úr erminni en hann gæti orðið um 1,2 til 1,5 milljarðar. Þeir félagar eru nýir í greininni en Stefán er vélsmiður og Ármann útgerðarmaður. „Við ákváðum að prófa enda er mikil gróska í þessari grein,“ segir Stefán. Þeir eru ekki þeir einu sem hafa hug á minkaræktun því áform um að reisa bú fyrir fjögur þúsund læður á Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi situr nú fast í skipulagsferli sem nú þegar hefur tekið eitt og hálft ár. Ekki heldur áhuginn sig einungis innanlands því Einar Einarsson, ráðunautur og bóndi að Skörðugili í Skagafirði, segir að umboðsmenn fyrir kínverska aðila hafi verið að leita hér hófana með það fyrir augum að reisa risavaxið minkabú. Átti þar að framleiða meira af skinni en framleitt er á öllu landinu í dag. „Ég hef nú ekki heyrt frá þeim í tvær viku svo ég á ekki von á því að neitt verði úr þessu,“ segir Einar. Að sögn Björns Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda, eru 28 bú í landinu og hafa aldrei verið fleiri. Fyrir nokkrum árum voru þau einungis 22. „Það eru mikill áhugi fyrir þessu og margir að spá og spekúlera,“ segir Björn. „Það er líka athyglisvert að það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu í Danmörku og Svíþjóð. Það segir ýmislegt þegar áhuginn er svona mikill í landi þar sem smjör drýpur af hverju strái.“ Þar á ofan er útlit fyrir framleiðslu á um 180 þúsund skinnum í ár hér á landi, sem er metframleiðsla. „Undanfarin tvö ár hafa verið ævintýralega góð en það er allt útlit fyrir að þetta ár verði jafnvel enn betra. Þetta er náttúrlega bóla, við vitum það, en við erum nú allavega nokkrir eldri en tvævetra í þessu svo við förum að öllu með gát og látum hana ekki springa framan í okkur.“ Verð er með allra hagstæðasta móti fyrir íslensk minkaskinn. Um þessar mundir hefur fengist um 13 þúsund fyrir skinnið en það kostar um sex þúsund í framleiðslu. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Undirbúningsvinna er hafin við að reisa tuttugu og þriggja þúsund fermetra minkabú um tvo kílómetra utan við Þorlákshöfn. Áformin miðast við að hafa þar 10 þúsund læður en með slíkum fjölda er hægt að framleiða um 50 þúsund skinn. Þetta yrði tvöfalt stærra minkabú en minkabúið á Mön, sem nú er hið stærsta á landinu. Stefán Jónsson, sem er forgöngumaður um nýja búið við Þorlákshöfn ásamt Ármanni Einarssyni, segist vonast til þess að framkvæmdir geti hafist næsta vor. Peningar fyrir kostnaði eru ekki hristir fram úr erminni en hann gæti orðið um 1,2 til 1,5 milljarðar. Þeir félagar eru nýir í greininni en Stefán er vélsmiður og Ármann útgerðarmaður. „Við ákváðum að prófa enda er mikil gróska í þessari grein,“ segir Stefán. Þeir eru ekki þeir einu sem hafa hug á minkaræktun því áform um að reisa bú fyrir fjögur þúsund læður á Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi situr nú fast í skipulagsferli sem nú þegar hefur tekið eitt og hálft ár. Ekki heldur áhuginn sig einungis innanlands því Einar Einarsson, ráðunautur og bóndi að Skörðugili í Skagafirði, segir að umboðsmenn fyrir kínverska aðila hafi verið að leita hér hófana með það fyrir augum að reisa risavaxið minkabú. Átti þar að framleiða meira af skinni en framleitt er á öllu landinu í dag. „Ég hef nú ekki heyrt frá þeim í tvær viku svo ég á ekki von á því að neitt verði úr þessu,“ segir Einar. Að sögn Björns Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda, eru 28 bú í landinu og hafa aldrei verið fleiri. Fyrir nokkrum árum voru þau einungis 22. „Það eru mikill áhugi fyrir þessu og margir að spá og spekúlera,“ segir Björn. „Það er líka athyglisvert að það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu í Danmörku og Svíþjóð. Það segir ýmislegt þegar áhuginn er svona mikill í landi þar sem smjör drýpur af hverju strái.“ Þar á ofan er útlit fyrir framleiðslu á um 180 þúsund skinnum í ár hér á landi, sem er metframleiðsla. „Undanfarin tvö ár hafa verið ævintýralega góð en það er allt útlit fyrir að þetta ár verði jafnvel enn betra. Þetta er náttúrlega bóla, við vitum það, en við erum nú allavega nokkrir eldri en tvævetra í þessu svo við förum að öllu með gát og látum hana ekki springa framan í okkur.“ Verð er með allra hagstæðasta móti fyrir íslensk minkaskinn. Um þessar mundir hefur fengist um 13 þúsund fyrir skinnið en það kostar um sex þúsund í framleiðslu.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira