Halli lífeyrissjóðanna samsvarar fjárlögum ríkisins Lovísa Eiríksdóttir skrifar 16. júlí 2013 07:00 Meðal hugmynda til að jafna réttindi starfsmanna ríkis og bæja annars vegar og annarra launamanna hins vegar er að hækka iðgjald almennra launamanna til jafns við það sem starfsmenn ríkis og bæja greiða. Mynd/Anton Þorsteinn Víglundsson Halli hjá lífeyrissjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga nemur 574 milljörðum króna samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðanna. Sú upphæð samsvarar heilum fjárlögum frá ríkissjóði. „Hið opinbera hefur talað um að fjármagna verði hluta af hallanum með því að hækka iðgjöld, sem gerir þá enn erfiðara að ná markmiðum um samræmingu lífeyrisréttinda,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Markmiðið er að samrýma réttindi opinberra starfsmanna annars vegar og almennra launþega hins vegar. Ein hugmynd sem nefnd hefur verið er að hækka iðgjöld almenna vinnumarkaðarins úr 12 prósentum í þau 15,5 prósent sem er iðgjald í lífeyrissjóði hjá opinberum starfsmönnum. Almennur eftirlaunaaldur hjá opinberum starfsmönnum myndi á móti hækka úr 65 árum í 67 ár líkt og tíðkast hjá starfsmönnum í einkageiranum. Hækkun eftirlaunaaldurs opinberra starfsmanna gæti fjármagnað hallann að einhverju leyti og telur Þorsteinn að brýnt sé að ráðast í slíkar aðgerðir áður en farið verður í annars konar aðgerðir til að fjármögnunar.Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að þótt vinna um samræmingu lífeyrisréttinda sé komin býsna langt hafi halli lífeyrisjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga áhrif á samninga. „Áður en samtök atvinnulífsins samþykkja að fara í hækkun iðgjalda og samrýma þannig réttindi þá verður að leysa úr vanda opinbera kerfisins. Það er óleystur og ófjármagnaður vandi hjá hinu opinbera. Atvinnulífið óttast að ríkisstjórnir framtíðarinnar muni fjármagna þennan halla með álögum á atvinnulífið og því sé það ekki aflögufært gagnvart hækkun iðgjalda á félagsmenn ASÍ,“ segir Gylfi og bætir við að bókun í samningi um hækkun iðgjalda sem átti að hefjast árið 2014 hafi frestast vegna óvissunnar. „Það er það sem þessi vinna hefur strandað á, hvernig þessi halli verður fjármagnaður, ef það verður gert með því að hækka iðgjöld úr 15,5 prósentum í 20 prósent þá er það afstaða atvinnurekanda að það sé ekki hægt að elta það," segir Gylfi. „Það er sameiginlegur skilningur og einlægni um hvernig framtíðarfyrirkomulagið eigi að vera. Það er þó ljóst að það eru ýmis ljón á veginum varðandi hvernig megi gera upp fortíðina,"útskýrir Gylfi. „Ef við eigum að bæta í kerfið til þess að ná fram jöfnuði þá er skilyrði að útkoman verði jöfnuður. Ef fjármagna á hallann með hækkun iðgjalda verður erfitt fyrir okkur að fylgja þeirri hækkun eftir,“ tekur Þorsteinn undir. "Til að byrja með er vænlegast að hækka eftirlaunaaldur hins opinbera." Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson Halli hjá lífeyrissjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga nemur 574 milljörðum króna samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóðanna. Sú upphæð samsvarar heilum fjárlögum frá ríkissjóði. „Hið opinbera hefur talað um að fjármagna verði hluta af hallanum með því að hækka iðgjöld, sem gerir þá enn erfiðara að ná markmiðum um samræmingu lífeyrisréttinda,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Markmiðið er að samrýma réttindi opinberra starfsmanna annars vegar og almennra launþega hins vegar. Ein hugmynd sem nefnd hefur verið er að hækka iðgjöld almenna vinnumarkaðarins úr 12 prósentum í þau 15,5 prósent sem er iðgjald í lífeyrissjóði hjá opinberum starfsmönnum. Almennur eftirlaunaaldur hjá opinberum starfsmönnum myndi á móti hækka úr 65 árum í 67 ár líkt og tíðkast hjá starfsmönnum í einkageiranum. Hækkun eftirlaunaaldurs opinberra starfsmanna gæti fjármagnað hallann að einhverju leyti og telur Þorsteinn að brýnt sé að ráðast í slíkar aðgerðir áður en farið verður í annars konar aðgerðir til að fjármögnunar.Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að þótt vinna um samræmingu lífeyrisréttinda sé komin býsna langt hafi halli lífeyrisjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga áhrif á samninga. „Áður en samtök atvinnulífsins samþykkja að fara í hækkun iðgjalda og samrýma þannig réttindi þá verður að leysa úr vanda opinbera kerfisins. Það er óleystur og ófjármagnaður vandi hjá hinu opinbera. Atvinnulífið óttast að ríkisstjórnir framtíðarinnar muni fjármagna þennan halla með álögum á atvinnulífið og því sé það ekki aflögufært gagnvart hækkun iðgjalda á félagsmenn ASÍ,“ segir Gylfi og bætir við að bókun í samningi um hækkun iðgjalda sem átti að hefjast árið 2014 hafi frestast vegna óvissunnar. „Það er það sem þessi vinna hefur strandað á, hvernig þessi halli verður fjármagnaður, ef það verður gert með því að hækka iðgjöld úr 15,5 prósentum í 20 prósent þá er það afstaða atvinnurekanda að það sé ekki hægt að elta það," segir Gylfi. „Það er sameiginlegur skilningur og einlægni um hvernig framtíðarfyrirkomulagið eigi að vera. Það er þó ljóst að það eru ýmis ljón á veginum varðandi hvernig megi gera upp fortíðina,"útskýrir Gylfi. „Ef við eigum að bæta í kerfið til þess að ná fram jöfnuði þá er skilyrði að útkoman verði jöfnuður. Ef fjármagna á hallann með hækkun iðgjalda verður erfitt fyrir okkur að fylgja þeirri hækkun eftir,“ tekur Þorsteinn undir. "Til að byrja með er vænlegast að hækka eftirlaunaaldur hins opinbera."
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira