Hlaðborð af íslensku efni fyrir hressa krakka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2013 18:00 Guðbjörg með tvö af þremur börnum sínum, þau Önnu og Tryggva. Slaufa kanína vildi líka endilega fá að vera með á myndinni. Fréttablaðið/GVA Krakkalakkar er nýtt tímarit fyrir litla snillinga. Þar eru hugmyndir að skemmtilegum leikjum sem meðal annars henta vel á ferðalögum. Ritstjóri er Guðbjörg Gissurardóttir. „Það kom margt gott fólk að þessu verkefni, bæði með efni og hugmyndir,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri hins nýja barnablaðs Krakkalakkar. „Þegar við fórum að skipuleggja blaðið fundum við að okkur langaði að miðla því sem við gerðum í okkar æsku því síðan hefur margt breyst. Það er komið svo mikið af afþreyingu fyrir börn sem krefst lítils af þeim. Við erum ekkert á móti tölvum eða góðu sjónvarpsefni en þetta er annar miðill og með honum langar okkur að örva sköpunargáfu barna og framkvæmdagleði og gefa þeim hugmyndir að viðfangsefnum, meðal annars með því að sýna þeim góðar fyrirmyndir.“ Guðbjörg hefur gefið út tímarit í þrjú ár sem heitir Í boði náttúrunnar. Þar kveðst hún hafa náð að koma öllum sínum áhugamálum á einn stað, nema börnum. „Síðan ég hóf útgáfu hef ég haft bak við eyrað að gefa út tímarit bara fyrir krakka og nú er ég loksins að láta verða af því,“ segir hún „Þetta er prufa. Það hefur vantað barnablað á Íslandi í áraraðir.“ Krakkalakkar er ætlað börnum á aldrinum 6 til 12 ára og er án auglýsinga. Eva Þorgeirsdóttir er aðstoðarritstjóri og Erla Björg Gunnarsdóttir er líka í ritstjórn. „Við tókum ár í að safna í blaðið og afraksturinn er hlaðborð af íslensku efni fyrir hressa krakka, til dæmis um fjársjóð í fjörunni, veiðiferðina miklu og svo kennum við þeim að gera krossgátur sjálf. Orðatiltæki eru á flestum síðum Krakkalakka og Hafsteinn krabbi leynist víða. Aftast eru svo spurningar um efni blaðsins, allt þetta býður upp á að farið sé í gegnum það aftur og aftur.“ Hvernig skyldu viðtökur svo hafa verið? „Allir virðast glaðir sem sjá tímaritið, jafnt fullorðnir sem börn. Það er líka lykillinn að því að svona blað geti gengið að foreldrar sjái eitthvað þar sem þeir vilja að barnið skoði.“ Guðbjörg kveðst alltaf hafa haft áhuga á börnum. „Ég var forfallin barnapía þegar ég var að alast upp í Fellahverfinu í Breiðholti. Var með lista yfir krakka sem ég fékk að passa og þegar flest var voru 18 á þeim lista. Ég smalaði börnum í blokkinni saman, rak þau út á róló og var þar í dagmömmuleik. Allt fyrir ánægjuna.“ Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Krakkalakkar er nýtt tímarit fyrir litla snillinga. Þar eru hugmyndir að skemmtilegum leikjum sem meðal annars henta vel á ferðalögum. Ritstjóri er Guðbjörg Gissurardóttir. „Það kom margt gott fólk að þessu verkefni, bæði með efni og hugmyndir,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri hins nýja barnablaðs Krakkalakkar. „Þegar við fórum að skipuleggja blaðið fundum við að okkur langaði að miðla því sem við gerðum í okkar æsku því síðan hefur margt breyst. Það er komið svo mikið af afþreyingu fyrir börn sem krefst lítils af þeim. Við erum ekkert á móti tölvum eða góðu sjónvarpsefni en þetta er annar miðill og með honum langar okkur að örva sköpunargáfu barna og framkvæmdagleði og gefa þeim hugmyndir að viðfangsefnum, meðal annars með því að sýna þeim góðar fyrirmyndir.“ Guðbjörg hefur gefið út tímarit í þrjú ár sem heitir Í boði náttúrunnar. Þar kveðst hún hafa náð að koma öllum sínum áhugamálum á einn stað, nema börnum. „Síðan ég hóf útgáfu hef ég haft bak við eyrað að gefa út tímarit bara fyrir krakka og nú er ég loksins að láta verða af því,“ segir hún „Þetta er prufa. Það hefur vantað barnablað á Íslandi í áraraðir.“ Krakkalakkar er ætlað börnum á aldrinum 6 til 12 ára og er án auglýsinga. Eva Þorgeirsdóttir er aðstoðarritstjóri og Erla Björg Gunnarsdóttir er líka í ritstjórn. „Við tókum ár í að safna í blaðið og afraksturinn er hlaðborð af íslensku efni fyrir hressa krakka, til dæmis um fjársjóð í fjörunni, veiðiferðina miklu og svo kennum við þeim að gera krossgátur sjálf. Orðatiltæki eru á flestum síðum Krakkalakka og Hafsteinn krabbi leynist víða. Aftast eru svo spurningar um efni blaðsins, allt þetta býður upp á að farið sé í gegnum það aftur og aftur.“ Hvernig skyldu viðtökur svo hafa verið? „Allir virðast glaðir sem sjá tímaritið, jafnt fullorðnir sem börn. Það er líka lykillinn að því að svona blað geti gengið að foreldrar sjái eitthvað þar sem þeir vilja að barnið skoði.“ Guðbjörg kveðst alltaf hafa haft áhuga á börnum. „Ég var forfallin barnapía þegar ég var að alast upp í Fellahverfinu í Breiðholti. Var með lista yfir krakka sem ég fékk að passa og þegar flest var voru 18 á þeim lista. Ég smalaði börnum í blokkinni saman, rak þau út á róló og var þar í dagmömmuleik. Allt fyrir ánægjuna.“
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira