Ekki bara steypa Ólafur G. Skúlason skrifar 5. júlí 2013 07:30 Það vekur alltaf furðu mína þegar þeir sem mæla á móti byggingu nýs Landspítala nota rökin að steypa muni ekki leysa vanda spítalans. Ég get ekki tekið undir það og tel mikla þörf fyrir að bæta í steypumagnið á Landspítala. Landspítalinn er það sjúkrahús sem sinnir öllum landsmönnum, líkt og nafnið gefur til kynna. Innan veggja sjúkrahússins starfa hátt á fimmta þúsund starfsmenn og yfir 100.000 sjúklingar nýta sér þjónustu spítalans ár hvert. Starfsemi spítalans er dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og telja húsakynni hans tugi húsa. Flest þessara húsa eru börn síns tíma og þjóna á engan hátt þörfum þess heilbrigðiskerfis sem við búum við í dag. Núverandi húsnæði spítalans þarfnast verulegs viðhalds og sífellt þarf að breyta húsnæðinu og bæta til að reyna að koma starfseminni fyrir. Tækninni hefur fleygt fram og ekki var gert ráð fyrir öllum þeim tækjum sem henni fylgja í núverandi húsnæði. Allir vita að spítalinn er í mikilli þörf fyrir ný tæki en hvar á að koma þessum tækjum fyrir? Húsnæðið er of lítið. Til að mynda eru allar geymslur stútfullar. Það veldur því að gangarnir eru oftar en ekki fullir af rúmum, tækjum eða sjúklingum. Það vantar nefnilega ekki bara pláss fyrir tæki og tól heldur líka sjúkrastofur. Spítalinn er sprunginn.Dýrast að gera ekki neitt Margur hefur notað þau rök gegn byggingu spítalans að huga þurfi að mannauðnum og ætla ég ekki að draga úr mikilvægi þess. Mannauðurinn er það sem virkilega þarf að hlúa að. Lág laun og mikið álag er að sliga starfsfólkið. Bæta þarf þessi atriði sem allra fyrst og er kjörið tækifæri til þess nú þegar kjarasamningar verða lausir á nýju ári. En vinnuumhverfi hefur líka mikið að segja. Í dag ætti vinnustaður með lekum gluggum og myglu í veggjum að heyra sögunni til. Það að sjúklingar þurfi að liggja á ganginum í allra augsýn, inni á setustofu eða inni á salerni ætti líka að tilheyra fortíðinni. Fjölbýli er einnig eitthvað sem ekki ætti að nota í dag með tilliti til sýkingavarna og smitsjúkdóma, svo ég tali nú ekki um vegna friðhelgi einkalífsins. Það að veita góða þjónustu hefur líka áhrif á líðan starfsfólks við vinnu sína. Að veita góða þjónustu eykur starfsánægju. Við þurfum nýtt sjúkrahús, bæði starfsfólksins og sjúklinganna vegna. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hefur ekki blásið byggingu Landspítalans út af borðinu sbr. umræðu á alþingi þann 25. júní síðastliðinn. Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi okkar, ómissandi hlekkur. Ef Landspítalinn getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi lamast allt heilbrigðiskerfið. Ég hef fullan skilning á því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í ríkisrekstri en útreikningar hafa sýnt að með byggingu nýs sjúkrahúss, og því að koma þjónustunni undir eitt þak, næst fram hagræðing sem fljótt borgar upp kostnað byggingarinnar. Spítalareksturinn er dýr, en hann er dýrari en hann þyrfti að vera eins og fyrirkomulagið er í dag. Stundum er nefnilega dýrast að gera ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það vekur alltaf furðu mína þegar þeir sem mæla á móti byggingu nýs Landspítala nota rökin að steypa muni ekki leysa vanda spítalans. Ég get ekki tekið undir það og tel mikla þörf fyrir að bæta í steypumagnið á Landspítala. Landspítalinn er það sjúkrahús sem sinnir öllum landsmönnum, líkt og nafnið gefur til kynna. Innan veggja sjúkrahússins starfa hátt á fimmta þúsund starfsmenn og yfir 100.000 sjúklingar nýta sér þjónustu spítalans ár hvert. Starfsemi spítalans er dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og telja húsakynni hans tugi húsa. Flest þessara húsa eru börn síns tíma og þjóna á engan hátt þörfum þess heilbrigðiskerfis sem við búum við í dag. Núverandi húsnæði spítalans þarfnast verulegs viðhalds og sífellt þarf að breyta húsnæðinu og bæta til að reyna að koma starfseminni fyrir. Tækninni hefur fleygt fram og ekki var gert ráð fyrir öllum þeim tækjum sem henni fylgja í núverandi húsnæði. Allir vita að spítalinn er í mikilli þörf fyrir ný tæki en hvar á að koma þessum tækjum fyrir? Húsnæðið er of lítið. Til að mynda eru allar geymslur stútfullar. Það veldur því að gangarnir eru oftar en ekki fullir af rúmum, tækjum eða sjúklingum. Það vantar nefnilega ekki bara pláss fyrir tæki og tól heldur líka sjúkrastofur. Spítalinn er sprunginn.Dýrast að gera ekki neitt Margur hefur notað þau rök gegn byggingu spítalans að huga þurfi að mannauðnum og ætla ég ekki að draga úr mikilvægi þess. Mannauðurinn er það sem virkilega þarf að hlúa að. Lág laun og mikið álag er að sliga starfsfólkið. Bæta þarf þessi atriði sem allra fyrst og er kjörið tækifæri til þess nú þegar kjarasamningar verða lausir á nýju ári. En vinnuumhverfi hefur líka mikið að segja. Í dag ætti vinnustaður með lekum gluggum og myglu í veggjum að heyra sögunni til. Það að sjúklingar þurfi að liggja á ganginum í allra augsýn, inni á setustofu eða inni á salerni ætti líka að tilheyra fortíðinni. Fjölbýli er einnig eitthvað sem ekki ætti að nota í dag með tilliti til sýkingavarna og smitsjúkdóma, svo ég tali nú ekki um vegna friðhelgi einkalífsins. Það að veita góða þjónustu hefur líka áhrif á líðan starfsfólks við vinnu sína. Að veita góða þjónustu eykur starfsánægju. Við þurfum nýtt sjúkrahús, bæði starfsfólksins og sjúklinganna vegna. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hefur ekki blásið byggingu Landspítalans út af borðinu sbr. umræðu á alþingi þann 25. júní síðastliðinn. Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi okkar, ómissandi hlekkur. Ef Landspítalinn getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi lamast allt heilbrigðiskerfið. Ég hef fullan skilning á því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í ríkisrekstri en útreikningar hafa sýnt að með byggingu nýs sjúkrahúss, og því að koma þjónustunni undir eitt þak, næst fram hagræðing sem fljótt borgar upp kostnað byggingarinnar. Spítalareksturinn er dýr, en hann er dýrari en hann þyrfti að vera eins og fyrirkomulagið er í dag. Stundum er nefnilega dýrast að gera ekki neitt.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun