Ekki bara steypa Ólafur G. Skúlason skrifar 5. júlí 2013 07:30 Það vekur alltaf furðu mína þegar þeir sem mæla á móti byggingu nýs Landspítala nota rökin að steypa muni ekki leysa vanda spítalans. Ég get ekki tekið undir það og tel mikla þörf fyrir að bæta í steypumagnið á Landspítala. Landspítalinn er það sjúkrahús sem sinnir öllum landsmönnum, líkt og nafnið gefur til kynna. Innan veggja sjúkrahússins starfa hátt á fimmta þúsund starfsmenn og yfir 100.000 sjúklingar nýta sér þjónustu spítalans ár hvert. Starfsemi spítalans er dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og telja húsakynni hans tugi húsa. Flest þessara húsa eru börn síns tíma og þjóna á engan hátt þörfum þess heilbrigðiskerfis sem við búum við í dag. Núverandi húsnæði spítalans þarfnast verulegs viðhalds og sífellt þarf að breyta húsnæðinu og bæta til að reyna að koma starfseminni fyrir. Tækninni hefur fleygt fram og ekki var gert ráð fyrir öllum þeim tækjum sem henni fylgja í núverandi húsnæði. Allir vita að spítalinn er í mikilli þörf fyrir ný tæki en hvar á að koma þessum tækjum fyrir? Húsnæðið er of lítið. Til að mynda eru allar geymslur stútfullar. Það veldur því að gangarnir eru oftar en ekki fullir af rúmum, tækjum eða sjúklingum. Það vantar nefnilega ekki bara pláss fyrir tæki og tól heldur líka sjúkrastofur. Spítalinn er sprunginn.Dýrast að gera ekki neitt Margur hefur notað þau rök gegn byggingu spítalans að huga þurfi að mannauðnum og ætla ég ekki að draga úr mikilvægi þess. Mannauðurinn er það sem virkilega þarf að hlúa að. Lág laun og mikið álag er að sliga starfsfólkið. Bæta þarf þessi atriði sem allra fyrst og er kjörið tækifæri til þess nú þegar kjarasamningar verða lausir á nýju ári. En vinnuumhverfi hefur líka mikið að segja. Í dag ætti vinnustaður með lekum gluggum og myglu í veggjum að heyra sögunni til. Það að sjúklingar þurfi að liggja á ganginum í allra augsýn, inni á setustofu eða inni á salerni ætti líka að tilheyra fortíðinni. Fjölbýli er einnig eitthvað sem ekki ætti að nota í dag með tilliti til sýkingavarna og smitsjúkdóma, svo ég tali nú ekki um vegna friðhelgi einkalífsins. Það að veita góða þjónustu hefur líka áhrif á líðan starfsfólks við vinnu sína. Að veita góða þjónustu eykur starfsánægju. Við þurfum nýtt sjúkrahús, bæði starfsfólksins og sjúklinganna vegna. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hefur ekki blásið byggingu Landspítalans út af borðinu sbr. umræðu á alþingi þann 25. júní síðastliðinn. Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi okkar, ómissandi hlekkur. Ef Landspítalinn getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi lamast allt heilbrigðiskerfið. Ég hef fullan skilning á því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í ríkisrekstri en útreikningar hafa sýnt að með byggingu nýs sjúkrahúss, og því að koma þjónustunni undir eitt þak, næst fram hagræðing sem fljótt borgar upp kostnað byggingarinnar. Spítalareksturinn er dýr, en hann er dýrari en hann þyrfti að vera eins og fyrirkomulagið er í dag. Stundum er nefnilega dýrast að gera ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það vekur alltaf furðu mína þegar þeir sem mæla á móti byggingu nýs Landspítala nota rökin að steypa muni ekki leysa vanda spítalans. Ég get ekki tekið undir það og tel mikla þörf fyrir að bæta í steypumagnið á Landspítala. Landspítalinn er það sjúkrahús sem sinnir öllum landsmönnum, líkt og nafnið gefur til kynna. Innan veggja sjúkrahússins starfa hátt á fimmta þúsund starfsmenn og yfir 100.000 sjúklingar nýta sér þjónustu spítalans ár hvert. Starfsemi spítalans er dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og telja húsakynni hans tugi húsa. Flest þessara húsa eru börn síns tíma og þjóna á engan hátt þörfum þess heilbrigðiskerfis sem við búum við í dag. Núverandi húsnæði spítalans þarfnast verulegs viðhalds og sífellt þarf að breyta húsnæðinu og bæta til að reyna að koma starfseminni fyrir. Tækninni hefur fleygt fram og ekki var gert ráð fyrir öllum þeim tækjum sem henni fylgja í núverandi húsnæði. Allir vita að spítalinn er í mikilli þörf fyrir ný tæki en hvar á að koma þessum tækjum fyrir? Húsnæðið er of lítið. Til að mynda eru allar geymslur stútfullar. Það veldur því að gangarnir eru oftar en ekki fullir af rúmum, tækjum eða sjúklingum. Það vantar nefnilega ekki bara pláss fyrir tæki og tól heldur líka sjúkrastofur. Spítalinn er sprunginn.Dýrast að gera ekki neitt Margur hefur notað þau rök gegn byggingu spítalans að huga þurfi að mannauðnum og ætla ég ekki að draga úr mikilvægi þess. Mannauðurinn er það sem virkilega þarf að hlúa að. Lág laun og mikið álag er að sliga starfsfólkið. Bæta þarf þessi atriði sem allra fyrst og er kjörið tækifæri til þess nú þegar kjarasamningar verða lausir á nýju ári. En vinnuumhverfi hefur líka mikið að segja. Í dag ætti vinnustaður með lekum gluggum og myglu í veggjum að heyra sögunni til. Það að sjúklingar þurfi að liggja á ganginum í allra augsýn, inni á setustofu eða inni á salerni ætti líka að tilheyra fortíðinni. Fjölbýli er einnig eitthvað sem ekki ætti að nota í dag með tilliti til sýkingavarna og smitsjúkdóma, svo ég tali nú ekki um vegna friðhelgi einkalífsins. Það að veita góða þjónustu hefur líka áhrif á líðan starfsfólks við vinnu sína. Að veita góða þjónustu eykur starfsánægju. Við þurfum nýtt sjúkrahús, bæði starfsfólksins og sjúklinganna vegna. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hefur ekki blásið byggingu Landspítalans út af borðinu sbr. umræðu á alþingi þann 25. júní síðastliðinn. Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi okkar, ómissandi hlekkur. Ef Landspítalinn getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi lamast allt heilbrigðiskerfið. Ég hef fullan skilning á því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í ríkisrekstri en útreikningar hafa sýnt að með byggingu nýs sjúkrahúss, og því að koma þjónustunni undir eitt þak, næst fram hagræðing sem fljótt borgar upp kostnað byggingarinnar. Spítalareksturinn er dýr, en hann er dýrari en hann þyrfti að vera eins og fyrirkomulagið er í dag. Stundum er nefnilega dýrast að gera ekki neitt.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun