Ekki bara steypa Ólafur G. Skúlason skrifar 5. júlí 2013 07:30 Það vekur alltaf furðu mína þegar þeir sem mæla á móti byggingu nýs Landspítala nota rökin að steypa muni ekki leysa vanda spítalans. Ég get ekki tekið undir það og tel mikla þörf fyrir að bæta í steypumagnið á Landspítala. Landspítalinn er það sjúkrahús sem sinnir öllum landsmönnum, líkt og nafnið gefur til kynna. Innan veggja sjúkrahússins starfa hátt á fimmta þúsund starfsmenn og yfir 100.000 sjúklingar nýta sér þjónustu spítalans ár hvert. Starfsemi spítalans er dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og telja húsakynni hans tugi húsa. Flest þessara húsa eru börn síns tíma og þjóna á engan hátt þörfum þess heilbrigðiskerfis sem við búum við í dag. Núverandi húsnæði spítalans þarfnast verulegs viðhalds og sífellt þarf að breyta húsnæðinu og bæta til að reyna að koma starfseminni fyrir. Tækninni hefur fleygt fram og ekki var gert ráð fyrir öllum þeim tækjum sem henni fylgja í núverandi húsnæði. Allir vita að spítalinn er í mikilli þörf fyrir ný tæki en hvar á að koma þessum tækjum fyrir? Húsnæðið er of lítið. Til að mynda eru allar geymslur stútfullar. Það veldur því að gangarnir eru oftar en ekki fullir af rúmum, tækjum eða sjúklingum. Það vantar nefnilega ekki bara pláss fyrir tæki og tól heldur líka sjúkrastofur. Spítalinn er sprunginn.Dýrast að gera ekki neitt Margur hefur notað þau rök gegn byggingu spítalans að huga þurfi að mannauðnum og ætla ég ekki að draga úr mikilvægi þess. Mannauðurinn er það sem virkilega þarf að hlúa að. Lág laun og mikið álag er að sliga starfsfólkið. Bæta þarf þessi atriði sem allra fyrst og er kjörið tækifæri til þess nú þegar kjarasamningar verða lausir á nýju ári. En vinnuumhverfi hefur líka mikið að segja. Í dag ætti vinnustaður með lekum gluggum og myglu í veggjum að heyra sögunni til. Það að sjúklingar þurfi að liggja á ganginum í allra augsýn, inni á setustofu eða inni á salerni ætti líka að tilheyra fortíðinni. Fjölbýli er einnig eitthvað sem ekki ætti að nota í dag með tilliti til sýkingavarna og smitsjúkdóma, svo ég tali nú ekki um vegna friðhelgi einkalífsins. Það að veita góða þjónustu hefur líka áhrif á líðan starfsfólks við vinnu sína. Að veita góða þjónustu eykur starfsánægju. Við þurfum nýtt sjúkrahús, bæði starfsfólksins og sjúklinganna vegna. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hefur ekki blásið byggingu Landspítalans út af borðinu sbr. umræðu á alþingi þann 25. júní síðastliðinn. Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi okkar, ómissandi hlekkur. Ef Landspítalinn getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi lamast allt heilbrigðiskerfið. Ég hef fullan skilning á því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í ríkisrekstri en útreikningar hafa sýnt að með byggingu nýs sjúkrahúss, og því að koma þjónustunni undir eitt þak, næst fram hagræðing sem fljótt borgar upp kostnað byggingarinnar. Spítalareksturinn er dýr, en hann er dýrari en hann þyrfti að vera eins og fyrirkomulagið er í dag. Stundum er nefnilega dýrast að gera ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það vekur alltaf furðu mína þegar þeir sem mæla á móti byggingu nýs Landspítala nota rökin að steypa muni ekki leysa vanda spítalans. Ég get ekki tekið undir það og tel mikla þörf fyrir að bæta í steypumagnið á Landspítala. Landspítalinn er það sjúkrahús sem sinnir öllum landsmönnum, líkt og nafnið gefur til kynna. Innan veggja sjúkrahússins starfa hátt á fimmta þúsund starfsmenn og yfir 100.000 sjúklingar nýta sér þjónustu spítalans ár hvert. Starfsemi spítalans er dreifð um allt höfuðborgarsvæðið og telja húsakynni hans tugi húsa. Flest þessara húsa eru börn síns tíma og þjóna á engan hátt þörfum þess heilbrigðiskerfis sem við búum við í dag. Núverandi húsnæði spítalans þarfnast verulegs viðhalds og sífellt þarf að breyta húsnæðinu og bæta til að reyna að koma starfseminni fyrir. Tækninni hefur fleygt fram og ekki var gert ráð fyrir öllum þeim tækjum sem henni fylgja í núverandi húsnæði. Allir vita að spítalinn er í mikilli þörf fyrir ný tæki en hvar á að koma þessum tækjum fyrir? Húsnæðið er of lítið. Til að mynda eru allar geymslur stútfullar. Það veldur því að gangarnir eru oftar en ekki fullir af rúmum, tækjum eða sjúklingum. Það vantar nefnilega ekki bara pláss fyrir tæki og tól heldur líka sjúkrastofur. Spítalinn er sprunginn.Dýrast að gera ekki neitt Margur hefur notað þau rök gegn byggingu spítalans að huga þurfi að mannauðnum og ætla ég ekki að draga úr mikilvægi þess. Mannauðurinn er það sem virkilega þarf að hlúa að. Lág laun og mikið álag er að sliga starfsfólkið. Bæta þarf þessi atriði sem allra fyrst og er kjörið tækifæri til þess nú þegar kjarasamningar verða lausir á nýju ári. En vinnuumhverfi hefur líka mikið að segja. Í dag ætti vinnustaður með lekum gluggum og myglu í veggjum að heyra sögunni til. Það að sjúklingar þurfi að liggja á ganginum í allra augsýn, inni á setustofu eða inni á salerni ætti líka að tilheyra fortíðinni. Fjölbýli er einnig eitthvað sem ekki ætti að nota í dag með tilliti til sýkingavarna og smitsjúkdóma, svo ég tali nú ekki um vegna friðhelgi einkalífsins. Það að veita góða þjónustu hefur líka áhrif á líðan starfsfólks við vinnu sína. Að veita góða þjónustu eykur starfsánægju. Við þurfum nýtt sjúkrahús, bæði starfsfólksins og sjúklinganna vegna. Ég fagna því að heilbrigðisráðherra hefur ekki blásið byggingu Landspítalans út af borðinu sbr. umræðu á alþingi þann 25. júní síðastliðinn. Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi okkar, ómissandi hlekkur. Ef Landspítalinn getur ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi lamast allt heilbrigðiskerfið. Ég hef fullan skilning á því að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í ríkisrekstri en útreikningar hafa sýnt að með byggingu nýs sjúkrahúss, og því að koma þjónustunni undir eitt þak, næst fram hagræðing sem fljótt borgar upp kostnað byggingarinnar. Spítalareksturinn er dýr, en hann er dýrari en hann þyrfti að vera eins og fyrirkomulagið er í dag. Stundum er nefnilega dýrast að gera ekki neitt.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun