400 ppm Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. júlí 2013 12:00 Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar