Bættu heilsu þína með íslenskum jurtum Marín Manda skrifar 8. júlí 2013 18:00 Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir "Ég er búin að praktísera frá árinu 2005 og hef haldið fyrirlestra og námskeið til að fræða fólk um lækningajurtir og jafnvel búa til smyrsl. Ég geri þetta allan ársins hring og ég hef tekið eftir því að það er mikil vitundarvakning á þessu sviði þar sem margir sýna náttúrunni meiri áhuga og vilja nýta auðlindirnar okkar,“ segir Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir. Ásdís Ragna Einarsdóttir útskrifaðist úr University of East London í Bretlandi árið 2005 með BS-próf í grasalækningum og er ein þriggja menntaðra grasalækna á landinu. Síðan þá hefur hún sinnt ráðgjöf og leiðbeint fólki við að bæta heilsuna með lífrænum jurtum. Ásdís Ragna bendir á að nútíma grasalækningar eru tengdar heilbrigðissviðinu en unnið er einna helst með að koma jafnvægi á líkamann og andlega líðan með jurtum og góðu mataræði.Mun færri karlmenn leita til grasalækna en konur hafa verið duglegar að nýta sér grasalækningameðferðir til þess að koma á hormónajafnvægi og til þess að draga úr ýmsum einkennum eins og svefnleysi, mígreni og orkuleysi. Jafnframt hafa mörg pör nýtt sér frjósemisaukandi jurtir og viðbótarmeðferðir við ófrjósemi.„Markmiðið hjá mér er að útskrifa skjólstæðingana þannig að þeir nái ákveðnum bata og því þarf fólk að vilja vinna með lífsstílinn sinn. Ég einbeiti mér að mataræði því það er svo mikil virkni í matnum sjálfum og svo vinn ég með einkenni hvers og eins svo jurtirnar nái að vinna sitt verk,“ segir Ásdís Ragna. Hún hefur einnig boðið upp á jurtatínslunámskeið snemma á sumrin til að kenna almenningi að tína og nýta íslenskar jurtir. Hún segir að mikilvægt sé að vita hvað maður ætlar að tína og nota flórubók til að þekkja jurtirnar í sundur.Ráð Ásdísar um jurtatínslu Tína í björtu veðri og helst ekki í vætu, tína fjarri umferð og mengun og þar sem mikið vex af jurtinni. Algengar jurtir í kringum okkur eru t.d. birki, sem gott er að tína núna og þurrka til að eiga sem vökvalosandi te.Vallhumall er frábær jurt sem hægt er að tína frá og með miðjum júlí en vallhumall er góður til að styrkja hjarta- og æðakerfi og er krampastillandi. Tína skal um leið og jurtin byrjar að blómstra og þurrka í te. Blóðbergið er alltaf gott að eiga hvort sem er á lambalærið, til að búa til hóstasíróp eða sem te. Kröftug jurt sem gagnast sýkingum í öndunarfærum og eflir ónæmiskerfið. Aðrar jurtir sem gott er að eiga við höndina eru t.d. gulmaðra, brenninetla, ætihvönn og túnfífilsblöð. Sjálf nota ég töluvert af ferskum haugarfa í salat og „boost“ en arfinn er næringarrík og safarík jurt og bragðlítil. Bæði er hægt að setja jurtirnar út í „boost“ með ávöxtum og grænmeti eða pressa í safapressu ef vill. Ánægjulegt og gefandi er að tína jurtir og heilsubætandi að verja tíma úti í náttúrunni og njóta kyrrðarinnar. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
"Ég er búin að praktísera frá árinu 2005 og hef haldið fyrirlestra og námskeið til að fræða fólk um lækningajurtir og jafnvel búa til smyrsl. Ég geri þetta allan ársins hring og ég hef tekið eftir því að það er mikil vitundarvakning á þessu sviði þar sem margir sýna náttúrunni meiri áhuga og vilja nýta auðlindirnar okkar,“ segir Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir. Ásdís Ragna Einarsdóttir útskrifaðist úr University of East London í Bretlandi árið 2005 með BS-próf í grasalækningum og er ein þriggja menntaðra grasalækna á landinu. Síðan þá hefur hún sinnt ráðgjöf og leiðbeint fólki við að bæta heilsuna með lífrænum jurtum. Ásdís Ragna bendir á að nútíma grasalækningar eru tengdar heilbrigðissviðinu en unnið er einna helst með að koma jafnvægi á líkamann og andlega líðan með jurtum og góðu mataræði.Mun færri karlmenn leita til grasalækna en konur hafa verið duglegar að nýta sér grasalækningameðferðir til þess að koma á hormónajafnvægi og til þess að draga úr ýmsum einkennum eins og svefnleysi, mígreni og orkuleysi. Jafnframt hafa mörg pör nýtt sér frjósemisaukandi jurtir og viðbótarmeðferðir við ófrjósemi.„Markmiðið hjá mér er að útskrifa skjólstæðingana þannig að þeir nái ákveðnum bata og því þarf fólk að vilja vinna með lífsstílinn sinn. Ég einbeiti mér að mataræði því það er svo mikil virkni í matnum sjálfum og svo vinn ég með einkenni hvers og eins svo jurtirnar nái að vinna sitt verk,“ segir Ásdís Ragna. Hún hefur einnig boðið upp á jurtatínslunámskeið snemma á sumrin til að kenna almenningi að tína og nýta íslenskar jurtir. Hún segir að mikilvægt sé að vita hvað maður ætlar að tína og nota flórubók til að þekkja jurtirnar í sundur.Ráð Ásdísar um jurtatínslu Tína í björtu veðri og helst ekki í vætu, tína fjarri umferð og mengun og þar sem mikið vex af jurtinni. Algengar jurtir í kringum okkur eru t.d. birki, sem gott er að tína núna og þurrka til að eiga sem vökvalosandi te.Vallhumall er frábær jurt sem hægt er að tína frá og með miðjum júlí en vallhumall er góður til að styrkja hjarta- og æðakerfi og er krampastillandi. Tína skal um leið og jurtin byrjar að blómstra og þurrka í te. Blóðbergið er alltaf gott að eiga hvort sem er á lambalærið, til að búa til hóstasíróp eða sem te. Kröftug jurt sem gagnast sýkingum í öndunarfærum og eflir ónæmiskerfið. Aðrar jurtir sem gott er að eiga við höndina eru t.d. gulmaðra, brenninetla, ætihvönn og túnfífilsblöð. Sjálf nota ég töluvert af ferskum haugarfa í salat og „boost“ en arfinn er næringarrík og safarík jurt og bragðlítil. Bæði er hægt að setja jurtirnar út í „boost“ með ávöxtum og grænmeti eða pressa í safapressu ef vill. Ánægjulegt og gefandi er að tína jurtir og heilsubætandi að verja tíma úti í náttúrunni og njóta kyrrðarinnar.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira