Stefnulaus stálkarl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. júní 2013 10:00 Bíó, Man of Steel Leikstjórn: Zack Snyder Leikarar: Henry Cavill, Amy Adams, Michael Shannon, Kevin Costner, Russell Crowe Það er eins og það hvíli bölvun á Ofurmenninu í kvikmyndum. Fyrir utan Superman frá árinu 1978 hafa allar myndir um þessa ævafornu ofurhetju verið misheppnaðar. Þetta hefur ekkert að gera með persónuna og það ætti ekki að vera erfiðara að gera henni skil á hvíta tjaldinu en öðrum ofurhetjum. Það er bara ekki vandað nægilega til verka. Nú er búið að reyna enn eina ferðina og kom tilraunin í hlut leikstjórans Zack Snyder. Með kvartmilljarð dala í vasanum hefur hann breytt bláklædda brókarlallanum Kal-El í raunsæishetju að hætti Christophers Nolan, framleiðanda og sögusmiðs myndarinnar. Undarleg ákvörðun, en ekkert á að vera heilagt. Fyrri hluti myndarinnar er þolanlegur þó að endurlitin séu ofnotuð eftir að Kal-El fullorðnast. Atriðin á Krypton eru ágæt og þar vil ég helst hrósa Michael Shannon fyrir nokkuð sannfærandi takta. Vandræði myndarinnar hefjast á jörðu niðri. Cavill tekur sig ágætlega út í búningnum en það er ekki eitt augnablik í myndinni þar sem persónan hans er skemmtileg. Það örlar ekki á neista neins staðar, hvorki á móti Lois Lane né illmenninu, og maður spyr sig hvort vandamálið liggi hjá leikaranum eða í handritinu. Í seinni hálfleik fáum við svo stanslausan hasar af leiðinlegu gerðinni. Það hjálpar myndinni auðvitað ekki neitt að koma í kjölfar hressa Marvel-bunkans þar sem þetta er gert svo vel. Eftir 45 mínútur af stefnulausri tölvubrellukássu fór ég að velta því fyrir mér hvort hin bragðdaufa Superman Returns frá 2006 væri ekki hreinlega betri mynd en Man of Steel.Niðurstaða: Gríðarleg vonbrigði. DC þarf að hysja upp um sig. Gagnrýni Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó, Man of Steel Leikstjórn: Zack Snyder Leikarar: Henry Cavill, Amy Adams, Michael Shannon, Kevin Costner, Russell Crowe Það er eins og það hvíli bölvun á Ofurmenninu í kvikmyndum. Fyrir utan Superman frá árinu 1978 hafa allar myndir um þessa ævafornu ofurhetju verið misheppnaðar. Þetta hefur ekkert að gera með persónuna og það ætti ekki að vera erfiðara að gera henni skil á hvíta tjaldinu en öðrum ofurhetjum. Það er bara ekki vandað nægilega til verka. Nú er búið að reyna enn eina ferðina og kom tilraunin í hlut leikstjórans Zack Snyder. Með kvartmilljarð dala í vasanum hefur hann breytt bláklædda brókarlallanum Kal-El í raunsæishetju að hætti Christophers Nolan, framleiðanda og sögusmiðs myndarinnar. Undarleg ákvörðun, en ekkert á að vera heilagt. Fyrri hluti myndarinnar er þolanlegur þó að endurlitin séu ofnotuð eftir að Kal-El fullorðnast. Atriðin á Krypton eru ágæt og þar vil ég helst hrósa Michael Shannon fyrir nokkuð sannfærandi takta. Vandræði myndarinnar hefjast á jörðu niðri. Cavill tekur sig ágætlega út í búningnum en það er ekki eitt augnablik í myndinni þar sem persónan hans er skemmtileg. Það örlar ekki á neista neins staðar, hvorki á móti Lois Lane né illmenninu, og maður spyr sig hvort vandamálið liggi hjá leikaranum eða í handritinu. Í seinni hálfleik fáum við svo stanslausan hasar af leiðinlegu gerðinni. Það hjálpar myndinni auðvitað ekki neitt að koma í kjölfar hressa Marvel-bunkans þar sem þetta er gert svo vel. Eftir 45 mínútur af stefnulausri tölvubrellukássu fór ég að velta því fyrir mér hvort hin bragðdaufa Superman Returns frá 2006 væri ekki hreinlega betri mynd en Man of Steel.Niðurstaða: Gríðarleg vonbrigði. DC þarf að hysja upp um sig.
Gagnrýni Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira