Tækifæri til sátta Jóhann Ársælsson skrifar 27. júní 2013 06:00 Þegar þetta er skrifað hafa yfir þrjátíu þúsund manns skrifað undir mótmæli vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda. Fólkið sem tekur þátt í þessum undirskriftum er í raun ekki að segja að nefnd tegund veiðigjalda sé eina aðferðin sem komi til greina. Það vill einfaldlega að eðlilegt endurgjald fáist fyrir að nýta fiskimiðin. Allir stjórnmálaflokkar segja að þjóðin eigi auðlindina og eru nú teknir á orðinu. Ef Alþingi samt sem áður samþykkir þetta frumvarp mun forsetinn, ef hann er samkvæmur sjálfum sér, synja því staðfestingar. Þá þyrfti þjóðin að kjósa um óboðlega kosti. Annars vegar bráðabirgðaákvæði um afar lágt gjald og hins vegar gallað fyrirkomulag sem ekki tryggir þjóðinni eðlilegt endurgjald og yrði þó ýmsum útgerðarformum óbærilegt. Af þessum ástæðum get ég ekki skrifað undir mótmælaskjalið.Jafnræði ekki í augsýn Sú aðferð sem felst í núgildandi lögum um sérstakt veiðigjald hentar illa til að innheimta gjald fyrir afnot auðlindar sem þarf á sem frjálsustum viðskiptum að halda. Heildarlausn síðustu ríkisstjórnar fólst annars vegar í fyrrnefndu veiðigjaldi og hins vegar frumvarpi sem byggði á nýtingarsamningum og flóknu potta- og útdeilingarkerfi. Aðalgallinn við þá leið var þó sá að ekki sá fyrir endann á forgangi núverandi kvótahafa til nýtingarinnar. Jafnræði var ekki í augsýn. Ef lausn síðustu ríkisstjórnar hefði náð fram að ganga hefðu menn staðið frammi fyrir sömu vandamálum aftur þegar nýtingarsamningum hefði lokið. Sú ríkisstjórn sem núna situr virðist eftir því sem ég kemst næst vilja byggja á hugmyndum svokallaðrar „sáttanefndar“, og þar með nýtingarsamningum, en vill varðveita sem mest núgildandi stjórnkerfi. Sami gallinn er við þá leið, sá að með henni næst ekki frambúðarlausn á aðgangi að nýtingu auðlindarinnar. Menn virðast gleyma sér í umræðu um hvert skuli vera eðlilegt endurgjald og hvernig skuli reikna það en horfa fram hjá því hvernig eigi að tryggja jafnræði til að fá úthlutað veiðirétti. Ríkisstjórnin hefur a.m.k. ekki sett fram hvernig jafnræði til nýtingarinnar verði komið á.Einföld breyting Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. júní.Þar nefnir hann þá leið að selja á markaði tiltekin prósent veiðiheimilda árlega. Þessi einfalda leið getur leyst deiluna um upphæð veiðigjaldsins vegna þess að þá ákveða útgerðarmenn sjálfir upphæð gjaldsins. Hún kemur jafnframt á jafnræði til nýtingarinnar. Í raun þyrfti ekki að breyta neinu öðru í lögunum um stjórn fiskveiða til að leysa aðaldeilurnar um eignarhald og jafnræði til nýtingar. Deilan um það hvernig eigi að orða stjórnarskrárákvæðið yrði þar með úr sögunni vegna þess að ágreiningsefnið væri horfið. Menn gætu hins vegar haldið áfram eðlilegum rökræðum um stjórn veiðanna sem er eðli máls samkvæmt viðvarandi verkefni. Til að skera úr um þá prósentu veiðiréttar sem setja ætti á markað þyrfti vandaða umfjöllun fræðimanna. Fimm prósent myndu jafngilda tuttugu ára veiðirétti en það er sú tímalengd sem oftast hefur verið nefnd í umræðunni um nýtingarsamninga. Prósentuna þarf hins vegar að velja með það í huga að langtímaveiðiréttur verði eðlilega verðlagður. Þetta er afar mikilvægt til að önnur viðskipti með veiðirétt geti verið á réttum grundvelli.Ég tek ofan Útgerðarmenn sem hafa keypt veiðirétt hafa mótmælt þessari aðferð harkalega og segjast fara á hausinn verði þetta gert. Þeirra hlut mætti rétta með endurgreiðslu á hluta þess verðs sem fengist á markaðnum í tiltekinn árafjölda. Ég fagna því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins bendir á leið af þessu tagi og tek ofan fyrir honum að setja hana fram. Ég skora á alla alþingismenn að sameinast um að fresta afgreiðslu á frumvarpi sjávarútvegsráðherra og leita sátta á þeim grundvelli sem Þorsteinn bendir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa yfir þrjátíu þúsund manns skrifað undir mótmæli vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda. Fólkið sem tekur þátt í þessum undirskriftum er í raun ekki að segja að nefnd tegund veiðigjalda sé eina aðferðin sem komi til greina. Það vill einfaldlega að eðlilegt endurgjald fáist fyrir að nýta fiskimiðin. Allir stjórnmálaflokkar segja að þjóðin eigi auðlindina og eru nú teknir á orðinu. Ef Alþingi samt sem áður samþykkir þetta frumvarp mun forsetinn, ef hann er samkvæmur sjálfum sér, synja því staðfestingar. Þá þyrfti þjóðin að kjósa um óboðlega kosti. Annars vegar bráðabirgðaákvæði um afar lágt gjald og hins vegar gallað fyrirkomulag sem ekki tryggir þjóðinni eðlilegt endurgjald og yrði þó ýmsum útgerðarformum óbærilegt. Af þessum ástæðum get ég ekki skrifað undir mótmælaskjalið.Jafnræði ekki í augsýn Sú aðferð sem felst í núgildandi lögum um sérstakt veiðigjald hentar illa til að innheimta gjald fyrir afnot auðlindar sem þarf á sem frjálsustum viðskiptum að halda. Heildarlausn síðustu ríkisstjórnar fólst annars vegar í fyrrnefndu veiðigjaldi og hins vegar frumvarpi sem byggði á nýtingarsamningum og flóknu potta- og útdeilingarkerfi. Aðalgallinn við þá leið var þó sá að ekki sá fyrir endann á forgangi núverandi kvótahafa til nýtingarinnar. Jafnræði var ekki í augsýn. Ef lausn síðustu ríkisstjórnar hefði náð fram að ganga hefðu menn staðið frammi fyrir sömu vandamálum aftur þegar nýtingarsamningum hefði lokið. Sú ríkisstjórn sem núna situr virðist eftir því sem ég kemst næst vilja byggja á hugmyndum svokallaðrar „sáttanefndar“, og þar með nýtingarsamningum, en vill varðveita sem mest núgildandi stjórnkerfi. Sami gallinn er við þá leið, sá að með henni næst ekki frambúðarlausn á aðgangi að nýtingu auðlindarinnar. Menn virðast gleyma sér í umræðu um hvert skuli vera eðlilegt endurgjald og hvernig skuli reikna það en horfa fram hjá því hvernig eigi að tryggja jafnræði til að fá úthlutað veiðirétti. Ríkisstjórnin hefur a.m.k. ekki sett fram hvernig jafnræði til nýtingarinnar verði komið á.Einföld breyting Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. júní.Þar nefnir hann þá leið að selja á markaði tiltekin prósent veiðiheimilda árlega. Þessi einfalda leið getur leyst deiluna um upphæð veiðigjaldsins vegna þess að þá ákveða útgerðarmenn sjálfir upphæð gjaldsins. Hún kemur jafnframt á jafnræði til nýtingarinnar. Í raun þyrfti ekki að breyta neinu öðru í lögunum um stjórn fiskveiða til að leysa aðaldeilurnar um eignarhald og jafnræði til nýtingar. Deilan um það hvernig eigi að orða stjórnarskrárákvæðið yrði þar með úr sögunni vegna þess að ágreiningsefnið væri horfið. Menn gætu hins vegar haldið áfram eðlilegum rökræðum um stjórn veiðanna sem er eðli máls samkvæmt viðvarandi verkefni. Til að skera úr um þá prósentu veiðiréttar sem setja ætti á markað þyrfti vandaða umfjöllun fræðimanna. Fimm prósent myndu jafngilda tuttugu ára veiðirétti en það er sú tímalengd sem oftast hefur verið nefnd í umræðunni um nýtingarsamninga. Prósentuna þarf hins vegar að velja með það í huga að langtímaveiðiréttur verði eðlilega verðlagður. Þetta er afar mikilvægt til að önnur viðskipti með veiðirétt geti verið á réttum grundvelli.Ég tek ofan Útgerðarmenn sem hafa keypt veiðirétt hafa mótmælt þessari aðferð harkalega og segjast fara á hausinn verði þetta gert. Þeirra hlut mætti rétta með endurgreiðslu á hluta þess verðs sem fengist á markaðnum í tiltekinn árafjölda. Ég fagna því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins bendir á leið af þessu tagi og tek ofan fyrir honum að setja hana fram. Ég skora á alla alþingismenn að sameinast um að fresta afgreiðslu á frumvarpi sjávarútvegsráðherra og leita sátta á þeim grundvelli sem Þorsteinn bendir á.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar