Tækifæri til sátta Jóhann Ársælsson skrifar 27. júní 2013 06:00 Þegar þetta er skrifað hafa yfir þrjátíu þúsund manns skrifað undir mótmæli vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda. Fólkið sem tekur þátt í þessum undirskriftum er í raun ekki að segja að nefnd tegund veiðigjalda sé eina aðferðin sem komi til greina. Það vill einfaldlega að eðlilegt endurgjald fáist fyrir að nýta fiskimiðin. Allir stjórnmálaflokkar segja að þjóðin eigi auðlindina og eru nú teknir á orðinu. Ef Alþingi samt sem áður samþykkir þetta frumvarp mun forsetinn, ef hann er samkvæmur sjálfum sér, synja því staðfestingar. Þá þyrfti þjóðin að kjósa um óboðlega kosti. Annars vegar bráðabirgðaákvæði um afar lágt gjald og hins vegar gallað fyrirkomulag sem ekki tryggir þjóðinni eðlilegt endurgjald og yrði þó ýmsum útgerðarformum óbærilegt. Af þessum ástæðum get ég ekki skrifað undir mótmælaskjalið.Jafnræði ekki í augsýn Sú aðferð sem felst í núgildandi lögum um sérstakt veiðigjald hentar illa til að innheimta gjald fyrir afnot auðlindar sem þarf á sem frjálsustum viðskiptum að halda. Heildarlausn síðustu ríkisstjórnar fólst annars vegar í fyrrnefndu veiðigjaldi og hins vegar frumvarpi sem byggði á nýtingarsamningum og flóknu potta- og útdeilingarkerfi. Aðalgallinn við þá leið var þó sá að ekki sá fyrir endann á forgangi núverandi kvótahafa til nýtingarinnar. Jafnræði var ekki í augsýn. Ef lausn síðustu ríkisstjórnar hefði náð fram að ganga hefðu menn staðið frammi fyrir sömu vandamálum aftur þegar nýtingarsamningum hefði lokið. Sú ríkisstjórn sem núna situr virðist eftir því sem ég kemst næst vilja byggja á hugmyndum svokallaðrar „sáttanefndar“, og þar með nýtingarsamningum, en vill varðveita sem mest núgildandi stjórnkerfi. Sami gallinn er við þá leið, sá að með henni næst ekki frambúðarlausn á aðgangi að nýtingu auðlindarinnar. Menn virðast gleyma sér í umræðu um hvert skuli vera eðlilegt endurgjald og hvernig skuli reikna það en horfa fram hjá því hvernig eigi að tryggja jafnræði til að fá úthlutað veiðirétti. Ríkisstjórnin hefur a.m.k. ekki sett fram hvernig jafnræði til nýtingarinnar verði komið á.Einföld breyting Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. júní.Þar nefnir hann þá leið að selja á markaði tiltekin prósent veiðiheimilda árlega. Þessi einfalda leið getur leyst deiluna um upphæð veiðigjaldsins vegna þess að þá ákveða útgerðarmenn sjálfir upphæð gjaldsins. Hún kemur jafnframt á jafnræði til nýtingarinnar. Í raun þyrfti ekki að breyta neinu öðru í lögunum um stjórn fiskveiða til að leysa aðaldeilurnar um eignarhald og jafnræði til nýtingar. Deilan um það hvernig eigi að orða stjórnarskrárákvæðið yrði þar með úr sögunni vegna þess að ágreiningsefnið væri horfið. Menn gætu hins vegar haldið áfram eðlilegum rökræðum um stjórn veiðanna sem er eðli máls samkvæmt viðvarandi verkefni. Til að skera úr um þá prósentu veiðiréttar sem setja ætti á markað þyrfti vandaða umfjöllun fræðimanna. Fimm prósent myndu jafngilda tuttugu ára veiðirétti en það er sú tímalengd sem oftast hefur verið nefnd í umræðunni um nýtingarsamninga. Prósentuna þarf hins vegar að velja með það í huga að langtímaveiðiréttur verði eðlilega verðlagður. Þetta er afar mikilvægt til að önnur viðskipti með veiðirétt geti verið á réttum grundvelli.Ég tek ofan Útgerðarmenn sem hafa keypt veiðirétt hafa mótmælt þessari aðferð harkalega og segjast fara á hausinn verði þetta gert. Þeirra hlut mætti rétta með endurgreiðslu á hluta þess verðs sem fengist á markaðnum í tiltekinn árafjölda. Ég fagna því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins bendir á leið af þessu tagi og tek ofan fyrir honum að setja hana fram. Ég skora á alla alþingismenn að sameinast um að fresta afgreiðslu á frumvarpi sjávarútvegsráðherra og leita sátta á þeim grundvelli sem Þorsteinn bendir á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa yfir þrjátíu þúsund manns skrifað undir mótmæli vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda. Fólkið sem tekur þátt í þessum undirskriftum er í raun ekki að segja að nefnd tegund veiðigjalda sé eina aðferðin sem komi til greina. Það vill einfaldlega að eðlilegt endurgjald fáist fyrir að nýta fiskimiðin. Allir stjórnmálaflokkar segja að þjóðin eigi auðlindina og eru nú teknir á orðinu. Ef Alþingi samt sem áður samþykkir þetta frumvarp mun forsetinn, ef hann er samkvæmur sjálfum sér, synja því staðfestingar. Þá þyrfti þjóðin að kjósa um óboðlega kosti. Annars vegar bráðabirgðaákvæði um afar lágt gjald og hins vegar gallað fyrirkomulag sem ekki tryggir þjóðinni eðlilegt endurgjald og yrði þó ýmsum útgerðarformum óbærilegt. Af þessum ástæðum get ég ekki skrifað undir mótmælaskjalið.Jafnræði ekki í augsýn Sú aðferð sem felst í núgildandi lögum um sérstakt veiðigjald hentar illa til að innheimta gjald fyrir afnot auðlindar sem þarf á sem frjálsustum viðskiptum að halda. Heildarlausn síðustu ríkisstjórnar fólst annars vegar í fyrrnefndu veiðigjaldi og hins vegar frumvarpi sem byggði á nýtingarsamningum og flóknu potta- og útdeilingarkerfi. Aðalgallinn við þá leið var þó sá að ekki sá fyrir endann á forgangi núverandi kvótahafa til nýtingarinnar. Jafnræði var ekki í augsýn. Ef lausn síðustu ríkisstjórnar hefði náð fram að ganga hefðu menn staðið frammi fyrir sömu vandamálum aftur þegar nýtingarsamningum hefði lokið. Sú ríkisstjórn sem núna situr virðist eftir því sem ég kemst næst vilja byggja á hugmyndum svokallaðrar „sáttanefndar“, og þar með nýtingarsamningum, en vill varðveita sem mest núgildandi stjórnkerfi. Sami gallinn er við þá leið, sá að með henni næst ekki frambúðarlausn á aðgangi að nýtingu auðlindarinnar. Menn virðast gleyma sér í umræðu um hvert skuli vera eðlilegt endurgjald og hvernig skuli reikna það en horfa fram hjá því hvernig eigi að tryggja jafnræði til að fá úthlutað veiðirétti. Ríkisstjórnin hefur a.m.k. ekki sett fram hvernig jafnræði til nýtingarinnar verði komið á.Einföld breyting Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið þann 22. júní.Þar nefnir hann þá leið að selja á markaði tiltekin prósent veiðiheimilda árlega. Þessi einfalda leið getur leyst deiluna um upphæð veiðigjaldsins vegna þess að þá ákveða útgerðarmenn sjálfir upphæð gjaldsins. Hún kemur jafnframt á jafnræði til nýtingarinnar. Í raun þyrfti ekki að breyta neinu öðru í lögunum um stjórn fiskveiða til að leysa aðaldeilurnar um eignarhald og jafnræði til nýtingar. Deilan um það hvernig eigi að orða stjórnarskrárákvæðið yrði þar með úr sögunni vegna þess að ágreiningsefnið væri horfið. Menn gætu hins vegar haldið áfram eðlilegum rökræðum um stjórn veiðanna sem er eðli máls samkvæmt viðvarandi verkefni. Til að skera úr um þá prósentu veiðiréttar sem setja ætti á markað þyrfti vandaða umfjöllun fræðimanna. Fimm prósent myndu jafngilda tuttugu ára veiðirétti en það er sú tímalengd sem oftast hefur verið nefnd í umræðunni um nýtingarsamninga. Prósentuna þarf hins vegar að velja með það í huga að langtímaveiðiréttur verði eðlilega verðlagður. Þetta er afar mikilvægt til að önnur viðskipti með veiðirétt geti verið á réttum grundvelli.Ég tek ofan Útgerðarmenn sem hafa keypt veiðirétt hafa mótmælt þessari aðferð harkalega og segjast fara á hausinn verði þetta gert. Þeirra hlut mætti rétta með endurgreiðslu á hluta þess verðs sem fengist á markaðnum í tiltekinn árafjölda. Ég fagna því að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins bendir á leið af þessu tagi og tek ofan fyrir honum að setja hana fram. Ég skora á alla alþingismenn að sameinast um að fresta afgreiðslu á frumvarpi sjávarútvegsráðherra og leita sátta á þeim grundvelli sem Þorsteinn bendir á.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar