Horfa þarf á heildarmyndina Valgerður Eiríksdóttir skrifar 27. júní 2013 06:00 Að undanförnu hefur menntun íslenskra ungmenna vakið áhuga fjölmiðla. Ástæðan er skýrsla þverpólitísks og þverfaglegs samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi. Umfjöllunin hefur vakið áhuga minn og vonir um framsækni til að gera góðan skóla betri. Skóli á að þróast í takt við síbreytilegt þjóðfélag enda er kveðið á um það í öllum lögum og reglugerðum sem um hann gilda. Allir eru sammála um að íslenskir skólar skuli ætíð veita bestu menntun sem völ er á, hvort sem viðkomandi menntastofnun heyrir undir ríki eða sveitarfélag. Ég fagna því að skólastarf í landinu verði skoðað með tilliti til efnahagslegrar hagsældar og vonandi verður litið til langrar framtíðar. Augljóslega er stefnt að því að ná fram sparnaði og þá skiptir máli hvernig, og hvað menn hyggjast fá fram. Ég geri fastlega ráð fyrir að breytingar á skólastarfi sem gerðar hafa verið í þverpólitískri sátt á undanförum árum séu komnar til að vera og afturhvarf til gamalla tíma þyki ekki fýsilegur kostur. Með grunnskólalögunum 1974 var stigið farsælt skref í áttina að skóla fyrir alla. Þá var horfið frá því að draga nemendur í dilka eftir námsgetu. Fyrir þann tíma tíðkaðist að vera með fjölmenna bekki nemenda með góða námsgetu og aðra fámennari sem gjarnan fengu viðurnefnið tossabekkir.Aukning á vinnuframlagi Í áðurnefndri skýrslu samráðshópsins um aukna hagsæld á Íslandi er að finna hugmynd um að fjölga nemendum í námshópum og auka kennslutíma kennara. Þannig á að spara fé, m.a. til að greiða kennurum hærri laun. Umræðan um laun kennara er ekki ný af nálinni; hún hefur fylgt mér líkt og skuggi alla starfsævi mína. Enginn veit þó betur en þeir sem starfa í grunnskólanum að stækkun nemendahópa styður ekki við hugmyndina um bestu menntun fyrir nemendur. Hins vegar heyri ég marga, bæði lærða og leika, henda hana á lofti. Í nýlegri könnun á vinnuframlagi kennara sem Félag grunnskólakennara og Samband sveitarfélaga stóðu saman að kemur fram að kennarar skila vinnu langt umfram það sem þeir fá greitt fyrir. Staðreyndin er að áðurnefndar breytingar á starfinu hafa haft í för með sér verulega aukningu á vinnuframlagi af þeirra hálfu. Í lögum um skóla án aðgreiningar felst aukin vinna, m.a. í gerð einstaklingsnámskráa, breyttum samskiptum við foreldra og ótal fundum með sérfræðingum sem koma að málefnum barna. Þá eru ótaldar kröfurnar um að skólinn taki að sér meiri fræðslu af ýmsu tagi.Heildarmyndin Á Íslandi hefur ríkt sátt um grunnskólana. Hver skóli setur sér eigin námskrá og gróskan er jafnmikil og skólarnir eru margir. Þar vinna samviskusamir kennarar sem eiga að njóta sannmælis. Allar upphrópanir um að þeir sinni ekki starfi sínu dæma sig sjálfar. Hvað er átt við þegar talað er um að fjölga í námshópum og velja hæfustu kennarana til starfa? Það er kunnugleg tugga úr fortíðinni en nútíminn krefst hugmynda um skólaumhverfi morgundagsins. Er stækkun nemendahópa og fleiri kennslustundir kennara líkleg til að hækka launin og laða fólk að kennaranámi? Á að spara með því að segja upp stuðningsfulltrúum, eða fjölga þeim í samræmi við stækkandi námshópa? Á kennari eingöngu að sinna kennslu og undirbúningi? Hver á þá að vinna með sérfræðingunum að velferð nemenda? Á að fella úr gildi lög um skóla án aðgreiningar og hverfa aftur til flokkunar nemenda? Er samfélagslegur byr með þessum hugmyndum? Þessar spurningar krefjast svara. Það kæmi verulega á óvart ef foreldrasamfélagið legði blessun sína yfir þessar hugmyndir. Foreldrar hafa skorist í leikinn þegar skólayfirvöld einstakra skóla hafa ætlað að grípa til stækkunar nemendahópa. Ég hvet ráðamenn til að horfa á heildarmyndina áður en ákvarðanir eru teknar og kennara, foreldra og aðra sem að menntunar- og uppeldismálum koma til að tjá sig um þetta mikilvæga málefni. Grunnskóli er stór vinnustaður barna og fullorðinna sem krefst mikils sveigjanleika. Hvernig verður hann metinn inn í excel-skjal sem reiknar út hagsæld á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur menntun íslenskra ungmenna vakið áhuga fjölmiðla. Ástæðan er skýrsla þverpólitísks og þverfaglegs samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi. Umfjöllunin hefur vakið áhuga minn og vonir um framsækni til að gera góðan skóla betri. Skóli á að þróast í takt við síbreytilegt þjóðfélag enda er kveðið á um það í öllum lögum og reglugerðum sem um hann gilda. Allir eru sammála um að íslenskir skólar skuli ætíð veita bestu menntun sem völ er á, hvort sem viðkomandi menntastofnun heyrir undir ríki eða sveitarfélag. Ég fagna því að skólastarf í landinu verði skoðað með tilliti til efnahagslegrar hagsældar og vonandi verður litið til langrar framtíðar. Augljóslega er stefnt að því að ná fram sparnaði og þá skiptir máli hvernig, og hvað menn hyggjast fá fram. Ég geri fastlega ráð fyrir að breytingar á skólastarfi sem gerðar hafa verið í þverpólitískri sátt á undanförum árum séu komnar til að vera og afturhvarf til gamalla tíma þyki ekki fýsilegur kostur. Með grunnskólalögunum 1974 var stigið farsælt skref í áttina að skóla fyrir alla. Þá var horfið frá því að draga nemendur í dilka eftir námsgetu. Fyrir þann tíma tíðkaðist að vera með fjölmenna bekki nemenda með góða námsgetu og aðra fámennari sem gjarnan fengu viðurnefnið tossabekkir.Aukning á vinnuframlagi Í áðurnefndri skýrslu samráðshópsins um aukna hagsæld á Íslandi er að finna hugmynd um að fjölga nemendum í námshópum og auka kennslutíma kennara. Þannig á að spara fé, m.a. til að greiða kennurum hærri laun. Umræðan um laun kennara er ekki ný af nálinni; hún hefur fylgt mér líkt og skuggi alla starfsævi mína. Enginn veit þó betur en þeir sem starfa í grunnskólanum að stækkun nemendahópa styður ekki við hugmyndina um bestu menntun fyrir nemendur. Hins vegar heyri ég marga, bæði lærða og leika, henda hana á lofti. Í nýlegri könnun á vinnuframlagi kennara sem Félag grunnskólakennara og Samband sveitarfélaga stóðu saman að kemur fram að kennarar skila vinnu langt umfram það sem þeir fá greitt fyrir. Staðreyndin er að áðurnefndar breytingar á starfinu hafa haft í för með sér verulega aukningu á vinnuframlagi af þeirra hálfu. Í lögum um skóla án aðgreiningar felst aukin vinna, m.a. í gerð einstaklingsnámskráa, breyttum samskiptum við foreldra og ótal fundum með sérfræðingum sem koma að málefnum barna. Þá eru ótaldar kröfurnar um að skólinn taki að sér meiri fræðslu af ýmsu tagi.Heildarmyndin Á Íslandi hefur ríkt sátt um grunnskólana. Hver skóli setur sér eigin námskrá og gróskan er jafnmikil og skólarnir eru margir. Þar vinna samviskusamir kennarar sem eiga að njóta sannmælis. Allar upphrópanir um að þeir sinni ekki starfi sínu dæma sig sjálfar. Hvað er átt við þegar talað er um að fjölga í námshópum og velja hæfustu kennarana til starfa? Það er kunnugleg tugga úr fortíðinni en nútíminn krefst hugmynda um skólaumhverfi morgundagsins. Er stækkun nemendahópa og fleiri kennslustundir kennara líkleg til að hækka launin og laða fólk að kennaranámi? Á að spara með því að segja upp stuðningsfulltrúum, eða fjölga þeim í samræmi við stækkandi námshópa? Á kennari eingöngu að sinna kennslu og undirbúningi? Hver á þá að vinna með sérfræðingunum að velferð nemenda? Á að fella úr gildi lög um skóla án aðgreiningar og hverfa aftur til flokkunar nemenda? Er samfélagslegur byr með þessum hugmyndum? Þessar spurningar krefjast svara. Það kæmi verulega á óvart ef foreldrasamfélagið legði blessun sína yfir þessar hugmyndir. Foreldrar hafa skorist í leikinn þegar skólayfirvöld einstakra skóla hafa ætlað að grípa til stækkunar nemendahópa. Ég hvet ráðamenn til að horfa á heildarmyndina áður en ákvarðanir eru teknar og kennara, foreldra og aðra sem að menntunar- og uppeldismálum koma til að tjá sig um þetta mikilvæga málefni. Grunnskóli er stór vinnustaður barna og fullorðinna sem krefst mikils sveigjanleika. Hvernig verður hann metinn inn í excel-skjal sem reiknar út hagsæld á Íslandi?
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun