Vitru aparnir þrír Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 22. júní 2013 06:00 „Raddirnar eru þagnaðar,“ skrifaði Ingimar Einarsson í Fréttablaðið 6. júní síðastliðinn. Sjálf hef ég margoft komist í tæri við lokuð augu og eyru innan heilbrigðiskerfisins svo þetta varð ný opinberun fyrir mig. Við lestur greinar hans kom í huga minn myndin af vitru öpunum þremur. Þeir eru kallaðir: Mizaru, sem heldur fyrir augun því hann vill ekki sjá neitt illt (see no evil), Kikazaru, sem heldur fyrir eyrun því hann vill ekki heyra neitt ljótt (hear no evil) og Iwazaru, sem heldur fyrir munninn því hann vill ekki segja neitt ljótt (speak no evil). Stundum er fjórða apanum einnig lýst, Shizaru, með krosslagðar hendur því hann vill ekki gera neitt illt (do no evil). Viskuna sem dregin er af apamyndinni má túlka á ýmsa vegu og algengasta túlkunin er að vera vel meinandi í hugsun, tali og gjörðum. Í vestrænum menningarsamfélögum skírskotar spekin til siðferðilegs ábyrgðarleysis, þ.e. fólks sem neitar að kannast við það sem er óviðeigandi, lítur undan þegar óþægilegir hlutir gerast og verða þar með fávísir (apar).Snéru við blaðinu Íslendingar urðu þeirrar gæfu aðnjótandi síðastliðinn vetur þegar þessi viska rann upp fyrir þjóðinni varðandi ofbeldi gegn börnum. Fjöldi barnaníðinga var sviptur skjólinu sem fylgir þögninni og valdníðslan stöðvuð. Margir gerðu sér grein fyrir að þeir höfðu tekið visku apanna of hátíðlega og snéru við blaðinu. Þetta þurfum við að muna svo við sofnum ekki aftur á verðinum. Sama opinberun þarf að eiga sér stað í heilbrigðiskerfinu því líkur eru á að um 500 manns verði fyrir varanlegu heilsutjóni í kjölfar mistaka ár hvert. Helmingur þessa hóps lætur lífið og hinn helmingurinn verður fyrir varanlegu tjóni, að ógleymdum hinum 2.000 sem verða fyrir óhappaatvikum. Já, það bætast 2.500 manns við ár hvert sem þjást vegna þessa, að ógleymdum aðstandendum. Það vill enginn hafa þetta svona. Nú er beðið eftir niðurstöðu rannsóknar á þessari staðreynd því kerfið neitar að trúa þessu. Neitar að trúa því að við séum á sama báti og aðrar þjóðir, neita að trúa að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé ekki betra en annarra þjóða. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sem hófst 2010 hafa valdið rannsakendum vonbrigðum því niðurstöður stefna einmitt í þennan raunveruleika. Okkar heilbrigðiskerfi er ekki betra en heilbrigðiskerfi þjóða sem við berum okkur saman við, þrátt fyrir gott starfsfólk.Hlusta þarf á sjúklinga Á dögum Jesú voru það farísear og fræðimenn sem þoldu illa að hann gerði gott og læknaði fólk á hvíldardegi. Þeir ákváðu að túlka lögmálið sem heilagan sannleika og höfnuðu öllum undantekningum. Við vitum hvernig sú saga endaði. Kannski eru framkvæmdastjórnir stofnana og heilbrigðisyfirvöld í þessum sama ham, trúa apaviskunni sem heilögum sannleika án undantekninga. Ég myndi halda að það væri þess virði að opna eyru og augu fyrir því sem er að gerast og hlusta á sjúklingana þótt þeir séu ekki sprenglærðir fræðimenn í sama skilningi og margt heilbrigðisstarfsfólk. Samkvæmt áðurnefndri grein Ingimars var það löggjafinn sem þaggaði endanlega niður raddir almennings í heilbrigðisþjónustunni, þvert á tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) með setningu laga nr. 40/2007. Það þarf ekki að bíða eftir því að sett verði lög sem heimila heilbrigðisstarfsfólki að hlusta. Það þarf heldur ekki að gera neinar vísindalegar rannsóknir um hvort taka eigi mark á sjúklingum heldur þarf að einbeita sér að því sem þeir hafa að segja. Almenningur og sjúklingar eiga að hafa formlega aðkomu að þróun og stjórnun heilbrigðisþjónustunnar. Annað er fornaldarlegt og úrelt þróun. Einnig þarf að koma sjónarmiðum sjúklinga að í úrvinnslu atvika/kvartana og tryggja óháða og gagnsæja úrvinnslu slíkra mála. Stjórnendur og embættisfólk getur haft frumkvæði að því að koma slíku á laggirnar og skapað það rými sem þarf óháð Alþingi. Síðan þarf að tala saman á jákvæðum og uppbyggilegum nótum eins og allir vilja sjá gerast. Það er enginn að leita að sökudólgi heldur þarf að búa til vettvang til að læra og gera betur. Það er bara spurning hvort heilbrigðisstarfsfólk treysti sjúklingum til að taka þátt í slíku samstarfi. Sjúklingar eru neyddir til að treysta heilbrigðisstarfsfólki, þeir hafa ekkert val. Hvert geta þeir farið annað þegar heilsan bilar? Það er komið að því að við treystum almenningi og sjúklingum til að leggja til málanna. Þá fyrst verður hægt að tala um heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
„Raddirnar eru þagnaðar,“ skrifaði Ingimar Einarsson í Fréttablaðið 6. júní síðastliðinn. Sjálf hef ég margoft komist í tæri við lokuð augu og eyru innan heilbrigðiskerfisins svo þetta varð ný opinberun fyrir mig. Við lestur greinar hans kom í huga minn myndin af vitru öpunum þremur. Þeir eru kallaðir: Mizaru, sem heldur fyrir augun því hann vill ekki sjá neitt illt (see no evil), Kikazaru, sem heldur fyrir eyrun því hann vill ekki heyra neitt ljótt (hear no evil) og Iwazaru, sem heldur fyrir munninn því hann vill ekki segja neitt ljótt (speak no evil). Stundum er fjórða apanum einnig lýst, Shizaru, með krosslagðar hendur því hann vill ekki gera neitt illt (do no evil). Viskuna sem dregin er af apamyndinni má túlka á ýmsa vegu og algengasta túlkunin er að vera vel meinandi í hugsun, tali og gjörðum. Í vestrænum menningarsamfélögum skírskotar spekin til siðferðilegs ábyrgðarleysis, þ.e. fólks sem neitar að kannast við það sem er óviðeigandi, lítur undan þegar óþægilegir hlutir gerast og verða þar með fávísir (apar).Snéru við blaðinu Íslendingar urðu þeirrar gæfu aðnjótandi síðastliðinn vetur þegar þessi viska rann upp fyrir þjóðinni varðandi ofbeldi gegn börnum. Fjöldi barnaníðinga var sviptur skjólinu sem fylgir þögninni og valdníðslan stöðvuð. Margir gerðu sér grein fyrir að þeir höfðu tekið visku apanna of hátíðlega og snéru við blaðinu. Þetta þurfum við að muna svo við sofnum ekki aftur á verðinum. Sama opinberun þarf að eiga sér stað í heilbrigðiskerfinu því líkur eru á að um 500 manns verði fyrir varanlegu heilsutjóni í kjölfar mistaka ár hvert. Helmingur þessa hóps lætur lífið og hinn helmingurinn verður fyrir varanlegu tjóni, að ógleymdum hinum 2.000 sem verða fyrir óhappaatvikum. Já, það bætast 2.500 manns við ár hvert sem þjást vegna þessa, að ógleymdum aðstandendum. Það vill enginn hafa þetta svona. Nú er beðið eftir niðurstöðu rannsóknar á þessari staðreynd því kerfið neitar að trúa þessu. Neitar að trúa því að við séum á sama báti og aðrar þjóðir, neita að trúa að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé ekki betra en annarra þjóða. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sem hófst 2010 hafa valdið rannsakendum vonbrigðum því niðurstöður stefna einmitt í þennan raunveruleika. Okkar heilbrigðiskerfi er ekki betra en heilbrigðiskerfi þjóða sem við berum okkur saman við, þrátt fyrir gott starfsfólk.Hlusta þarf á sjúklinga Á dögum Jesú voru það farísear og fræðimenn sem þoldu illa að hann gerði gott og læknaði fólk á hvíldardegi. Þeir ákváðu að túlka lögmálið sem heilagan sannleika og höfnuðu öllum undantekningum. Við vitum hvernig sú saga endaði. Kannski eru framkvæmdastjórnir stofnana og heilbrigðisyfirvöld í þessum sama ham, trúa apaviskunni sem heilögum sannleika án undantekninga. Ég myndi halda að það væri þess virði að opna eyru og augu fyrir því sem er að gerast og hlusta á sjúklingana þótt þeir séu ekki sprenglærðir fræðimenn í sama skilningi og margt heilbrigðisstarfsfólk. Samkvæmt áðurnefndri grein Ingimars var það löggjafinn sem þaggaði endanlega niður raddir almennings í heilbrigðisþjónustunni, þvert á tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) með setningu laga nr. 40/2007. Það þarf ekki að bíða eftir því að sett verði lög sem heimila heilbrigðisstarfsfólki að hlusta. Það þarf heldur ekki að gera neinar vísindalegar rannsóknir um hvort taka eigi mark á sjúklingum heldur þarf að einbeita sér að því sem þeir hafa að segja. Almenningur og sjúklingar eiga að hafa formlega aðkomu að þróun og stjórnun heilbrigðisþjónustunnar. Annað er fornaldarlegt og úrelt þróun. Einnig þarf að koma sjónarmiðum sjúklinga að í úrvinnslu atvika/kvartana og tryggja óháða og gagnsæja úrvinnslu slíkra mála. Stjórnendur og embættisfólk getur haft frumkvæði að því að koma slíku á laggirnar og skapað það rými sem þarf óháð Alþingi. Síðan þarf að tala saman á jákvæðum og uppbyggilegum nótum eins og allir vilja sjá gerast. Það er enginn að leita að sökudólgi heldur þarf að búa til vettvang til að læra og gera betur. Það er bara spurning hvort heilbrigðisstarfsfólk treysti sjúklingum til að taka þátt í slíku samstarfi. Sjúklingar eru neyddir til að treysta heilbrigðisstarfsfólki, þeir hafa ekkert val. Hvert geta þeir farið annað þegar heilsan bilar? Það er komið að því að við treystum almenningi og sjúklingum til að leggja til málanna. Þá fyrst verður hægt að tala um heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun