Lífið

Berjast fyrir Barnaspítalann

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Þeir Geir Ólafs og Rökkvi Vésteinsson ætla að reyna með sér í fangbragðaglímu. Allur ágóði bardagans rennur til Barnaspítala Hringsins.
Þeir Geir Ólafs og Rökkvi Vésteinsson ætla að reyna með sér í fangbragðaglímu. Allur ágóði bardagans rennur til Barnaspítala Hringsins.
„Ég er bara á fullu við það að undirbúa mig, undir bardaga ársins,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson, en hinn 13. júlí ætlar hann að keppa við uppistandarann Rökkva Vésteinsson í glímu og mun allur ágóði renna óskertur til Barnaspítala Hringsins.„Við Rökkvi erum kollegar í skemmtanaiðnaðinum, hann hefur verið að æfa jújítsú í einhvern tíma og ég hef verið að æfa júdó. Hann skoraði á mig að keppa við sig þar sem við reynum að blanda saman þessum tveimur greinum eins vel og hægt er. Þannig munum við svo berjast,“ segir Geir.Glímt verður í þrjár fimm mínútna lotur, þar sem stig fást fyrir að þvinga andstæðinginn til uppgjafar eða kasta honum í gólfið með júdóköstum. Bardaginn fer fram í húsi bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis en Geir segist ekki hafa æft þar áður. „Ég æfi á fullu í Júdófélagi Reykjavíkur. Þar eru mínir stuðningsmenn.“Miðasala á bardagann er hafin á Midi.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.