
Skilaboð frá Snowden
Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.
Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi.
Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi.
Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir.
Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“.
Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni.
Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar.
Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni?
Skoðun

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni
Jón Ármann Steinsson skrifar

Hálfleikur
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Kvóti á kyrrð öræfanna
Haukur Arnþórsson skrifar

Burt með sjálftöku og spillingu
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ríkislögreglustjóri hótar héraðsdómi
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu
Sandra B. Franks skrifar

Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar?
Finnur Birgisson skrifar

Götóttar kvíar og enn lekara regluverk
Tómas Guðbjartsson skrifar

Svar við grein Samuel Rostøl
Jón Vigfús Guðjónsson skrifar

Forvarnir gegn fávisku
Birgir Dýrfjörð skrifar

Hungurverkfall í 21 dag
Samuel Rostøl skrifar

Bergið headspace er 5 ára
Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar

Neistaflug
Guðmundur Engilbertsson skrifar

Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030
Auður Hrefna Guðmundsdóttir,Vala Karen Viðarsdóttir skrifar

Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða
Anna Lilja Björnsdóttir,Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar

Hugum að heyrn
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn
Ágúst Mogensen skrifar

Stór orð en ekkert fjármagn
Kristrún Frostadóttir skrifar

Lýðheilsulög?
Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar

Hvati til orkuskipta
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Frelsi á útsölu
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Gervigreind og höfundaréttur
Henry Alexander Henrysson skrifar

Aðstandendur heilabilunarsjúklinga
Magnús Karl Magnússon skrifar

Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu?
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Kosningar í Póllandi
Jacek Godek skrifar

Velferð við upphaf þingvetrar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Orkulaus orkuskipti?
Jón Trausti Ólafsson skrifar

Er samtalið búið?
Guðlaugur Bragason skrifar