Opið bréf til Björns Zoëga og framkvæmdastjórnar LSH 17. júní 2013 10:00 Það hefur ekki farið framhjá neinum að álag á Landspítalanum hefur aukist til muna sl. ár og heldur bara áfram að aukast án þess að í sjónmáli sé breyting þar á. Lyflækningasvið Landspítala er stærsta sviðið með miklu sjúklingaflæði. Þar er daglegt brauð að ekki finnist pláss fyrir sjúklinga sem leggja á inn og er því oft gripið til þess að leggja þá á ganga og þeim sinnt þar fárveikum. Það er orðið svo að álagið er mikið allan sólarhringinn, á vöktum sem í dagvinnu. Læknateymi á sjúkradeild skv. skilgreiningunni samanstendur af sérfræðingi, deildarlækni, aðstoðarlækni og læknanemum. Hins vegar er það orðið normið að einungis sé einn almennur læknir (annaðhvort aðstoðarlæknir eða deildarlæknir, eða jafnvel læknastúdent í aðstoðarlæknisstöðu) ásamt sérfræðingi starfandi á teymi á hverjum tíma. Þýðir það að sú vinna sem áður deildist á 3-4 lækna leggst nú á 1-2 lækna. Þar fyrir utan hefur stærð teyma aukist, meðaltal var ekki fyrir alls löngu 12-14 sjúklingar á teymi en er nú orðið 14-18 sjúklingar að meðaltali. Þegar frádregnir eru þeir sjúklingar sem eru í bið eftir öðrum úrlausnum er oftar en ekki fárveikt fólk, sem þarf mikla umönnun og tíma. Því má ekki gleyma að aðstoðarlæknar eru í námsstöðu á LSH, spítalinn er jú háskólasjúkrahús. Hafa þeir lokið 6 ára háskólanámi og er tilgangur kandídatsársins að hljóta grunnþjálfun og kennslu í því hvað er að vinna sem læknir. Þeir eru mikilvægir, sérstaklega í ljósi ofangreinds, þ.e. vaxandi álags og manneklu. Þeir eru að stíga sín fyrstu spor á ferlinum sem læknar og eiga því að geta leitað til sér reyndari deildarlæknis eða sérfræðings og fundið fyrir stuðningi í starfi, svokölluðu „backup“, sem því miður hefur verið ábótavant sl. ár.Slæm þróun Deildarlæknar hafa lokið 6 ára háskólanámi og kandídatsári og eru því að byrja sitt sérnám, þeir hafa allt frá 1-4 ára starfsreynslu að meðaltali. Á lyflækningasviði, sem og fleiri sviðum LSH, er starfrækt framhaldsmenntunarprógramm í almennum lyflækningum þar sem tilgangurinn er að veita góðan grunn í öllum sérgreinum sviðsins áður en haldið er til frekari sérhæfingar. Um er að ræða 3ja ára prógramm þar sem deildarlæknar flakka milli sérgreina og sinna þar teymisvinnu með þeim tilgangi að hljóta grunnmenntun í þeirri sérgrein. Því lengra sem líður á prógrammið er ætlast til meiri ábyrgðar af deildarlæknum, er ætlast til að þeir vaxi í starfi, hins vegar er staðan svo að vinnudagurinn gengur út á reddingar og hlaup, þannig að lítill tími er afgangs til lærdóms. Þar fyrir utan má nefna að ætlast er til að deildarlæknar sinni rannsóknarvinnu, sem er að mestu sinnt í frítíma. Léleg vinnuaðstaða, lítill tími til kennslu ásamt miklu vinnuálagi – allt veldur þetta því að aðstoðarlæknar hafa upp á síðkastið í minni mæli sótt um vinnu á lyflækningasviði Landspítala. Þetta er slæm þróun, þar sem almennir læknar eru sérfræðingar framtíðarinnar og mikilvægur hlekkur í starfi LSH. Þykir ljóst að framkvæmdastjórn LSH verður að grípa til aðgerða til að bæta hag almennra lækna og sýna í verki virðingu sína fyrir sér yngri kollegum og þeirri miklu vinnu sem þeir framkvæma til að halda Lyflækningasviði LSH gangandi. Deildarlæknar lyflækningasviðs eru nú sem endranær viljugir til samvinnu til úrbóta á sviðinu. Þykir okkur leitt að forstjóri LSH virðist ekki sjá hversu mikilvægur starfskraftur almennir læknar eru, sérstaklega í ljósi þess að eitt sinn var hann sjálfur almennur læknir að stíga sín fyrstu spor, vonandi með nægilegum stuðningi eldri og reyndari kollega.Ingibjörg KristjánsdóttirSara Bjarney JónsdóttirBjarki Þór AlexanderssonSara S. JónsdóttirÖssur Ingi EmilssonMargrét Ólafía TómasdóttirJóhanna Hildur JónsdóttirSigríður Birna ElíasdóttirHrönn ÓlafsdóttirMargrét Làra JónsdóttirÞórir Már BjörgúlfssonHrafnkell Stefánsson deildarlæknar Lyflækningasvið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að álag á Landspítalanum hefur aukist til muna sl. ár og heldur bara áfram að aukast án þess að í sjónmáli sé breyting þar á. Lyflækningasvið Landspítala er stærsta sviðið með miklu sjúklingaflæði. Þar er daglegt brauð að ekki finnist pláss fyrir sjúklinga sem leggja á inn og er því oft gripið til þess að leggja þá á ganga og þeim sinnt þar fárveikum. Það er orðið svo að álagið er mikið allan sólarhringinn, á vöktum sem í dagvinnu. Læknateymi á sjúkradeild skv. skilgreiningunni samanstendur af sérfræðingi, deildarlækni, aðstoðarlækni og læknanemum. Hins vegar er það orðið normið að einungis sé einn almennur læknir (annaðhvort aðstoðarlæknir eða deildarlæknir, eða jafnvel læknastúdent í aðstoðarlæknisstöðu) ásamt sérfræðingi starfandi á teymi á hverjum tíma. Þýðir það að sú vinna sem áður deildist á 3-4 lækna leggst nú á 1-2 lækna. Þar fyrir utan hefur stærð teyma aukist, meðaltal var ekki fyrir alls löngu 12-14 sjúklingar á teymi en er nú orðið 14-18 sjúklingar að meðaltali. Þegar frádregnir eru þeir sjúklingar sem eru í bið eftir öðrum úrlausnum er oftar en ekki fárveikt fólk, sem þarf mikla umönnun og tíma. Því má ekki gleyma að aðstoðarlæknar eru í námsstöðu á LSH, spítalinn er jú háskólasjúkrahús. Hafa þeir lokið 6 ára háskólanámi og er tilgangur kandídatsársins að hljóta grunnþjálfun og kennslu í því hvað er að vinna sem læknir. Þeir eru mikilvægir, sérstaklega í ljósi ofangreinds, þ.e. vaxandi álags og manneklu. Þeir eru að stíga sín fyrstu spor á ferlinum sem læknar og eiga því að geta leitað til sér reyndari deildarlæknis eða sérfræðings og fundið fyrir stuðningi í starfi, svokölluðu „backup“, sem því miður hefur verið ábótavant sl. ár.Slæm þróun Deildarlæknar hafa lokið 6 ára háskólanámi og kandídatsári og eru því að byrja sitt sérnám, þeir hafa allt frá 1-4 ára starfsreynslu að meðaltali. Á lyflækningasviði, sem og fleiri sviðum LSH, er starfrækt framhaldsmenntunarprógramm í almennum lyflækningum þar sem tilgangurinn er að veita góðan grunn í öllum sérgreinum sviðsins áður en haldið er til frekari sérhæfingar. Um er að ræða 3ja ára prógramm þar sem deildarlæknar flakka milli sérgreina og sinna þar teymisvinnu með þeim tilgangi að hljóta grunnmenntun í þeirri sérgrein. Því lengra sem líður á prógrammið er ætlast til meiri ábyrgðar af deildarlæknum, er ætlast til að þeir vaxi í starfi, hins vegar er staðan svo að vinnudagurinn gengur út á reddingar og hlaup, þannig að lítill tími er afgangs til lærdóms. Þar fyrir utan má nefna að ætlast er til að deildarlæknar sinni rannsóknarvinnu, sem er að mestu sinnt í frítíma. Léleg vinnuaðstaða, lítill tími til kennslu ásamt miklu vinnuálagi – allt veldur þetta því að aðstoðarlæknar hafa upp á síðkastið í minni mæli sótt um vinnu á lyflækningasviði Landspítala. Þetta er slæm þróun, þar sem almennir læknar eru sérfræðingar framtíðarinnar og mikilvægur hlekkur í starfi LSH. Þykir ljóst að framkvæmdastjórn LSH verður að grípa til aðgerða til að bæta hag almennra lækna og sýna í verki virðingu sína fyrir sér yngri kollegum og þeirri miklu vinnu sem þeir framkvæma til að halda Lyflækningasviði LSH gangandi. Deildarlæknar lyflækningasviðs eru nú sem endranær viljugir til samvinnu til úrbóta á sviðinu. Þykir okkur leitt að forstjóri LSH virðist ekki sjá hversu mikilvægur starfskraftur almennir læknar eru, sérstaklega í ljósi þess að eitt sinn var hann sjálfur almennur læknir að stíga sín fyrstu spor, vonandi með nægilegum stuðningi eldri og reyndari kollega.Ingibjörg KristjánsdóttirSara Bjarney JónsdóttirBjarki Þór AlexanderssonSara S. JónsdóttirÖssur Ingi EmilssonMargrét Ólafía TómasdóttirJóhanna Hildur JónsdóttirSigríður Birna ElíasdóttirHrönn ÓlafsdóttirMargrét Làra JónsdóttirÞórir Már BjörgúlfssonHrafnkell Stefánsson deildarlæknar Lyflækningasvið
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun