Sætir sigrar – beisk töp Sverrir Björnsson skrifar 15. júní 2013 06:00 Borgarbúar hafa löngum þurft að berjast við borgaryfirvöld til að verja sjarma Reykjavíkur, gömlu húsin. Sumar orrustur hafa tapast, aðrar unnist. Þökk sé framtaki og borgaralegri óhlýðni félaga Torfusamtakanna standa þar nú gömlu húsin en ekki steinsteypuferlíkið sem borgarstjórn ætlaði að setja þar – glæsilegur sigur. Fjalakötturinn, elsta kvikmyndahús í Evrópu, var rifið til að þjóna hagnaði eins manns, lóðareigandans á kostnað allra Evrópubúa – dapurlegur ósigur. Gömlu húsunum við Laugarveg 4-6 var bjargað á síðustu stundu af Ólafi Magnússyni borgarstjóra. Takk! – góður sigur. Húsið við Aðalstræti 4 var rifið og einn maður græddi á byggingu hótel Plaza í stað þess að Minjavernd gerði upp húsið og allir borgarbúar hefðu grætt – mikill ósigur. Gamla húsið í Tjarnarhorninu var fjarlægt og Ráðhús Reykjavíkur sett þar niður – stór ósigur. Þar sem Ráðhúsið er heimili borgaryfirvalda og varanlegt minnismerki um yfirgang í skipulagsmálum er rétt að fara nokkrum orðum um það. Staðsetningu Ráðhússins var harðlega mótmælt, því fólk vildi vernda svæðið og halda stíleinkennum þess. Ekkert var hlustað á það og Ráðhúsið reis. En hvaðan kemur þessi óskapnaður og hugmyndafræðin sem hann byggist á, steypudýrkun og valdsmannslegar súlnaraðirnar? Það er ekkert í íslenskri menningu sem rímar við hönnun hússins nema bogadregin þökin sem minna á mesta niðurlægingartímabil í byggingasögu Reykjavíkur; braggahverfin. Valdhroki Stíll hússins minnir helst á steinsteypuklumpana sem einræðisherrar byggja til að gera vald sitt sýnilegt. Í Þýskalandi nasismans, Ítalíu fasismans og gömlu Sovétríkjunum voru steypan og súlurnar aðalmálið. Það mætti halda að Kim Il-sung hefði haft úrslitavalið um stíl hússins en ekki Davíð Oddsson, því miðborg Pjongjang er vörðuð áþekkum byggingum. Það er þekkt að borgarstjóraembættið í Reykjavík var lengst af á 20. öld eins konar einveldi borgarstjóra. Því er nærtækt að álykta að þaðan komi hugmyndafræðin sem réði vali á byggingarstíl Ráðhússins. Nú þegar krafan um aukið lýðræði er eitt megineinkenni tímans er báknið við Tjörnina eins og uppdagað nátttröll. Innandyra ráða þyngslin og steypan líka ríkjum, Tjarnarsalurinn er hálfsokkinn í bílakjallarann og Tjörnina og kaffistofan er inndregin undir drungalegt steypuþak. Hvað var verið að pæla? Tjörnin, með endalausum leik ljóssins og miklu lífi, er þarna beint fyrir framan. Það er spurning hvort arkitektinn eða verktakinn sneri teikningunni öfugt. Húsið myndar L, og ef því er snúið um 180 gráður liggur húsið með Tjörninni í stað þessa að skaga út í hana. Var ekki meiningin að ganga sem minnst á Tjörnina? Ef teikningunni hefði verið snúið rétt myndi eini laglegi hluti hússins, mosaveggirnir og gluggarnir í borgarstjórnarsalnum snúa að helsta útivistarsvæði borgarbúa við Iðnó í stað forljótra steypuveggjanna. Ráðhúsið er því miður varanlegur minnisvarði um valdhroka borgaryfirvalda og ætti að vera þeim sem þar vinna víti til varnaðar. Mörg okkar sem kusum Besta flokkinn gerðum okkur vonir um að þar fengjum við bandamenn í baráttunni um að vernda Reykjavík, en nú berst borgarstjórn af afli fyrir niðurrifi menningarverðmæta og uppgangi steinsteypunnar við Austurvöll – dapurlegt. Verndunarsinnar geta þó enn haft sigur í þeirri orrustu. Mætum á mótmælatónleikana á Austurvelli í dag kl. 14. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Borgarbúar hafa löngum þurft að berjast við borgaryfirvöld til að verja sjarma Reykjavíkur, gömlu húsin. Sumar orrustur hafa tapast, aðrar unnist. Þökk sé framtaki og borgaralegri óhlýðni félaga Torfusamtakanna standa þar nú gömlu húsin en ekki steinsteypuferlíkið sem borgarstjórn ætlaði að setja þar – glæsilegur sigur. Fjalakötturinn, elsta kvikmyndahús í Evrópu, var rifið til að þjóna hagnaði eins manns, lóðareigandans á kostnað allra Evrópubúa – dapurlegur ósigur. Gömlu húsunum við Laugarveg 4-6 var bjargað á síðustu stundu af Ólafi Magnússyni borgarstjóra. Takk! – góður sigur. Húsið við Aðalstræti 4 var rifið og einn maður græddi á byggingu hótel Plaza í stað þess að Minjavernd gerði upp húsið og allir borgarbúar hefðu grætt – mikill ósigur. Gamla húsið í Tjarnarhorninu var fjarlægt og Ráðhús Reykjavíkur sett þar niður – stór ósigur. Þar sem Ráðhúsið er heimili borgaryfirvalda og varanlegt minnismerki um yfirgang í skipulagsmálum er rétt að fara nokkrum orðum um það. Staðsetningu Ráðhússins var harðlega mótmælt, því fólk vildi vernda svæðið og halda stíleinkennum þess. Ekkert var hlustað á það og Ráðhúsið reis. En hvaðan kemur þessi óskapnaður og hugmyndafræðin sem hann byggist á, steypudýrkun og valdsmannslegar súlnaraðirnar? Það er ekkert í íslenskri menningu sem rímar við hönnun hússins nema bogadregin þökin sem minna á mesta niðurlægingartímabil í byggingasögu Reykjavíkur; braggahverfin. Valdhroki Stíll hússins minnir helst á steinsteypuklumpana sem einræðisherrar byggja til að gera vald sitt sýnilegt. Í Þýskalandi nasismans, Ítalíu fasismans og gömlu Sovétríkjunum voru steypan og súlurnar aðalmálið. Það mætti halda að Kim Il-sung hefði haft úrslitavalið um stíl hússins en ekki Davíð Oddsson, því miðborg Pjongjang er vörðuð áþekkum byggingum. Það er þekkt að borgarstjóraembættið í Reykjavík var lengst af á 20. öld eins konar einveldi borgarstjóra. Því er nærtækt að álykta að þaðan komi hugmyndafræðin sem réði vali á byggingarstíl Ráðhússins. Nú þegar krafan um aukið lýðræði er eitt megineinkenni tímans er báknið við Tjörnina eins og uppdagað nátttröll. Innandyra ráða þyngslin og steypan líka ríkjum, Tjarnarsalurinn er hálfsokkinn í bílakjallarann og Tjörnina og kaffistofan er inndregin undir drungalegt steypuþak. Hvað var verið að pæla? Tjörnin, með endalausum leik ljóssins og miklu lífi, er þarna beint fyrir framan. Það er spurning hvort arkitektinn eða verktakinn sneri teikningunni öfugt. Húsið myndar L, og ef því er snúið um 180 gráður liggur húsið með Tjörninni í stað þessa að skaga út í hana. Var ekki meiningin að ganga sem minnst á Tjörnina? Ef teikningunni hefði verið snúið rétt myndi eini laglegi hluti hússins, mosaveggirnir og gluggarnir í borgarstjórnarsalnum snúa að helsta útivistarsvæði borgarbúa við Iðnó í stað forljótra steypuveggjanna. Ráðhúsið er því miður varanlegur minnisvarði um valdhroka borgaryfirvalda og ætti að vera þeim sem þar vinna víti til varnaðar. Mörg okkar sem kusum Besta flokkinn gerðum okkur vonir um að þar fengjum við bandamenn í baráttunni um að vernda Reykjavík, en nú berst borgarstjórn af afli fyrir niðurrifi menningarverðmæta og uppgangi steinsteypunnar við Austurvöll – dapurlegt. Verndunarsinnar geta þó enn haft sigur í þeirri orrustu. Mætum á mótmælatónleikana á Austurvelli í dag kl. 14.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar