Kynhneigð er eitt af undirstöðuatriðum eðlishvatar manna en lengi vel hafa verið til staðar félagslegir fordómar gagnvart sjálfsfróun kvenna.
Konur hafa verið hvattar til að halda sér hreinum en hjá mörgum þjóðum er sjálfsfróun kvenna mikið tabú.
Nú hefur hönnuðurinn Tina Gong unnið að farsímaleik sem kallast „Happyplaytime“ en leikinn mun verða hægt að nálgast sem farsíma-app.
Appið er á þróunarstigi og mun leiðbeina konum á fræðandi hátt um sjálfsfróun.
