Lífið

Fyrsta tónleikaröðin hjá KÍTÓN

Ragnheiður Gröndal og Védís Hervör spila í Viðey 19. júní.
Ragnheiður Gröndal og Védís Hervör spila í Viðey 19. júní.

Fyrsta tónleikaröð KÍTÓN, nýstofnaðs félags kvenna í tónlist, verður haldin í Viðey 16. og 19. júní í samstarfi við Reykjavíkurborg og Viðeyjarstofu.

Tónleikaröðin kallast Tónhvörf og vísar í það ástand þegar ólíkar stefnur hverfa saman í eina. Hún er jafnframt upphitun fyrir stóra tónleika KÍTÓN í Hörpu í haust.

„Við erum með ágætis pakka af ungum og upprennandi stelpum og öðrum sem hafa verið lengur viðloðandi músík,“ segir formaður KÍTÓN, Védís Hervör Árnadóttir, spurð út í tónleikaröðina.

Á fyrri tónleikunum spilar dúóið Kolka sem þær Arnhildur Valgarðsdóttir og Heiða Árnadóttir skipa. Á þeim síðari spila Hafdís Huld, Lára Rúnars, Ragnheiður Gröndal, Védís Hervör, Ísabella Leifsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir. Andrea Jónsdóttir hitar upp sem skífuþeytir.

Fleiri tónleikar úr smiðju KÍTÓN eru svo fyrirhugaðir í Viðey í sumar. Védís hvetur fólk til að leggja leið sína þangað.

„Þetta tekur nokkrar mínútur. Það er stutt að fara í kyrrðina og það er alveg geggjað að vera þarna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.