Leikkonan Sarah Jessica Parker hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem tískufyrirmynd í fremstu röð. Aðdáendur hennar ættu því að hoppa hæð sína núna því Parker er að fara að hanna skólínu.
Leikkonan hannar skóna í samvinnu við skóframleiðandann Manolo Blahnik en Carrie, karakter hennar í þáttunum Sex and the City, var einmitt mjög hrifin af skóm Blahniks.
Einnig verða einhverjir fylgihlutir í línunni sem verður til sölu á útvöldum stöðum í Bandaríkjunum frá og með haustinu. Þá segir Parker að skórnir muni kosta á bilinu 20 til 50 þúsund íslenskar krónur, sem er mun minna en par af Manolo Blahnik-skóm kostar.
