Eru Vinstri græn græn? Guðmundur Örn Jónsson skrifar 6. júní 2013 08:49 Nú berast fréttir af því að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé komið yfir 400 ppm en það gerðist síðast fyrir milljónum ára. Í sjálfu sér er ekkert merkilegt við 400 ppm annað en að þetta er heilt hundrað. Aftur á móti er merkilegt að Vinstri græn sjá enga ástæðu til þess að láta í sér heyra við tilefnið. Helstu hætturnar sem steðja að mannkyninu eru tengdar umhverfismálum. Við þekkjum gróðurhúsaáhrifin en jarðvegseyðing er ekki minna vandamál. Stórfenglegasti menningararfur Íslendinga er líklegast heimsmet í jarðvegseyðingu, en það þarf jarðveg (mold) til að rækta megnið af þeirri fæðu sem við mennirnir neytum. Nú hnignar um 90% lands á jörðinni samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og stefnir það fæðuöryggi mannkyns í hættu. Sem umhverfisverkfræðingur hjá varnarliðinu kom það í minn hlut að græða upp svæðið kringum Keflavíkurflugvöll. Það hafði verið friðað fyrir beit áratugum saman en tók þrátt fyrir það engum framförum og var jafn gróðursnautt sem fyrr. Sáning grass og áburðar virkaði einungis í eitt til tvö ár en að því loknu byrjaði grasið að hörfa. Lúpínan virkaði aftur á móti vel. Hún fór hægt af stað en u.þ.b. fimm árum síðar var komin samfelld þekja sem í var plantað víði, birki og greni sem döfnuðu vel. Með aðstoð lúpínunnar var því hægt að byggja upp kjarr á u.þ.b. áratug, sem líklegast hefði tekið náttúruna sjálfa margar aldir. Það er því vægast sagt öfugsnúið að eitt af helstu stefnumálum VG er ekki barátta gegn lausagöngu búfjár heldur barátta gegn lúpínu, þeirri plöntu sem hefur gert hvað mest í að byggja upp jarðveg, vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum og græða upp Ísland á seinustu áratugum. Það gera þeir í nafni líffræðilegrar fjölbreytni, þótt grætt sé upp líflaust land sem forfeður okkar eyddu. Einu haldbæru rökin gegn lúpínunni eru þau að hún fer stundum yfir berjalyng. Fullt af fólki hefur miklar áhyggjur af stóru umhverfismálunum sem snúast um lífsskilyrði afkomenda okkar. Á meðan virðist eitt helsta baráttumál Vinstri grænna vera að berjalyng sé ætíð í göngufæri. Til að auðvelda raunverulegum umhverfisverndarsinnum að keppast um hylli kjósenda ættu Vinstri græn því að viðurkenna að þau hafa lítinn áhuga á umhverfismálum og breyta nafni flokksins eða sameinast öðrum framsóknarmönnum. Annars eru þau orðin helsta hindrunin fyrir því að íslenskir kjósendur geti kosið sjálfbæra þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé komið yfir 400 ppm en það gerðist síðast fyrir milljónum ára. Í sjálfu sér er ekkert merkilegt við 400 ppm annað en að þetta er heilt hundrað. Aftur á móti er merkilegt að Vinstri græn sjá enga ástæðu til þess að láta í sér heyra við tilefnið. Helstu hætturnar sem steðja að mannkyninu eru tengdar umhverfismálum. Við þekkjum gróðurhúsaáhrifin en jarðvegseyðing er ekki minna vandamál. Stórfenglegasti menningararfur Íslendinga er líklegast heimsmet í jarðvegseyðingu, en það þarf jarðveg (mold) til að rækta megnið af þeirri fæðu sem við mennirnir neytum. Nú hnignar um 90% lands á jörðinni samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og stefnir það fæðuöryggi mannkyns í hættu. Sem umhverfisverkfræðingur hjá varnarliðinu kom það í minn hlut að græða upp svæðið kringum Keflavíkurflugvöll. Það hafði verið friðað fyrir beit áratugum saman en tók þrátt fyrir það engum framförum og var jafn gróðursnautt sem fyrr. Sáning grass og áburðar virkaði einungis í eitt til tvö ár en að því loknu byrjaði grasið að hörfa. Lúpínan virkaði aftur á móti vel. Hún fór hægt af stað en u.þ.b. fimm árum síðar var komin samfelld þekja sem í var plantað víði, birki og greni sem döfnuðu vel. Með aðstoð lúpínunnar var því hægt að byggja upp kjarr á u.þ.b. áratug, sem líklegast hefði tekið náttúruna sjálfa margar aldir. Það er því vægast sagt öfugsnúið að eitt af helstu stefnumálum VG er ekki barátta gegn lausagöngu búfjár heldur barátta gegn lúpínu, þeirri plöntu sem hefur gert hvað mest í að byggja upp jarðveg, vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum og græða upp Ísland á seinustu áratugum. Það gera þeir í nafni líffræðilegrar fjölbreytni, þótt grætt sé upp líflaust land sem forfeður okkar eyddu. Einu haldbæru rökin gegn lúpínunni eru þau að hún fer stundum yfir berjalyng. Fullt af fólki hefur miklar áhyggjur af stóru umhverfismálunum sem snúast um lífsskilyrði afkomenda okkar. Á meðan virðist eitt helsta baráttumál Vinstri grænna vera að berjalyng sé ætíð í göngufæri. Til að auðvelda raunverulegum umhverfisverndarsinnum að keppast um hylli kjósenda ættu Vinstri græn því að viðurkenna að þau hafa lítinn áhuga á umhverfismálum og breyta nafni flokksins eða sameinast öðrum framsóknarmönnum. Annars eru þau orðin helsta hindrunin fyrir því að íslenskir kjósendur geti kosið sjálfbæra þróun.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun