Rangur, áfram, ekkert stopp Úrsúla Jünemann skrifar 6. júní 2013 08:49 Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp!
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun