Á tímamótum Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2013 08:51 Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna. Í vestræna heimshlutanum eigum við sameiginleg grunngildi frjálsra þjóðfélaga en hluti athafnafrelsis er frjáls viðskipti. Nú er fram undan mótun fríverslunarsvæðis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact–TTIP). Á því svæði er helmingur heimsframleiðslunnar og þriðjungur allra utanríkisviðskipta. Þátttaka í þessu samstarfi er höfuðnauðsyn fyrir Ísland. Auk arðbærari viðskipta skiptir þetta miklu varðandi fjárfestingar þegar rofa tekur til varðandi skuldastöðuna og afnám greiðsluhafta. Þá þegar njóta Íslendingar sem umsækjendur aðildar að ESB þeirrar velvildar framkvæmdastjórnar þess að geta fylgst náið með þessum samningum. Takist samningar og ef við ætlum okkur ekki að verða utangarðs í þessu mikla átaki vestrænnar samvinnu, bíður ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir liggur ítarleg skýrsla um umsókn Íslands um aðild að ESB. Kjarni málsins er að EES-samningurinn hefur runnið sitt skeið og aðildarsamningarnir eru svo langt komnir að eftir eru aðallega landbúnaður og sjávarútvegur. Þá felur aðild í sér upptöku evru og við þurfum sterkari gjaldmiðil. Sú er staðan þegar nýr utanríkisráðherra rýnir fram á við í Evrópumálum, væntanlega í samráði við vinaþjóðir. Þingumfjöllunar verður beðið með eftirvæntingu. Vonandi verður farið að óskum fjölmargra, þeirra á meðal SA og ASÍ, að samningum verði lokið og þjóðaratkvæði ráði varðandi niðurstöður. Höfundur þessara lína hafði Evrópusamvinnuna lengi að starfi sem embættismaður. Hér er tilefni til að rifja það upp, að fljótt gleymdust deilumálin og almenn sátt varð um þau.Hörð barátta Hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu þess mæta manns Gylfa Þ. Gíslasonar. Einn andstæðinga aðildarinnar var Lúðvík Jósepsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra af Gylfa 1971. Aðalframkvæmdastjóri þessa gamla EFTA, Sir John Coulson, hafði orðað nokkrar áhyggjur af því við mig sem sendiherra að erfiðlega gæti gengið með þennan nýja liðsmann. Strax kom í ljós að ekki var Ísland síðri samstarfsaðili í ráðherratíð Lúðvíks. Ég minnist mjög góðs samstarfs við hann og Ólaf Jóhannesson, sem kom síðar og hafði setið hjá í afgreiðslu Alþingis um EFTA-aðildina. Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli. Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau mikilvægu skref, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Það á ekki hvað síst við um tímamótaákvörðun um aðild að ESB og Atlantshafsbandalagi fríverslunar. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta, þjóðinni til góðs og þeim til frama. Í grein okkar Thomas R. Pickering, fyrrv. varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, í mars sl. sem birtist í Fréttablaðinu, New York Times og International Herald Tribune var hvatt til að endurvekja samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Bent var á vaxandi áhuga Kína vegna strategískrar lykilstöðu landsins. Kínverjar bjóða Íslendingum fyrstum Evrópuþjóða fríverslunarsamning, skref til frekari tengsla. En það er ekki þörf á kínverskum fjárfestingum í landakaupum, mannvirkjagerð eða stóriðju á Íslandi eins og þeir stunda á sína vísu í Afríku. Það sætir stundum furðu annarra hve margvísleg útflutningsstarfsemi er hjá okkar fámennu þjóð. Frekari þróun verður með nánari tengslum í samningum sem nú gefast. Tíminn bíður ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna. Í vestræna heimshlutanum eigum við sameiginleg grunngildi frjálsra þjóðfélaga en hluti athafnafrelsis er frjáls viðskipti. Nú er fram undan mótun fríverslunarsvæðis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact–TTIP). Á því svæði er helmingur heimsframleiðslunnar og þriðjungur allra utanríkisviðskipta. Þátttaka í þessu samstarfi er höfuðnauðsyn fyrir Ísland. Auk arðbærari viðskipta skiptir þetta miklu varðandi fjárfestingar þegar rofa tekur til varðandi skuldastöðuna og afnám greiðsluhafta. Þá þegar njóta Íslendingar sem umsækjendur aðildar að ESB þeirrar velvildar framkvæmdastjórnar þess að geta fylgst náið með þessum samningum. Takist samningar og ef við ætlum okkur ekki að verða utangarðs í þessu mikla átaki vestrænnar samvinnu, bíður ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir liggur ítarleg skýrsla um umsókn Íslands um aðild að ESB. Kjarni málsins er að EES-samningurinn hefur runnið sitt skeið og aðildarsamningarnir eru svo langt komnir að eftir eru aðallega landbúnaður og sjávarútvegur. Þá felur aðild í sér upptöku evru og við þurfum sterkari gjaldmiðil. Sú er staðan þegar nýr utanríkisráðherra rýnir fram á við í Evrópumálum, væntanlega í samráði við vinaþjóðir. Þingumfjöllunar verður beðið með eftirvæntingu. Vonandi verður farið að óskum fjölmargra, þeirra á meðal SA og ASÍ, að samningum verði lokið og þjóðaratkvæði ráði varðandi niðurstöður. Höfundur þessara lína hafði Evrópusamvinnuna lengi að starfi sem embættismaður. Hér er tilefni til að rifja það upp, að fljótt gleymdust deilumálin og almenn sátt varð um þau.Hörð barátta Hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu þess mæta manns Gylfa Þ. Gíslasonar. Einn andstæðinga aðildarinnar var Lúðvík Jósepsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra af Gylfa 1971. Aðalframkvæmdastjóri þessa gamla EFTA, Sir John Coulson, hafði orðað nokkrar áhyggjur af því við mig sem sendiherra að erfiðlega gæti gengið með þennan nýja liðsmann. Strax kom í ljós að ekki var Ísland síðri samstarfsaðili í ráðherratíð Lúðvíks. Ég minnist mjög góðs samstarfs við hann og Ólaf Jóhannesson, sem kom síðar og hafði setið hjá í afgreiðslu Alþingis um EFTA-aðildina. Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli. Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau mikilvægu skref, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Það á ekki hvað síst við um tímamótaákvörðun um aðild að ESB og Atlantshafsbandalagi fríverslunar. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta, þjóðinni til góðs og þeim til frama. Í grein okkar Thomas R. Pickering, fyrrv. varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, í mars sl. sem birtist í Fréttablaðinu, New York Times og International Herald Tribune var hvatt til að endurvekja samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Bent var á vaxandi áhuga Kína vegna strategískrar lykilstöðu landsins. Kínverjar bjóða Íslendingum fyrstum Evrópuþjóða fríverslunarsamning, skref til frekari tengsla. En það er ekki þörf á kínverskum fjárfestingum í landakaupum, mannvirkjagerð eða stóriðju á Íslandi eins og þeir stunda á sína vísu í Afríku. Það sætir stundum furðu annarra hve margvísleg útflutningsstarfsemi er hjá okkar fámennu þjóð. Frekari þróun verður með nánari tengslum í samningum sem nú gefast. Tíminn bíður ekki.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun