Hæfni foreldra er auður þjóðar Helgi Viborg og Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 6. júní 2013 08:51 Fátt er mikilvægara í hverju þjóðfélagi en uppeldi barna. Í börnunum liggur auðlegð þjóðfélagsins, grundvölluð á heilbrigði, hamingju og velferð hvers einstaklings. Það er því mikilvægt verkefni samfélagsins að sjá til þess að foreldrum séu tryggð skilyrði til að þeim gangi sem allra best í uppeldishlutverkinu. Að tilhlutan ríkisstjórnar Íslands var haldin ráðstefna um foreldrahæfni 17. mars 2008. Ráðstefnan var liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Markmið aðgerðaráætlunarinnar var að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja og vinna gegn ofbeldi á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum. Á ráðstefnunni voru flutt erindi um útfærslur á uppeldisaðferðum fyrir börn á öllum aldri og fyrir börn með margvíslegar sérþarfir, svo sem félagsleg vandamál á borð við vímuefnanotkun. Tvö ný úrræði voru kynnt á ráðstefnunni, bæði byggð á traustum rannsóknum og greiningum, annars vegar MST, (Multi System Therapy) ný meðferðarþjónusta á vegum Barnaverndarstofu, og hins vegar „Að verða foreldri“, tíu klukkustunda námskeið fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna. Námskeiðið er í dag á vegum Rannsóknastofnunnar í barna- og fjölskyldvernd (RBF) og Gottman á Íslandi. Á ráðstefnunni um foreldrahæfni kom fram að rannsóknir dr. Johns Gottmans á foreldrahlutverkinu hefðu leitt í ljós að hjá fleiri en tveimur þriðju allra nýbakaðra foreldra koma upp erfiðleikar í sambandi þeirra þegar þeir þurfa að takast á við alvöru og ábyrgð við umönnun ungbarns. Með öðrum orðum sýna rannsóknir að gleði og ánægja getur minnkar í sambandinu við það að takast á við foreldrahlutverkið. Styrkir gæði og tengsl Rannsóknir á árangri námskeiðsins „Að verða foreldri“ sýna að það styrkir gæði parsambandsins og tengsl foreldra við nýfædd börn sín. Það er hægt að gera foreldra hæfari með fræðslu og þjálfun! Bragi Guðbrandsson, formaður nefndar ríkisstjórnarinnar, sagði m.a. á ráðstefnunni: „Ef vel tekst er árangurinn sem næst með þessum nýju aðferðum mun varanlegri heldur en stofnannainngrip, sem standa yfirleitt í stuttan tíma. Ef tekst að gera foreldri hæft í hlutverki sínu nýtist það barninu alveg til fullorðinsára. Ekki síður er mikilvægt að með þessu opnast möguleiki á miklu snemmtækari aðgerðum en með afskiptum stofnana af málum barna. Með því að gera þessa hjálp aðgengilega fyrir foreldra ungra barna er hægt að taka strax fyrir vanda sem ella myndi ágerast.“ Að dómi höfunda ættu uppeldisnámskeið eins og „Að verða foreldri“ að vera almenn og tiltæk foreldrum, einkum þeim sem eru að eignast fyrsta barn. Námskeið ættu að vera ódýr, helst án endurgjalds, og ættu ekki síst að beinast að þörfum feðra. Íslenskir feður hafa í vaxandi mæli orðið virkari í uppeldi barna sinna og því þarf að veita körlum tækifæri til að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna strax í frumbernsku þeirra. Þrátt fyrir góðar fyrirætlanir fékk ofannefnt uppeldisnámskeið einungis fimm hundruð þúsund króna styrk árið 2009, sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að efla foreldrahæfni. Barnaverndarstarfsfólk sveitarfélaga, styrktarsjóðir og aðilar á vinnumarkaði tóku vel í tilmæli fyrrverandi formanns nefndar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að efla foreldrahæfni og hefur námskeiðið „Að verða foreldri“ verið í boði, þátttakendum að kostnaðarlausu, fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna frá því í október 2008. Vinnan við námskeiðin hefur að mestu verið unnin í sjálfboðavinnu, m.a. með stuðningi frá Rauða krossi Íslands og RBF. Of fáir Jafnréttisráð kynnti sér á árinu 2009 námskeiðið og mælir með því. Úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar bendir til þess að þátttakendur á námskeiðinu séu almennt ánægðir með námskeiðið en þátttakendur gáfu því meðaleinkunnina 4,4 af 5 mögulegum. Sama niðurstaða kom fram í lokaverkefni félagsráðgjafanemanna Dagbjartar Guðmundsdóttur og Daggar Guðnadóttur. Frá árinu 2008 hafa um 12.500 hjón og pör eignast sitt fyrsta barn. Um 250 pör hafa sótt umrædd námskeið fyrir foreldra ungbarna eða um 2% nýrra foreldra. Ef miðað er við góða reynslu af námskeiðinu er það alltof lág tala. Stefna ríkisstjórnarinnar frá 2008 var að styrkja stöðu barna- og ungmenna og sporna við sívaxandi kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sem m.a. má rekja til skilnaða og vanmáttar foreldra við að axla ábyrgð í umönnun og uppeldi barna sinna. Ef ríkisstjórnin hefði varið sömu fjármunum í fræðslu fyrir allar nýjar fjölskyldur og varið var í meðferð þeirra nokkur hundruð fjölskyldna sem erfiðast eiga hefðu allir foreldrar ungbarna, bæði mæður og feður, fengið fræðslu. Nauðsynlegt er að hugsa lengra en að bjarga einungis þeim börnum og unglingum sem komin eru í alvarlegan vanda. Forvarnir kosta peninga en ef horft er til lengri tíma er um að ræða mikinn þjóðfélagslegan sparnað. Er ekki tími til kominn að staldra við og byrgja brunna? Við vitum að hæfni foreldra er og verður besta forvörnin og er endingarbetri lausn en inngrip stofnana. Það er því eitt mikilvægasta verkefni hverrar þjóðar að leggja foreldrum öflugt lið til að efla þá til dáða í uppeldishlutverkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Fátt er mikilvægara í hverju þjóðfélagi en uppeldi barna. Í börnunum liggur auðlegð þjóðfélagsins, grundvölluð á heilbrigði, hamingju og velferð hvers einstaklings. Það er því mikilvægt verkefni samfélagsins að sjá til þess að foreldrum séu tryggð skilyrði til að þeim gangi sem allra best í uppeldishlutverkinu. Að tilhlutan ríkisstjórnar Íslands var haldin ráðstefna um foreldrahæfni 17. mars 2008. Ráðstefnan var liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Markmið aðgerðaráætlunarinnar var að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja og vinna gegn ofbeldi á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum. Á ráðstefnunni voru flutt erindi um útfærslur á uppeldisaðferðum fyrir börn á öllum aldri og fyrir börn með margvíslegar sérþarfir, svo sem félagsleg vandamál á borð við vímuefnanotkun. Tvö ný úrræði voru kynnt á ráðstefnunni, bæði byggð á traustum rannsóknum og greiningum, annars vegar MST, (Multi System Therapy) ný meðferðarþjónusta á vegum Barnaverndarstofu, og hins vegar „Að verða foreldri“, tíu klukkustunda námskeið fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna. Námskeiðið er í dag á vegum Rannsóknastofnunnar í barna- og fjölskyldvernd (RBF) og Gottman á Íslandi. Á ráðstefnunni um foreldrahæfni kom fram að rannsóknir dr. Johns Gottmans á foreldrahlutverkinu hefðu leitt í ljós að hjá fleiri en tveimur þriðju allra nýbakaðra foreldra koma upp erfiðleikar í sambandi þeirra þegar þeir þurfa að takast á við alvöru og ábyrgð við umönnun ungbarns. Með öðrum orðum sýna rannsóknir að gleði og ánægja getur minnkar í sambandinu við það að takast á við foreldrahlutverkið. Styrkir gæði og tengsl Rannsóknir á árangri námskeiðsins „Að verða foreldri“ sýna að það styrkir gæði parsambandsins og tengsl foreldra við nýfædd börn sín. Það er hægt að gera foreldra hæfari með fræðslu og þjálfun! Bragi Guðbrandsson, formaður nefndar ríkisstjórnarinnar, sagði m.a. á ráðstefnunni: „Ef vel tekst er árangurinn sem næst með þessum nýju aðferðum mun varanlegri heldur en stofnannainngrip, sem standa yfirleitt í stuttan tíma. Ef tekst að gera foreldri hæft í hlutverki sínu nýtist það barninu alveg til fullorðinsára. Ekki síður er mikilvægt að með þessu opnast möguleiki á miklu snemmtækari aðgerðum en með afskiptum stofnana af málum barna. Með því að gera þessa hjálp aðgengilega fyrir foreldra ungra barna er hægt að taka strax fyrir vanda sem ella myndi ágerast.“ Að dómi höfunda ættu uppeldisnámskeið eins og „Að verða foreldri“ að vera almenn og tiltæk foreldrum, einkum þeim sem eru að eignast fyrsta barn. Námskeið ættu að vera ódýr, helst án endurgjalds, og ættu ekki síst að beinast að þörfum feðra. Íslenskir feður hafa í vaxandi mæli orðið virkari í uppeldi barna sinna og því þarf að veita körlum tækifæri til að axla ábyrgð á uppeldi barna sinna strax í frumbernsku þeirra. Þrátt fyrir góðar fyrirætlanir fékk ofannefnt uppeldisnámskeið einungis fimm hundruð þúsund króna styrk árið 2009, sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að efla foreldrahæfni. Barnaverndarstarfsfólk sveitarfélaga, styrktarsjóðir og aðilar á vinnumarkaði tóku vel í tilmæli fyrrverandi formanns nefndar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að efla foreldrahæfni og hefur námskeiðið „Að verða foreldri“ verið í boði, þátttakendum að kostnaðarlausu, fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna frá því í október 2008. Vinnan við námskeiðin hefur að mestu verið unnin í sjálfboðavinnu, m.a. með stuðningi frá Rauða krossi Íslands og RBF. Of fáir Jafnréttisráð kynnti sér á árinu 2009 námskeiðið og mælir með því. Úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar bendir til þess að þátttakendur á námskeiðinu séu almennt ánægðir með námskeiðið en þátttakendur gáfu því meðaleinkunnina 4,4 af 5 mögulegum. Sama niðurstaða kom fram í lokaverkefni félagsráðgjafanemanna Dagbjartar Guðmundsdóttur og Daggar Guðnadóttur. Frá árinu 2008 hafa um 12.500 hjón og pör eignast sitt fyrsta barn. Um 250 pör hafa sótt umrædd námskeið fyrir foreldra ungbarna eða um 2% nýrra foreldra. Ef miðað er við góða reynslu af námskeiðinu er það alltof lág tala. Stefna ríkisstjórnarinnar frá 2008 var að styrkja stöðu barna- og ungmenna og sporna við sívaxandi kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sem m.a. má rekja til skilnaða og vanmáttar foreldra við að axla ábyrgð í umönnun og uppeldi barna sinna. Ef ríkisstjórnin hefði varið sömu fjármunum í fræðslu fyrir allar nýjar fjölskyldur og varið var í meðferð þeirra nokkur hundruð fjölskyldna sem erfiðast eiga hefðu allir foreldrar ungbarna, bæði mæður og feður, fengið fræðslu. Nauðsynlegt er að hugsa lengra en að bjarga einungis þeim börnum og unglingum sem komin eru í alvarlegan vanda. Forvarnir kosta peninga en ef horft er til lengri tíma er um að ræða mikinn þjóðfélagslegan sparnað. Er ekki tími til kominn að staldra við og byrgja brunna? Við vitum að hæfni foreldra er og verður besta forvörnin og er endingarbetri lausn en inngrip stofnana. Það er því eitt mikilvægasta verkefni hverrar þjóðar að leggja foreldrum öflugt lið til að efla þá til dáða í uppeldishlutverkinu.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun