Er bakland ferðaþjónustufyrirtækja í lagi? Fjóla Guðjónsdóttir skrifar 5. júní 2013 08:59 Mikil fjölgun hefur orðið í fjölda ferðamanna sem koma til Íslands og á þessu ári er búist við að ferðaþjónustan verði ein þeirra atvinnugreina sem skapar hvað mestar gjaldeyristekjur. Samfara fjölgun ferðamanna hafa öryggismál ferðaþjónustunnar verið talsvert í umræðunni enda mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og kostur er. Hraður vöxtur atvinnugreinarinnar þýðir að fyrirtækin sjálf eru mismunandi, bæði að stærð og umfangi. Mörg fyrirtæki eru viðkvæm fyrir ytri áföllum og oft þarf lítið að koma upp á til þess að rekstur þeirra fari úr skorðum. Sérstaklega á þetta við um minni eða ný ferðaþjónustufyrirtæki sem mega ekki við rekstrartruflunum eða áföllum sem má t.d. rekja til bilana, tjóna eða slysa á starfsfólki eða viðskiptavinum. Undirbúningur fyrir slík áföll getur skilið á milli þess hvort fyrirtækið verður undir í samkeppni eða nær að stækka og eflast. Slys sem má rekja til þess að búnaður eða tæki uppfyllir ekki öryggiskröfur þannig að ferðaþjónustuaðili verður skaðabótaskyldur, getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir atvinnugreinina í heild sinni. Þær afleiðingar má ekki vanmeta.Taki forvarnir alvarlega Ferðamálastofa hefur gefið út leiðbeinandi reglur um öryggismál fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirséð er að aukin áhersla mun vera lögð á öryggismál í löggjöf í framtíðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki taki forvarnir og öll öryggismál alvarlega og nýti þær leiðbeiningar og þá aðstoð sem í boði er. Í almennri umræðu um ferðaþjónustuna eru forvarnir oftar en ekki eingöngu skilgreindar sem slysavarnir. Í þeirri umræðu gleymist að horfa til tjónavarna og þess hversu mikilvægt það er að koma í veg fyrir tjón á húsnæði eða öðrum eignum fyrirtækjanna. Það er of sjaldan brýnt fyrir ferðaþjónustuaðilum að ganga úr skugga um að þeir séu rétt tryggðir, m.t.t. þeirrar þjónustu sem þeir bjóða upp á og í takt við umfang þess rekstrar sem þeir eru í. Það getur skipt sköpum að fyrirtækið sé rétt vátryggt þannig að það geti haldið áfram rekstri ef til bótaskyldra tjóna kemur.Undirbúningur gönguferða Þessa dagana býður Slysavarnafélagið Landsbjörg og Safetravel upp á námskeið fyrir almenning um gönguferðir. Einnig eru í boði örnámskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja um undirbúning gönguferða. Mikið framboð er af skipulögðum gönguferðum, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn, og því hvetur Sjóvá fyrirtæki og almenning til þess að kynna sér fræðslu Safetravel.Baklandið Sjóvá er hluti af ferðaþjónustuklasanum sem settur var á stofn 9. október síðastliðinn. Félagið tekur þátt í samstarfinu m.a. vegna þess að tryggingar eru nauðsynlegur hluti af baklandi ferðaþjónustufyrirtækja. Reynslan sýnir að það getur reynst fyrirtækjum og greininni í heild dýrkeypt ef vátryggingar fyrirtækjanna eru ekki í lagi. Því hvetur Sjóvá öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að leita sér ráðgjafar í upphafi rekstrar og einnig þegar fyrirsjáanlegar eru breytingar á þjónustu fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mikil fjölgun hefur orðið í fjölda ferðamanna sem koma til Íslands og á þessu ári er búist við að ferðaþjónustan verði ein þeirra atvinnugreina sem skapar hvað mestar gjaldeyristekjur. Samfara fjölgun ferðamanna hafa öryggismál ferðaþjónustunnar verið talsvert í umræðunni enda mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og kostur er. Hraður vöxtur atvinnugreinarinnar þýðir að fyrirtækin sjálf eru mismunandi, bæði að stærð og umfangi. Mörg fyrirtæki eru viðkvæm fyrir ytri áföllum og oft þarf lítið að koma upp á til þess að rekstur þeirra fari úr skorðum. Sérstaklega á þetta við um minni eða ný ferðaþjónustufyrirtæki sem mega ekki við rekstrartruflunum eða áföllum sem má t.d. rekja til bilana, tjóna eða slysa á starfsfólki eða viðskiptavinum. Undirbúningur fyrir slík áföll getur skilið á milli þess hvort fyrirtækið verður undir í samkeppni eða nær að stækka og eflast. Slys sem má rekja til þess að búnaður eða tæki uppfyllir ekki öryggiskröfur þannig að ferðaþjónustuaðili verður skaðabótaskyldur, getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir atvinnugreinina í heild sinni. Þær afleiðingar má ekki vanmeta.Taki forvarnir alvarlega Ferðamálastofa hefur gefið út leiðbeinandi reglur um öryggismál fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirséð er að aukin áhersla mun vera lögð á öryggismál í löggjöf í framtíðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki taki forvarnir og öll öryggismál alvarlega og nýti þær leiðbeiningar og þá aðstoð sem í boði er. Í almennri umræðu um ferðaþjónustuna eru forvarnir oftar en ekki eingöngu skilgreindar sem slysavarnir. Í þeirri umræðu gleymist að horfa til tjónavarna og þess hversu mikilvægt það er að koma í veg fyrir tjón á húsnæði eða öðrum eignum fyrirtækjanna. Það er of sjaldan brýnt fyrir ferðaþjónustuaðilum að ganga úr skugga um að þeir séu rétt tryggðir, m.t.t. þeirrar þjónustu sem þeir bjóða upp á og í takt við umfang þess rekstrar sem þeir eru í. Það getur skipt sköpum að fyrirtækið sé rétt vátryggt þannig að það geti haldið áfram rekstri ef til bótaskyldra tjóna kemur.Undirbúningur gönguferða Þessa dagana býður Slysavarnafélagið Landsbjörg og Safetravel upp á námskeið fyrir almenning um gönguferðir. Einnig eru í boði örnámskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja um undirbúning gönguferða. Mikið framboð er af skipulögðum gönguferðum, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn, og því hvetur Sjóvá fyrirtæki og almenning til þess að kynna sér fræðslu Safetravel.Baklandið Sjóvá er hluti af ferðaþjónustuklasanum sem settur var á stofn 9. október síðastliðinn. Félagið tekur þátt í samstarfinu m.a. vegna þess að tryggingar eru nauðsynlegur hluti af baklandi ferðaþjónustufyrirtækja. Reynslan sýnir að það getur reynst fyrirtækjum og greininni í heild dýrkeypt ef vátryggingar fyrirtækjanna eru ekki í lagi. Því hvetur Sjóvá öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að leita sér ráðgjafar í upphafi rekstrar og einnig þegar fyrirsjáanlegar eru breytingar á þjónustu fyrirtækisins.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun