Er bakland ferðaþjónustufyrirtækja í lagi? Fjóla Guðjónsdóttir skrifar 5. júní 2013 08:59 Mikil fjölgun hefur orðið í fjölda ferðamanna sem koma til Íslands og á þessu ári er búist við að ferðaþjónustan verði ein þeirra atvinnugreina sem skapar hvað mestar gjaldeyristekjur. Samfara fjölgun ferðamanna hafa öryggismál ferðaþjónustunnar verið talsvert í umræðunni enda mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og kostur er. Hraður vöxtur atvinnugreinarinnar þýðir að fyrirtækin sjálf eru mismunandi, bæði að stærð og umfangi. Mörg fyrirtæki eru viðkvæm fyrir ytri áföllum og oft þarf lítið að koma upp á til þess að rekstur þeirra fari úr skorðum. Sérstaklega á þetta við um minni eða ný ferðaþjónustufyrirtæki sem mega ekki við rekstrartruflunum eða áföllum sem má t.d. rekja til bilana, tjóna eða slysa á starfsfólki eða viðskiptavinum. Undirbúningur fyrir slík áföll getur skilið á milli þess hvort fyrirtækið verður undir í samkeppni eða nær að stækka og eflast. Slys sem má rekja til þess að búnaður eða tæki uppfyllir ekki öryggiskröfur þannig að ferðaþjónustuaðili verður skaðabótaskyldur, getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir atvinnugreinina í heild sinni. Þær afleiðingar má ekki vanmeta.Taki forvarnir alvarlega Ferðamálastofa hefur gefið út leiðbeinandi reglur um öryggismál fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirséð er að aukin áhersla mun vera lögð á öryggismál í löggjöf í framtíðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki taki forvarnir og öll öryggismál alvarlega og nýti þær leiðbeiningar og þá aðstoð sem í boði er. Í almennri umræðu um ferðaþjónustuna eru forvarnir oftar en ekki eingöngu skilgreindar sem slysavarnir. Í þeirri umræðu gleymist að horfa til tjónavarna og þess hversu mikilvægt það er að koma í veg fyrir tjón á húsnæði eða öðrum eignum fyrirtækjanna. Það er of sjaldan brýnt fyrir ferðaþjónustuaðilum að ganga úr skugga um að þeir séu rétt tryggðir, m.t.t. þeirrar þjónustu sem þeir bjóða upp á og í takt við umfang þess rekstrar sem þeir eru í. Það getur skipt sköpum að fyrirtækið sé rétt vátryggt þannig að það geti haldið áfram rekstri ef til bótaskyldra tjóna kemur.Undirbúningur gönguferða Þessa dagana býður Slysavarnafélagið Landsbjörg og Safetravel upp á námskeið fyrir almenning um gönguferðir. Einnig eru í boði örnámskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja um undirbúning gönguferða. Mikið framboð er af skipulögðum gönguferðum, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn, og því hvetur Sjóvá fyrirtæki og almenning til þess að kynna sér fræðslu Safetravel.Baklandið Sjóvá er hluti af ferðaþjónustuklasanum sem settur var á stofn 9. október síðastliðinn. Félagið tekur þátt í samstarfinu m.a. vegna þess að tryggingar eru nauðsynlegur hluti af baklandi ferðaþjónustufyrirtækja. Reynslan sýnir að það getur reynst fyrirtækjum og greininni í heild dýrkeypt ef vátryggingar fyrirtækjanna eru ekki í lagi. Því hvetur Sjóvá öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að leita sér ráðgjafar í upphafi rekstrar og einnig þegar fyrirsjáanlegar eru breytingar á þjónustu fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil fjölgun hefur orðið í fjölda ferðamanna sem koma til Íslands og á þessu ári er búist við að ferðaþjónustan verði ein þeirra atvinnugreina sem skapar hvað mestar gjaldeyristekjur. Samfara fjölgun ferðamanna hafa öryggismál ferðaþjónustunnar verið talsvert í umræðunni enda mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og kostur er. Hraður vöxtur atvinnugreinarinnar þýðir að fyrirtækin sjálf eru mismunandi, bæði að stærð og umfangi. Mörg fyrirtæki eru viðkvæm fyrir ytri áföllum og oft þarf lítið að koma upp á til þess að rekstur þeirra fari úr skorðum. Sérstaklega á þetta við um minni eða ný ferðaþjónustufyrirtæki sem mega ekki við rekstrartruflunum eða áföllum sem má t.d. rekja til bilana, tjóna eða slysa á starfsfólki eða viðskiptavinum. Undirbúningur fyrir slík áföll getur skilið á milli þess hvort fyrirtækið verður undir í samkeppni eða nær að stækka og eflast. Slys sem má rekja til þess að búnaður eða tæki uppfyllir ekki öryggiskröfur þannig að ferðaþjónustuaðili verður skaðabótaskyldur, getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir atvinnugreinina í heild sinni. Þær afleiðingar má ekki vanmeta.Taki forvarnir alvarlega Ferðamálastofa hefur gefið út leiðbeinandi reglur um öryggismál fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og fyrirséð er að aukin áhersla mun vera lögð á öryggismál í löggjöf í framtíðinni. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki taki forvarnir og öll öryggismál alvarlega og nýti þær leiðbeiningar og þá aðstoð sem í boði er. Í almennri umræðu um ferðaþjónustuna eru forvarnir oftar en ekki eingöngu skilgreindar sem slysavarnir. Í þeirri umræðu gleymist að horfa til tjónavarna og þess hversu mikilvægt það er að koma í veg fyrir tjón á húsnæði eða öðrum eignum fyrirtækjanna. Það er of sjaldan brýnt fyrir ferðaþjónustuaðilum að ganga úr skugga um að þeir séu rétt tryggðir, m.t.t. þeirrar þjónustu sem þeir bjóða upp á og í takt við umfang þess rekstrar sem þeir eru í. Það getur skipt sköpum að fyrirtækið sé rétt vátryggt þannig að það geti haldið áfram rekstri ef til bótaskyldra tjóna kemur.Undirbúningur gönguferða Þessa dagana býður Slysavarnafélagið Landsbjörg og Safetravel upp á námskeið fyrir almenning um gönguferðir. Einnig eru í boði örnámskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja um undirbúning gönguferða. Mikið framboð er af skipulögðum gönguferðum, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn, og því hvetur Sjóvá fyrirtæki og almenning til þess að kynna sér fræðslu Safetravel.Baklandið Sjóvá er hluti af ferðaþjónustuklasanum sem settur var á stofn 9. október síðastliðinn. Félagið tekur þátt í samstarfinu m.a. vegna þess að tryggingar eru nauðsynlegur hluti af baklandi ferðaþjónustufyrirtækja. Reynslan sýnir að það getur reynst fyrirtækjum og greininni í heild dýrkeypt ef vátryggingar fyrirtækjanna eru ekki í lagi. Því hvetur Sjóvá öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að leita sér ráðgjafar í upphafi rekstrar og einnig þegar fyrirsjáanlegar eru breytingar á þjónustu fyrirtækisins.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun