Skuggi yfir Austurvelli Lára Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2013 09:05 Þegar gefa á leyfi fyrir auknu byggingamagni á þrengri svæðum innan borgarinnar verður að spyrja: Hvaða afleiðingar hafa slík áform til frambúðar? Það sem drífur mig í þessi skrif er ótti gagnvart andvaraleysi og arðsemissjónarmiðum einstakra aðila. Þess háttar drifkraftur hefur oft orðið til þess að borgarbúar sitja uppi með lélega fjárfestingu. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur barist fyrir verndun Nasa og styð ég hans sjónarmið. Að mínu viti geymir húsið ákveðna sögu borgarinnar sem ég tel einstaka. Þessi skipulagsbreyting við Austurvöll er ekki fyrsta þrætuepli hagmunaaðila. Við skulum ekki gleyma að á sínum tíma voru uppi áform um að rífa Bernhöftstorfuna. Hvernig liti bæjarmyndin út, upp í brekkuna, ef það hefði gengið eftir? Á heimasíðu Torfusamtakanna má lesa: „Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar, með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra, björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu.“ Ef þessi barátta hefði ekki átt sér stað stæðu líklega byggingar frá áttunda áratugnum í stað Torfunnar. Ég skora á borgaryfirvöld að draga leyfi fyrir auknum byggingum við Austurvöll til baka. Ég tek undir með Helga Þorlákssyni sem ritar í grein Morgunblaðinu þann 18. maí: „Enn meira skuggavarp verður af nýrri hótelbyggingu á horni Austurvallar og Kirkjustrætis og þrengir mjög að húsum Alþingis.“ Það er skiljanlegt að eigendur vilji hámarka arð af lóðum sínum. Hitt er aftur á móti illskiljanlegt að borgarstjórnarmeirihluti Reykjavíkur ætli að gefa leyfi fyrir auknu byggingamagni á þessu „frímerki“. Austurvöll má líta á sem vin í malbikuðum veruleika borgarinnar. Slík svæði ber að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Þegar gefa á leyfi fyrir auknu byggingamagni á þrengri svæðum innan borgarinnar verður að spyrja: Hvaða afleiðingar hafa slík áform til frambúðar? Það sem drífur mig í þessi skrif er ótti gagnvart andvaraleysi og arðsemissjónarmiðum einstakra aðila. Þess háttar drifkraftur hefur oft orðið til þess að borgarbúar sitja uppi með lélega fjárfestingu. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur barist fyrir verndun Nasa og styð ég hans sjónarmið. Að mínu viti geymir húsið ákveðna sögu borgarinnar sem ég tel einstaka. Þessi skipulagsbreyting við Austurvöll er ekki fyrsta þrætuepli hagmunaaðila. Við skulum ekki gleyma að á sínum tíma voru uppi áform um að rífa Bernhöftstorfuna. Hvernig liti bæjarmyndin út, upp í brekkuna, ef það hefði gengið eftir? Á heimasíðu Torfusamtakanna má lesa: „Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar, með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra, björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu.“ Ef þessi barátta hefði ekki átt sér stað stæðu líklega byggingar frá áttunda áratugnum í stað Torfunnar. Ég skora á borgaryfirvöld að draga leyfi fyrir auknum byggingum við Austurvöll til baka. Ég tek undir með Helga Þorlákssyni sem ritar í grein Morgunblaðinu þann 18. maí: „Enn meira skuggavarp verður af nýrri hótelbyggingu á horni Austurvallar og Kirkjustrætis og þrengir mjög að húsum Alþingis.“ Það er skiljanlegt að eigendur vilji hámarka arð af lóðum sínum. Hitt er aftur á móti illskiljanlegt að borgarstjórnarmeirihluti Reykjavíkur ætli að gefa leyfi fyrir auknu byggingamagni á þessu „frímerki“. Austurvöll má líta á sem vin í malbikuðum veruleika borgarinnar. Slík svæði ber að vernda.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar