Skuggi yfir Austurvelli Lára Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2013 09:05 Þegar gefa á leyfi fyrir auknu byggingamagni á þrengri svæðum innan borgarinnar verður að spyrja: Hvaða afleiðingar hafa slík áform til frambúðar? Það sem drífur mig í þessi skrif er ótti gagnvart andvaraleysi og arðsemissjónarmiðum einstakra aðila. Þess háttar drifkraftur hefur oft orðið til þess að borgarbúar sitja uppi með lélega fjárfestingu. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur barist fyrir verndun Nasa og styð ég hans sjónarmið. Að mínu viti geymir húsið ákveðna sögu borgarinnar sem ég tel einstaka. Þessi skipulagsbreyting við Austurvöll er ekki fyrsta þrætuepli hagmunaaðila. Við skulum ekki gleyma að á sínum tíma voru uppi áform um að rífa Bernhöftstorfuna. Hvernig liti bæjarmyndin út, upp í brekkuna, ef það hefði gengið eftir? Á heimasíðu Torfusamtakanna má lesa: „Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar, með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra, björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu.“ Ef þessi barátta hefði ekki átt sér stað stæðu líklega byggingar frá áttunda áratugnum í stað Torfunnar. Ég skora á borgaryfirvöld að draga leyfi fyrir auknum byggingum við Austurvöll til baka. Ég tek undir með Helga Þorlákssyni sem ritar í grein Morgunblaðinu þann 18. maí: „Enn meira skuggavarp verður af nýrri hótelbyggingu á horni Austurvallar og Kirkjustrætis og þrengir mjög að húsum Alþingis.“ Það er skiljanlegt að eigendur vilji hámarka arð af lóðum sínum. Hitt er aftur á móti illskiljanlegt að borgarstjórnarmeirihluti Reykjavíkur ætli að gefa leyfi fyrir auknu byggingamagni á þessu „frímerki“. Austurvöll má líta á sem vin í malbikuðum veruleika borgarinnar. Slík svæði ber að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar gefa á leyfi fyrir auknu byggingamagni á þrengri svæðum innan borgarinnar verður að spyrja: Hvaða afleiðingar hafa slík áform til frambúðar? Það sem drífur mig í þessi skrif er ótti gagnvart andvaraleysi og arðsemissjónarmiðum einstakra aðila. Þess háttar drifkraftur hefur oft orðið til þess að borgarbúar sitja uppi með lélega fjárfestingu. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur barist fyrir verndun Nasa og styð ég hans sjónarmið. Að mínu viti geymir húsið ákveðna sögu borgarinnar sem ég tel einstaka. Þessi skipulagsbreyting við Austurvöll er ekki fyrsta þrætuepli hagmunaaðila. Við skulum ekki gleyma að á sínum tíma voru uppi áform um að rífa Bernhöftstorfuna. Hvernig liti bæjarmyndin út, upp í brekkuna, ef það hefði gengið eftir? Á heimasíðu Torfusamtakanna má lesa: „Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar, með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra, björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu.“ Ef þessi barátta hefði ekki átt sér stað stæðu líklega byggingar frá áttunda áratugnum í stað Torfunnar. Ég skora á borgaryfirvöld að draga leyfi fyrir auknum byggingum við Austurvöll til baka. Ég tek undir með Helga Þorlákssyni sem ritar í grein Morgunblaðinu þann 18. maí: „Enn meira skuggavarp verður af nýrri hótelbyggingu á horni Austurvallar og Kirkjustrætis og þrengir mjög að húsum Alþingis.“ Það er skiljanlegt að eigendur vilji hámarka arð af lóðum sínum. Hitt er aftur á móti illskiljanlegt að borgarstjórnarmeirihluti Reykjavíkur ætli að gefa leyfi fyrir auknu byggingamagni á þessu „frímerki“. Austurvöll má líta á sem vin í malbikuðum veruleika borgarinnar. Slík svæði ber að vernda.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun