Lífið

Yorke ánægður með lífið í Bandaríkjunum

Thom Yorke kann vel við sig í Bandaríkjunum.
Thom Yorke kann vel við sig í Bandaríkjunum. Nordicphotos/getty

Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hefur búið og starfað í Kaliforníu undanfarið.

Þar syngur hann með hljómsveitinni Atoms For Peace. Yorke segir að dvölin í Bandaríkjunum hafi gert honum gott.

„Mér finnst erfitt að vinna stanslaust í Bretlandi af því að þar óx ég úr grasi og þekki til. Ég fékk tortryggnina í arf og stundum er gott að hrista hana af sér,“ sagði tónlistarmaðurinn.

„Kannski er það aldurinn en mér finnst ég hafa sleppt tökunum á öllum þeim heimsku reglum sem ég hafði áður sett mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.