Lífið

Ástralar ánægðastir

Ástralar eru hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt könnun OECD.
Ástralar eru hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt könnun OECD. Nordicphotos/getty

Ástralar eru hamingjusamasta þjóð í heimi þetta árið, samkvæmt könnun OECD. Af 34 þjóðum voru íbúar Ástralíu ánægðastir með lífið og komu þættir á borð við tekjur, húsnæði, umhverfi og heilsu þar við sögu.

Nágrannar okkar í Svíþjóð vermdu annað sætið og Kanadabúar voru í því þriðja. Þá voru Norðmenn fjórða hamingjusamasta þjóð heims og Íslendingar í níunda sæti, mitt á milli Hollands og Bretlands.

Af 34 þjóðum voru Tyrkir óánægðastir. Niðurstöður og útreikningar OECD eru þó aðrar en niðurstöður Happy Planet-stuðulsins sem tekur mið af umhverfissjónarmiðum, en þar trónir Kosta Ríka í efsta sæti. Samkvæmt könnunum Sameinuðu þjóðanna eru Danir aftur á móti hamingjusamasta fólk í heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.