Með hvað er verið að sýsla? Hallgrímur Georgsson skrifar 24. maí 2013 06:00 Það er ekki að ástæðulausu sem almennir borgarar taka upp pennann og skrifa um heilbrigðismál á þann hátt sem gert hefur verið undanfarna mánuði og ár. Í grein starfsmanna landlæknisembættisins þann 26. mars síðastliðinn, sem m.a. Geir landlæknir skrifar undir, eru nefndar áhyggjur heilbrigðisstarfsfólks vegna niðurskurðar og aukins álags en bent á að það megi nú ekki gleyma því að þjónustan sé alltaf jafn góð eða betri. Því til staðfestingar er m.a. nefnt að á Íslandi er heilbrigðisþjónustan metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Sú „staðreynd“ er reyndar umhugsunarverð og var kveikjan að þessari grein. Hvernig er heilbrigðisþjónusta metin í hverju landi? Af eigin reynslu og í samtölum mínum við fólk sem sent hefur kærur til landlæknis hefur komið fram að þeim hefur nokkrum verið vísað frá embættinu án viðeigandi rökstuðnings. Hér er á ferðinni ákveðinn talnaleikur sem sýnir færri óánægða en ella. Sami leikur er uppi á borðinu þegar landlæknir gefur kærum sama málsnúmer og búið er að afgreiða og loka hjá embættinu. Þá er um að ræða sama sjúklinginn eða aðstandendur hans en málefnið alls ótengt fyrstu kærunni. Alvarlegur blekkingarleikur Ef þetta eru markviss vinnubrögð í langan tíma er ljóst að alvarlegur blekkingarleikur er í gangi. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að illa afgreidd kvörtunarmál vinda yfirleitt upp á sig og sjúklingurinn fær í framhaldinu slæma eða enga þjónustu. Á það bæði við innan heilbrigðisþjónustunnar og embættis landlæknis. Hversu stór er þessi ósýnilegi hópur óánægðra sjúklinga og aðstandenda þeirra? Orðræðan „Ekki leita að sökudólgum“ fer hátt í umræddri grein. Kemur þar fram að neikvætt sé að sópa kvörtunarmálum undir teppið á sama tíma og það er frekar vanþróað að leita að sökudólgum. Betra sé að spyrja „Hvað gerðist?“ í stað þess að spyrja „Hverjum er það að kenna?“. Á sama tíma og landlæknir sópar „sökudólgum“ undir teppið segir hann að óánægja sjúklinga sé einungis vegna „ágalla í skipulagi“ heilbrigðisþjónustunnar. Hvað þýðir þetta? Er sökudólgurinn þá ekki sá sem skipuleggur þjónustuna? Fyrir hverja er embætti landlæknis? Er það eingöngu til fyrir stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar sem ítrekað þagga niður óánægjukvabb og kvartanir? Er það til fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem óttast eðlilega mest af öllu að vera úthrópað sem sökudólgar og þurfa að axla ábyrgð stjórnenda sinna og yfirmanna? Með því að þagga markvisst niður óánægjuraddir lærir enginn af þeim mistökum sem óhjákvæmilega verða í þjónustunni. Vandamál skjólstæðinga kerfisins hrannast aftur á móti upp og verða óviðráðanleg. Þeir sem lenda í slíku fara smátt og smátt að tortryggja heilbrigðisstarfsfólk og þjónustuna sem í boði er. Embættismönnum finnst það aftur á móti alveg í lagi. Í lagi svo lengi sem sökudólgurinn finnst ekki, þeir geti áfram valið hvaða kvartanir eru teknar til skoðunar og þannig haldið áfram að sýna fram á flottar tölur á heimsmælikvarða. Höfundur er áhugamaður um réttláta málsmeðferð sjúklinga innan stjórnsýslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu sem almennir borgarar taka upp pennann og skrifa um heilbrigðismál á þann hátt sem gert hefur verið undanfarna mánuði og ár. Í grein starfsmanna landlæknisembættisins þann 26. mars síðastliðinn, sem m.a. Geir landlæknir skrifar undir, eru nefndar áhyggjur heilbrigðisstarfsfólks vegna niðurskurðar og aukins álags en bent á að það megi nú ekki gleyma því að þjónustan sé alltaf jafn góð eða betri. Því til staðfestingar er m.a. nefnt að á Íslandi er heilbrigðisþjónustan metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Sú „staðreynd“ er reyndar umhugsunarverð og var kveikjan að þessari grein. Hvernig er heilbrigðisþjónusta metin í hverju landi? Af eigin reynslu og í samtölum mínum við fólk sem sent hefur kærur til landlæknis hefur komið fram að þeim hefur nokkrum verið vísað frá embættinu án viðeigandi rökstuðnings. Hér er á ferðinni ákveðinn talnaleikur sem sýnir færri óánægða en ella. Sami leikur er uppi á borðinu þegar landlæknir gefur kærum sama málsnúmer og búið er að afgreiða og loka hjá embættinu. Þá er um að ræða sama sjúklinginn eða aðstandendur hans en málefnið alls ótengt fyrstu kærunni. Alvarlegur blekkingarleikur Ef þetta eru markviss vinnubrögð í langan tíma er ljóst að alvarlegur blekkingarleikur er í gangi. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að illa afgreidd kvörtunarmál vinda yfirleitt upp á sig og sjúklingurinn fær í framhaldinu slæma eða enga þjónustu. Á það bæði við innan heilbrigðisþjónustunnar og embættis landlæknis. Hversu stór er þessi ósýnilegi hópur óánægðra sjúklinga og aðstandenda þeirra? Orðræðan „Ekki leita að sökudólgum“ fer hátt í umræddri grein. Kemur þar fram að neikvætt sé að sópa kvörtunarmálum undir teppið á sama tíma og það er frekar vanþróað að leita að sökudólgum. Betra sé að spyrja „Hvað gerðist?“ í stað þess að spyrja „Hverjum er það að kenna?“. Á sama tíma og landlæknir sópar „sökudólgum“ undir teppið segir hann að óánægja sjúklinga sé einungis vegna „ágalla í skipulagi“ heilbrigðisþjónustunnar. Hvað þýðir þetta? Er sökudólgurinn þá ekki sá sem skipuleggur þjónustuna? Fyrir hverja er embætti landlæknis? Er það eingöngu til fyrir stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar sem ítrekað þagga niður óánægjukvabb og kvartanir? Er það til fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem óttast eðlilega mest af öllu að vera úthrópað sem sökudólgar og þurfa að axla ábyrgð stjórnenda sinna og yfirmanna? Með því að þagga markvisst niður óánægjuraddir lærir enginn af þeim mistökum sem óhjákvæmilega verða í þjónustunni. Vandamál skjólstæðinga kerfisins hrannast aftur á móti upp og verða óviðráðanleg. Þeir sem lenda í slíku fara smátt og smátt að tortryggja heilbrigðisstarfsfólk og þjónustuna sem í boði er. Embættismönnum finnst það aftur á móti alveg í lagi. Í lagi svo lengi sem sökudólgurinn finnst ekki, þeir geti áfram valið hvaða kvartanir eru teknar til skoðunar og þannig haldið áfram að sýna fram á flottar tölur á heimsmælikvarða. Höfundur er áhugamaður um réttláta málsmeðferð sjúklinga innan stjórnsýslunnar.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar