Borgarráð niðurgreiðir daggæslu í öðrum sveitarfélögum Sigrún Edda Lövdal skrifar 24. maí 2013 06:00 „Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur með lögheimili utan Reykjavíkur með börn í vistun hjá dagforeldri fá greidda hærri niðurgreiðslu.“ Svona hljóðar byrjun á breytingu á reglum skóla og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2013. Í sömu reglum kemur fram: „Skilyrði niðurgreiðslu til lækkunar daggæslugjalda er að skráð lögheimili barns í Þjóðskrá og föst búseta þess sé í Reykjavík. Oddný Sturludóttir fulltrúi Samfylkingar og Óttar Proppé fulltrúi Besta flokksins sitja bæði í borgarráði Reykjavíkur. Þessir tveir borgarfulltrúar hafa fundað með stjórn Barnsins - félags dagforeldra í Reykjavík undanfarin tvö ár þar sem fulltrúar stjórnarinnar hafa barist fyrir umtalsverðum hækkunum á niðurgreiðslu til foreldra barna sem eru hjá dagforeldrum og yrðu þær hækkanir til þess að lækka daggæslugjöld foreldra um 1.000 barna í borginni til jafns á við leikskólagjöld. Talað er fyrir daufum eyrum þeirra Oddnýjar og Óttars sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þessa foreldra og bera við miklum fjárhagsvanda borgarinnar. Ekki með nokkru móti hefur verið hægt að koma þeim í skilning um að það verði að koma til móts og hækka niðurgreiðslur foreldra barna hjá dagforeldrum þó ekki væri nema fyrir það eitt að þessar niðurgreiðslur hafa nánast staðið í stað í rúm fimm ár, þeim er nokk sama. Fram hjá reglum Hvernig má það þá vera að þeir sem í borgarráði Reykjavíkur sitja samþykkja að niðurgreiða daggæslu barna úr öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að skilyrði sé í reglum um að lögheimili barns og föst búseta verði að vera í Reykjavík. Þeir sem í borgarráði Reykjavíkur sitja virðast geta gengið fram hjá reglum og samviskulaust horft fram hjá um 1.000 barnafjölskyldum sem greiða gjöld sín og skatta til borgarsjóðs Eiga borgarfulltrúar Reykjavíkur ekki að vinna í þágu þeirra sem búa í borginni en ekki að verja sköttum og gjöldum sem Reykvíkingar greiða ár hvert til borgarsjóðs í að lækka daggæslugjöld hjá foreldrum sem búa utan Reykjavíkur, þó svo að þeir starfi á leikskólum borgarinnar. Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur sem búa utan Reykjavíkur greiða nú 18.735 krónu lægri daggæslugjöld til dagforeldra en reykvískir foreldrar sem eru giftir eða í sambúð, eins furðulega og það hljómar þá geta þeir foreldrar þakkað borgarráði Reykjavíkur þá lækkun. Stjórn Barnsins krefst þess að Oddný Sturludóttir svari því að þegar hún ekki með nokkru móti má heyra minnst á að hækka niðurgreiðslur umtalsvert til foreldra barna í Reykjavík, taki þau sem í borgarráði Reykjavíkur sitja sig til og samþykki að niðurgreiða daggæslu barna sem búa utan Reykjavíkur og lækka daggæslugjöld foreldra þeirra um 18.735 krónur. Jafnframt svari hún þeirri spurningu hvort leikskólagjöld barna sem eru í leikskólum í öðrum sveitarfélögum séu líka niðurgreidd af borgarsjóði ef foreldri þess er starfsmaður leikskóla Reykjavíkurborgar. Fjölskyldum mismunað Í grein sem birtist eftir Oddný Sturludóttir í Fréttablaðinu 22. mars sl. dásamar hún hversu mikið Reykjavíkurborg hefur forgangsraðað fyrir foreldra og staðið vel við bakið á barnafjölskyldum. Er það mat Oddnýjar að Reykjavíkurborg sé ekkert minna en barnaborg. Það er öðru nær og endurspeglar þessi grein Oddnýjar það sem stjórn Barnsins hefur ávallt haldið fram á fundum með henni og Óttari Proppé, að fjölskyldur þeirra um 1.000 reykvísku barna sem dvelja í vistun hjá dagforeldrum eru nánast ekki til fyrir henni eða öðrum borgarfulltrúum og virðist þeim nokkuð sama þó þessir foreldrar sem hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af erfiðu efnahagsástandi undanfarin ár greiði daggæslugjöld sem eru um 400.000.- kr. hærri en foreldrar leikskólabarna greiða á ári hverju. Þetta kallast ekki að standa við bakið á barnafjölskyldum Oddný Sturludóttir, þetta kallast að mismuna fjölskyldum ungra barna svo um munar í Reykjavík. Stjórn Barnsins hvetur Oddnýju Sturludóttir til að skrifa grein í Fréttablaðið og svara þeim spurningum sem koma fram í þessari grein og væri þá lag fyrir borgarfulltrúann að beina sjónum sínum að foreldrum þeirra um 1.000 reykvísku barna sem dvelja í vistun hjá dagforeldrum og upplýsa þá um hvað hún og aðrir borgarfulltrúar ætla að gera til þess að Reykjavíkurborg geti orðið borg þeirra barna líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur með lögheimili utan Reykjavíkur með börn í vistun hjá dagforeldri fá greidda hærri niðurgreiðslu.“ Svona hljóðar byrjun á breytingu á reglum skóla og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2013. Í sömu reglum kemur fram: „Skilyrði niðurgreiðslu til lækkunar daggæslugjalda er að skráð lögheimili barns í Þjóðskrá og föst búseta þess sé í Reykjavík. Oddný Sturludóttir fulltrúi Samfylkingar og Óttar Proppé fulltrúi Besta flokksins sitja bæði í borgarráði Reykjavíkur. Þessir tveir borgarfulltrúar hafa fundað með stjórn Barnsins - félags dagforeldra í Reykjavík undanfarin tvö ár þar sem fulltrúar stjórnarinnar hafa barist fyrir umtalsverðum hækkunum á niðurgreiðslu til foreldra barna sem eru hjá dagforeldrum og yrðu þær hækkanir til þess að lækka daggæslugjöld foreldra um 1.000 barna í borginni til jafns á við leikskólagjöld. Talað er fyrir daufum eyrum þeirra Oddnýjar og Óttars sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þessa foreldra og bera við miklum fjárhagsvanda borgarinnar. Ekki með nokkru móti hefur verið hægt að koma þeim í skilning um að það verði að koma til móts og hækka niðurgreiðslur foreldra barna hjá dagforeldrum þó ekki væri nema fyrir það eitt að þessar niðurgreiðslur hafa nánast staðið í stað í rúm fimm ár, þeim er nokk sama. Fram hjá reglum Hvernig má það þá vera að þeir sem í borgarráði Reykjavíkur sitja samþykkja að niðurgreiða daggæslu barna úr öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að skilyrði sé í reglum um að lögheimili barns og föst búseta verði að vera í Reykjavík. Þeir sem í borgarráði Reykjavíkur sitja virðast geta gengið fram hjá reglum og samviskulaust horft fram hjá um 1.000 barnafjölskyldum sem greiða gjöld sín og skatta til borgarsjóðs Eiga borgarfulltrúar Reykjavíkur ekki að vinna í þágu þeirra sem búa í borginni en ekki að verja sköttum og gjöldum sem Reykvíkingar greiða ár hvert til borgarsjóðs í að lækka daggæslugjöld hjá foreldrum sem búa utan Reykjavíkur, þó svo að þeir starfi á leikskólum borgarinnar. Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur sem búa utan Reykjavíkur greiða nú 18.735 krónu lægri daggæslugjöld til dagforeldra en reykvískir foreldrar sem eru giftir eða í sambúð, eins furðulega og það hljómar þá geta þeir foreldrar þakkað borgarráði Reykjavíkur þá lækkun. Stjórn Barnsins krefst þess að Oddný Sturludóttir svari því að þegar hún ekki með nokkru móti má heyra minnst á að hækka niðurgreiðslur umtalsvert til foreldra barna í Reykjavík, taki þau sem í borgarráði Reykjavíkur sitja sig til og samþykki að niðurgreiða daggæslu barna sem búa utan Reykjavíkur og lækka daggæslugjöld foreldra þeirra um 18.735 krónur. Jafnframt svari hún þeirri spurningu hvort leikskólagjöld barna sem eru í leikskólum í öðrum sveitarfélögum séu líka niðurgreidd af borgarsjóði ef foreldri þess er starfsmaður leikskóla Reykjavíkurborgar. Fjölskyldum mismunað Í grein sem birtist eftir Oddný Sturludóttir í Fréttablaðinu 22. mars sl. dásamar hún hversu mikið Reykjavíkurborg hefur forgangsraðað fyrir foreldra og staðið vel við bakið á barnafjölskyldum. Er það mat Oddnýjar að Reykjavíkurborg sé ekkert minna en barnaborg. Það er öðru nær og endurspeglar þessi grein Oddnýjar það sem stjórn Barnsins hefur ávallt haldið fram á fundum með henni og Óttari Proppé, að fjölskyldur þeirra um 1.000 reykvísku barna sem dvelja í vistun hjá dagforeldrum eru nánast ekki til fyrir henni eða öðrum borgarfulltrúum og virðist þeim nokkuð sama þó þessir foreldrar sem hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af erfiðu efnahagsástandi undanfarin ár greiði daggæslugjöld sem eru um 400.000.- kr. hærri en foreldrar leikskólabarna greiða á ári hverju. Þetta kallast ekki að standa við bakið á barnafjölskyldum Oddný Sturludóttir, þetta kallast að mismuna fjölskyldum ungra barna svo um munar í Reykjavík. Stjórn Barnsins hvetur Oddnýju Sturludóttir til að skrifa grein í Fréttablaðið og svara þeim spurningum sem koma fram í þessari grein og væri þá lag fyrir borgarfulltrúann að beina sjónum sínum að foreldrum þeirra um 1.000 reykvísku barna sem dvelja í vistun hjá dagforeldrum og upplýsa þá um hvað hún og aðrir borgarfulltrúar ætla að gera til þess að Reykjavíkurborg geti orðið borg þeirra barna líka.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun