Borgarráð niðurgreiðir daggæslu í öðrum sveitarfélögum Sigrún Edda Lövdal skrifar 24. maí 2013 06:00 „Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur með lögheimili utan Reykjavíkur með börn í vistun hjá dagforeldri fá greidda hærri niðurgreiðslu.“ Svona hljóðar byrjun á breytingu á reglum skóla og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2013. Í sömu reglum kemur fram: „Skilyrði niðurgreiðslu til lækkunar daggæslugjalda er að skráð lögheimili barns í Þjóðskrá og föst búseta þess sé í Reykjavík. Oddný Sturludóttir fulltrúi Samfylkingar og Óttar Proppé fulltrúi Besta flokksins sitja bæði í borgarráði Reykjavíkur. Þessir tveir borgarfulltrúar hafa fundað með stjórn Barnsins - félags dagforeldra í Reykjavík undanfarin tvö ár þar sem fulltrúar stjórnarinnar hafa barist fyrir umtalsverðum hækkunum á niðurgreiðslu til foreldra barna sem eru hjá dagforeldrum og yrðu þær hækkanir til þess að lækka daggæslugjöld foreldra um 1.000 barna í borginni til jafns á við leikskólagjöld. Talað er fyrir daufum eyrum þeirra Oddnýjar og Óttars sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þessa foreldra og bera við miklum fjárhagsvanda borgarinnar. Ekki með nokkru móti hefur verið hægt að koma þeim í skilning um að það verði að koma til móts og hækka niðurgreiðslur foreldra barna hjá dagforeldrum þó ekki væri nema fyrir það eitt að þessar niðurgreiðslur hafa nánast staðið í stað í rúm fimm ár, þeim er nokk sama. Fram hjá reglum Hvernig má það þá vera að þeir sem í borgarráði Reykjavíkur sitja samþykkja að niðurgreiða daggæslu barna úr öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að skilyrði sé í reglum um að lögheimili barns og föst búseta verði að vera í Reykjavík. Þeir sem í borgarráði Reykjavíkur sitja virðast geta gengið fram hjá reglum og samviskulaust horft fram hjá um 1.000 barnafjölskyldum sem greiða gjöld sín og skatta til borgarsjóðs Eiga borgarfulltrúar Reykjavíkur ekki að vinna í þágu þeirra sem búa í borginni en ekki að verja sköttum og gjöldum sem Reykvíkingar greiða ár hvert til borgarsjóðs í að lækka daggæslugjöld hjá foreldrum sem búa utan Reykjavíkur, þó svo að þeir starfi á leikskólum borgarinnar. Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur sem búa utan Reykjavíkur greiða nú 18.735 krónu lægri daggæslugjöld til dagforeldra en reykvískir foreldrar sem eru giftir eða í sambúð, eins furðulega og það hljómar þá geta þeir foreldrar þakkað borgarráði Reykjavíkur þá lækkun. Stjórn Barnsins krefst þess að Oddný Sturludóttir svari því að þegar hún ekki með nokkru móti má heyra minnst á að hækka niðurgreiðslur umtalsvert til foreldra barna í Reykjavík, taki þau sem í borgarráði Reykjavíkur sitja sig til og samþykki að niðurgreiða daggæslu barna sem búa utan Reykjavíkur og lækka daggæslugjöld foreldra þeirra um 18.735 krónur. Jafnframt svari hún þeirri spurningu hvort leikskólagjöld barna sem eru í leikskólum í öðrum sveitarfélögum séu líka niðurgreidd af borgarsjóði ef foreldri þess er starfsmaður leikskóla Reykjavíkurborgar. Fjölskyldum mismunað Í grein sem birtist eftir Oddný Sturludóttir í Fréttablaðinu 22. mars sl. dásamar hún hversu mikið Reykjavíkurborg hefur forgangsraðað fyrir foreldra og staðið vel við bakið á barnafjölskyldum. Er það mat Oddnýjar að Reykjavíkurborg sé ekkert minna en barnaborg. Það er öðru nær og endurspeglar þessi grein Oddnýjar það sem stjórn Barnsins hefur ávallt haldið fram á fundum með henni og Óttari Proppé, að fjölskyldur þeirra um 1.000 reykvísku barna sem dvelja í vistun hjá dagforeldrum eru nánast ekki til fyrir henni eða öðrum borgarfulltrúum og virðist þeim nokkuð sama þó þessir foreldrar sem hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af erfiðu efnahagsástandi undanfarin ár greiði daggæslugjöld sem eru um 400.000.- kr. hærri en foreldrar leikskólabarna greiða á ári hverju. Þetta kallast ekki að standa við bakið á barnafjölskyldum Oddný Sturludóttir, þetta kallast að mismuna fjölskyldum ungra barna svo um munar í Reykjavík. Stjórn Barnsins hvetur Oddnýju Sturludóttir til að skrifa grein í Fréttablaðið og svara þeim spurningum sem koma fram í þessari grein og væri þá lag fyrir borgarfulltrúann að beina sjónum sínum að foreldrum þeirra um 1.000 reykvísku barna sem dvelja í vistun hjá dagforeldrum og upplýsa þá um hvað hún og aðrir borgarfulltrúar ætla að gera til þess að Reykjavíkurborg geti orðið borg þeirra barna líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur með lögheimili utan Reykjavíkur með börn í vistun hjá dagforeldri fá greidda hærri niðurgreiðslu.“ Svona hljóðar byrjun á breytingu á reglum skóla og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarráði Reykjavíkur þann 14. mars 2013. Í sömu reglum kemur fram: „Skilyrði niðurgreiðslu til lækkunar daggæslugjalda er að skráð lögheimili barns í Þjóðskrá og föst búseta þess sé í Reykjavík. Oddný Sturludóttir fulltrúi Samfylkingar og Óttar Proppé fulltrúi Besta flokksins sitja bæði í borgarráði Reykjavíkur. Þessir tveir borgarfulltrúar hafa fundað með stjórn Barnsins - félags dagforeldra í Reykjavík undanfarin tvö ár þar sem fulltrúar stjórnarinnar hafa barist fyrir umtalsverðum hækkunum á niðurgreiðslu til foreldra barna sem eru hjá dagforeldrum og yrðu þær hækkanir til þess að lækka daggæslugjöld foreldra um 1.000 barna í borginni til jafns á við leikskólagjöld. Talað er fyrir daufum eyrum þeirra Oddnýjar og Óttars sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þessa foreldra og bera við miklum fjárhagsvanda borgarinnar. Ekki með nokkru móti hefur verið hægt að koma þeim í skilning um að það verði að koma til móts og hækka niðurgreiðslur foreldra barna hjá dagforeldrum þó ekki væri nema fyrir það eitt að þessar niðurgreiðslur hafa nánast staðið í stað í rúm fimm ár, þeim er nokk sama. Fram hjá reglum Hvernig má það þá vera að þeir sem í borgarráði Reykjavíkur sitja samþykkja að niðurgreiða daggæslu barna úr öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að skilyrði sé í reglum um að lögheimili barns og föst búseta verði að vera í Reykjavík. Þeir sem í borgarráði Reykjavíkur sitja virðast geta gengið fram hjá reglum og samviskulaust horft fram hjá um 1.000 barnafjölskyldum sem greiða gjöld sín og skatta til borgarsjóðs Eiga borgarfulltrúar Reykjavíkur ekki að vinna í þágu þeirra sem búa í borginni en ekki að verja sköttum og gjöldum sem Reykvíkingar greiða ár hvert til borgarsjóðs í að lækka daggæslugjöld hjá foreldrum sem búa utan Reykjavíkur, þó svo að þeir starfi á leikskólum borgarinnar. Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur sem búa utan Reykjavíkur greiða nú 18.735 krónu lægri daggæslugjöld til dagforeldra en reykvískir foreldrar sem eru giftir eða í sambúð, eins furðulega og það hljómar þá geta þeir foreldrar þakkað borgarráði Reykjavíkur þá lækkun. Stjórn Barnsins krefst þess að Oddný Sturludóttir svari því að þegar hún ekki með nokkru móti má heyra minnst á að hækka niðurgreiðslur umtalsvert til foreldra barna í Reykjavík, taki þau sem í borgarráði Reykjavíkur sitja sig til og samþykki að niðurgreiða daggæslu barna sem búa utan Reykjavíkur og lækka daggæslugjöld foreldra þeirra um 18.735 krónur. Jafnframt svari hún þeirri spurningu hvort leikskólagjöld barna sem eru í leikskólum í öðrum sveitarfélögum séu líka niðurgreidd af borgarsjóði ef foreldri þess er starfsmaður leikskóla Reykjavíkurborgar. Fjölskyldum mismunað Í grein sem birtist eftir Oddný Sturludóttir í Fréttablaðinu 22. mars sl. dásamar hún hversu mikið Reykjavíkurborg hefur forgangsraðað fyrir foreldra og staðið vel við bakið á barnafjölskyldum. Er það mat Oddnýjar að Reykjavíkurborg sé ekkert minna en barnaborg. Það er öðru nær og endurspeglar þessi grein Oddnýjar það sem stjórn Barnsins hefur ávallt haldið fram á fundum með henni og Óttari Proppé, að fjölskyldur þeirra um 1.000 reykvísku barna sem dvelja í vistun hjá dagforeldrum eru nánast ekki til fyrir henni eða öðrum borgarfulltrúum og virðist þeim nokkuð sama þó þessir foreldrar sem hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af erfiðu efnahagsástandi undanfarin ár greiði daggæslugjöld sem eru um 400.000.- kr. hærri en foreldrar leikskólabarna greiða á ári hverju. Þetta kallast ekki að standa við bakið á barnafjölskyldum Oddný Sturludóttir, þetta kallast að mismuna fjölskyldum ungra barna svo um munar í Reykjavík. Stjórn Barnsins hvetur Oddnýju Sturludóttir til að skrifa grein í Fréttablaðið og svara þeim spurningum sem koma fram í þessari grein og væri þá lag fyrir borgarfulltrúann að beina sjónum sínum að foreldrum þeirra um 1.000 reykvísku barna sem dvelja í vistun hjá dagforeldrum og upplýsa þá um hvað hún og aðrir borgarfulltrúar ætla að gera til þess að Reykjavíkurborg geti orðið borg þeirra barna líka.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun