Lífið

May þolir ekki The Voice

Brian May Er aðdáandi Tom Jones en fyrirlítur raunveruleikaþáttinn The Voice.
Brian May Er aðdáandi Tom Jones en fyrirlítur raunveruleikaþáttinn The Voice.

Queen-gítarleikarinn Brian May opinberaði andstyggð sína á raunveruleikaþættinum The Voice á heimasíðu sinni í vikunni.

Þátturinn, sem nýtur gríðarlegra vinsælda í Bretlandi eins og víða um heim, gengur út á að dómararnir Tom Jones, will.i.am, Jessie J og Danny O‘Donoghue keppa sín á milli við að finna bestu söngvarana úr stórum hópi þátttakenda.

„Alltaf þegar ég sé unga söngvara rembast við að ná athygli dómara sem snýr baki í þá á dónalegan hátt verður mér illt,“ sagði May og bætti við að hann óskaði þættinum skjóts dauðdaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.