Orð formanns Framsóknarflokksins um að staða og horfur í ríkisfjármálum væru verri en áður var talið féllu í grýttan jarðveg. Fráfarandi ráðherrar og stuðningsmenn fóru beint í skotgrafirnar og töluðu um að verið væri að svíkja gefin loforð framsóknarmanna.
Allir sem einn hunsuðu orð Sigmundar Davíðs um að þessar horfur í ríkisfjármálum gerðu það enn brýnna að fara leið okkar framsóknarmanna um skuldaleiðréttingu og aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu. Aðeins þannig gætum við komið íslensku efnahagslífi af stað. Af hverju heimilin? Í huga okkar framsóknarmanna eru heimilin gangverk efnahagslífsins. Ef heimilin eru að drukkna í skuldum, kaupa þau ekki vörur og þjónustu.
Fyrirtæki hækka þá ekki laun starfsmanna, ráða ekki nýtt fólk og fara ekki í nýjar fjárfestingar. Tekjur ríkissjóðs standa þá í stað eða dragast saman. Þetta er ást æða þess að hagvaxtarspár ganga ekki eftir, þetta er ástæða þess að fjárfestingar hafa verið í sögulegu lágmarki. Þetta er ástæða þess að tekjur ríkissjóðs eru minni en áætlað var. Á sama tíma er umtalsverður þrýstingur á aukin útgjöld sem skýrist meðal annars af ýmsum loforðum fráfarandi stjórnvalda. Þar má nefna jafnlaunaátakið, fríar tannlækningar barna, niðurfellingu lánsveða, að lánum hjá LÍN verði breytt að hluta í styrki, nýtt frumvarp um almannatryggingar o.s.frv. Allt verðug verkefni, en fyrst þarf að afla áður en eytt er.
Rétt forgangsröðun Með réttri forgangsröðun getum við snúið ríkisfjármálunum til betri vegar. Við þurfum öll að taka höndum saman í baráttunni við kröfuhafana.
Ef ekki er vilji til að semja þarf að nota öll tiltæk ráð til að þrýsta á samninga, þar á meðal skattlagningarvald Alþingis gagnvart búum í skiptum. Afnema þarf verðtryggingu neytendalána. Skattkerfið þarf að einfalda og tryggja að það skapi jákvæða hvata til atvinnusköpunar.
Eitt fyrsta skref til þess væri lækkun tryggingagjalds sem leggst hvað þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki með háan launakostnað. Til lengri tíma litið þarf svo að endurskoða helstu tekjuöflunarkerfi ríkisins, virðisauka- og tekjuskattinn auk þess að bæta skattaframkvæmd almennt. Okkur öllum til hagsbóta.

Heimilin alltaf í forgang
Skoðun

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar