Opin miðborg í andlitslyftingu Jakob Frímann Magnússon skrifar 21. maí 2013 09:30 Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun