Kjarasamningar – ný þjóðarsátt Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Fram undan eru tímar þar sem leysa þarf úr mikilvægum málum á hinum pólitíska vettvangi og afar brýnt er að það verði gert með þeim hætti að þjóðin fái ekki annan skell í ætt við þann sem hún fékk í október árið 2008. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur glímdi við mörg erfið mál, kláraði sum þeirra en skildi önnur eftir í uppnámi. Staðan er þannig núna að það skortir stöðugleika og festu til þess að atvinnustarfsemi geti blómstrað. Þeir sem leggja út í atvinnurekstur vilja og þurfa að geta treyst því að hægt sé að gera áætlanir til nánustu framtíðar. Fjárfestingar eru nú í algjöru lágmarki og meira að segja hefur vantað allan fjárfestingarvilja þeirra sem starfa í höfuðatvinnugrein okkar, sjávarútvegi, því ríkisstjórnarflokkarnir komu málum þannig fyrir að óvissan um atvinnugreinina varð alger.Ný ríkisstjórn Nýrrar ríkisstjórnar bíða risavaxin og vandasöm verkefni. Annars vegar þarf ný ríkisstjórn að koma með áætlun um hvernig efna skuli helstu kosningaloforðin, t.d. um hvernig taka skuli á skuldavanda heimilanna. Hins vegar þarf hún að leggja fram áætlun um hvernig stöðugleika verði náð þannig að efnahagslífið fái þann vind í seglin sem það þarf. Leggja þarf fram trúverðuga áætlun um losun gjaldeyrishafta, endurskoða skattkerfið, skapa sátt um sjávarútvegsmálin og tryggja gengisstöðugleika.Verðbólgan Á síðari hluta þessa árs og í byrjun árs 2014 renna út gildandi kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Vitað er að ýmsar starfsstéttir hugsa sér gott til glóðarinnar. Nú skal reynt að vinna til baka það sem verðbólgan hefur hirt úr vasa launþeganna. Maður skynjar nú í samfélaginu vantraust á því að hægt sé að hemja verðbólguna. Þegar slíkt ástand skapast fer í gang eins konar vítisvél þar sem öll skynsemi hverfur og hver hugsar bara um sig. Launþegar vilja sem hæsta krónutöluhækkun og seljendur vöru og þjónustu hækka verð sín og gjaldskrár án umhugsunar. Hækka verðin um rúmlega það sem þyrfti því verðbólgan mun jú halda áfram! ASÍ heldur því nú fram að innfluttar vörur hafi ekki lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar síðustu mánuði. Skýringin er eflaust sú að innflytjendum finnst varla taka því að standa í því að lækka verðin þar sem verðbólgan sé hvort eð er komin til að vera. Auk þess eiga neytendur erfitt með að fylgjast með þegar verðbólga hefur verið svo mikil sem raun ber vitni um frá bankahruni. Ný þjóðarsátt Nú fer að fara af stað vinna við undirbúning næstu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Við lærðum það af núgildandi kjarasamningum að fullkomið traust þarf að ríkja á milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins ef vel á að takast til. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst ekki, að mati aðila vinnumarkaðarins, að standa við allt það sem hún lofaði við gerð síðustu kjarasamninga. Það sem þjóðin þarf nú virkilega á að halda er að gerðir verði nýir þjóðarsáttarsamningar í anda samninganna sem gerðir voru árið 1990 og kenndir hafa verið við Einar Odd Kristjánsson og Þröst Ólafsson. Þeir samningar einkenndust af því að að þeim komu margir ólíkir hagsmunaaðilar og ríkisstjórnin var einn af þeim en á þeim tíma þótti það ekki sjálfsagt. Hornsteinninn var stöðugt gengi og hætt var að nota verðtryggingarákvæði. Menn sammæltust um að halda verðlagi stöðugu og var t.d. verði á búvöru haldið óbreyttu en það þrengdi tímabundið mjög að kjörum bænda. Fyrirhuguðum hækkunum á verði fyrir opinbera þjónustu var haldið í algjöru lágmarki. Nafnvextir voru lækkaðir til hagsbóta fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki og skattar voru lækkaðir á fyrirtæki. Gerðir voru kjarasamningar til langs tíma og einblínt á að auka kaupmáttinn. Þessir samningar skiluðu miklum árangri en lykillinn var mikil samstaða margra aðila. Hvað þarf til? Nýja þjóðarsáttarsamninga er ekki hægt að gera nema með aðkomu nýrrar ríkisstjórnar sem er einhuga, stefnuföst og sterk og býr yfir aga til þess að koma á stöðugleika. Tryggja þarf að verðlag haldist stöðugt með því að ná fram jafnvægi í gengi krónunnar. Finna þarf út hvað svigrúm til launahækkana er mikið og gæta þess að innistæða sé fyrir þeim launahækkunum sem samið verður um. Vexti þarf að lækka og ef það næst ekki fram með núgildandi fyrirkomulagi þarf að huga að breytingu á stjórn peningamála. Raunstýrivextir hér á landi eru um 3% en eru neikvæðir víða erlendis. Þetta er mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið og uppbyggingu þess og stendur í raun í vegi fyrir allri framför. Lækka þarf skatta á fyrirtæki og einfalda skattkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fram undan eru tímar þar sem leysa þarf úr mikilvægum málum á hinum pólitíska vettvangi og afar brýnt er að það verði gert með þeim hætti að þjóðin fái ekki annan skell í ætt við þann sem hún fékk í október árið 2008. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur glímdi við mörg erfið mál, kláraði sum þeirra en skildi önnur eftir í uppnámi. Staðan er þannig núna að það skortir stöðugleika og festu til þess að atvinnustarfsemi geti blómstrað. Þeir sem leggja út í atvinnurekstur vilja og þurfa að geta treyst því að hægt sé að gera áætlanir til nánustu framtíðar. Fjárfestingar eru nú í algjöru lágmarki og meira að segja hefur vantað allan fjárfestingarvilja þeirra sem starfa í höfuðatvinnugrein okkar, sjávarútvegi, því ríkisstjórnarflokkarnir komu málum þannig fyrir að óvissan um atvinnugreinina varð alger.Ný ríkisstjórn Nýrrar ríkisstjórnar bíða risavaxin og vandasöm verkefni. Annars vegar þarf ný ríkisstjórn að koma með áætlun um hvernig efna skuli helstu kosningaloforðin, t.d. um hvernig taka skuli á skuldavanda heimilanna. Hins vegar þarf hún að leggja fram áætlun um hvernig stöðugleika verði náð þannig að efnahagslífið fái þann vind í seglin sem það þarf. Leggja þarf fram trúverðuga áætlun um losun gjaldeyrishafta, endurskoða skattkerfið, skapa sátt um sjávarútvegsmálin og tryggja gengisstöðugleika.Verðbólgan Á síðari hluta þessa árs og í byrjun árs 2014 renna út gildandi kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Vitað er að ýmsar starfsstéttir hugsa sér gott til glóðarinnar. Nú skal reynt að vinna til baka það sem verðbólgan hefur hirt úr vasa launþeganna. Maður skynjar nú í samfélaginu vantraust á því að hægt sé að hemja verðbólguna. Þegar slíkt ástand skapast fer í gang eins konar vítisvél þar sem öll skynsemi hverfur og hver hugsar bara um sig. Launþegar vilja sem hæsta krónutöluhækkun og seljendur vöru og þjónustu hækka verð sín og gjaldskrár án umhugsunar. Hækka verðin um rúmlega það sem þyrfti því verðbólgan mun jú halda áfram! ASÍ heldur því nú fram að innfluttar vörur hafi ekki lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar síðustu mánuði. Skýringin er eflaust sú að innflytjendum finnst varla taka því að standa í því að lækka verðin þar sem verðbólgan sé hvort eð er komin til að vera. Auk þess eiga neytendur erfitt með að fylgjast með þegar verðbólga hefur verið svo mikil sem raun ber vitni um frá bankahruni. Ný þjóðarsátt Nú fer að fara af stað vinna við undirbúning næstu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Við lærðum það af núgildandi kjarasamningum að fullkomið traust þarf að ríkja á milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins ef vel á að takast til. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst ekki, að mati aðila vinnumarkaðarins, að standa við allt það sem hún lofaði við gerð síðustu kjarasamninga. Það sem þjóðin þarf nú virkilega á að halda er að gerðir verði nýir þjóðarsáttarsamningar í anda samninganna sem gerðir voru árið 1990 og kenndir hafa verið við Einar Odd Kristjánsson og Þröst Ólafsson. Þeir samningar einkenndust af því að að þeim komu margir ólíkir hagsmunaaðilar og ríkisstjórnin var einn af þeim en á þeim tíma þótti það ekki sjálfsagt. Hornsteinninn var stöðugt gengi og hætt var að nota verðtryggingarákvæði. Menn sammæltust um að halda verðlagi stöðugu og var t.d. verði á búvöru haldið óbreyttu en það þrengdi tímabundið mjög að kjörum bænda. Fyrirhuguðum hækkunum á verði fyrir opinbera þjónustu var haldið í algjöru lágmarki. Nafnvextir voru lækkaðir til hagsbóta fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki og skattar voru lækkaðir á fyrirtæki. Gerðir voru kjarasamningar til langs tíma og einblínt á að auka kaupmáttinn. Þessir samningar skiluðu miklum árangri en lykillinn var mikil samstaða margra aðila. Hvað þarf til? Nýja þjóðarsáttarsamninga er ekki hægt að gera nema með aðkomu nýrrar ríkisstjórnar sem er einhuga, stefnuföst og sterk og býr yfir aga til þess að koma á stöðugleika. Tryggja þarf að verðlag haldist stöðugt með því að ná fram jafnvægi í gengi krónunnar. Finna þarf út hvað svigrúm til launahækkana er mikið og gæta þess að innistæða sé fyrir þeim launahækkunum sem samið verður um. Vexti þarf að lækka og ef það næst ekki fram með núgildandi fyrirkomulagi þarf að huga að breytingu á stjórn peningamála. Raunstýrivextir hér á landi eru um 3% en eru neikvæðir víða erlendis. Þetta er mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið og uppbyggingu þess og stendur í raun í vegi fyrir allri framför. Lækka þarf skatta á fyrirtæki og einfalda skattkerfið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar