Kæfum ekki hjarta miðbæjarins Þóra Andrésdóttir skrifar 16. maí 2013 07:00 Nú er í kynningu nýtt deiliskipulag á dýrmætum reit í hjarta borgarinnar, Landsímareitnum í Kvosinni. Ég skora á fólk að kynna sér það vel og senda inn athugasemdir á skipulag@reykjavik.is fyrir 23.maí. Það telst annars samþykkt, þótt það hafi mótmælt áformum um hótelrekstur á þessum reit á ekkihotel.is ásamt 17.000 öðrum. Framtíð dýrmætustu almenningssvæða Reykjavíkur er í húfi. Eiga hagsmunir lóðareiganda sem þarna hefur keypt upp eignir að vega þyngra en hagsmunir almennings? Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Almenningssvæðin þrjú, Austurvöllur, Ingólfstorg og Fógetagarður eru mikið sótt af mismunandi hópum fólks. Það mun verða fyrir truflun meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum og fornleifagreftri stendur. Einnig mun verslun á þessu svæði raskast.Með mikla sögu Á Landsímareitnum eru mörg gömul hús með mikla sögu, þar á meðal Nasa, gamla Sjálfstæðishúsið og Landsímahúsið eftir Guðjón Samúelsson. Við Vallarstræti eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík. Skipulagstillögur á svæðinu hafa tekið ýmsum breytingum. Í stað þess að rífa húsin í Vallarstrætinu átti að flytja þau á Ingólfstorgið. Því var mótmælt harðlega. Síðan átti borgin að byggja menningarhús á Ingólfstorgi, sem var hætt við. Það stóð kannski aldrei til?Yfirgnæfa friðuð hús Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir háum byggingum á milli gömlu húsanna við Vallarstræti. Þótt hæð þeirra hafi verið lækkuð um eina hæð, munu þær samt yfirgnæfa friðuð hús og bera þau ofurliði. Í stað þess að draga fram sérstöðu þeirra og sögulegt gildi. Mér finnst Landsímahúsinu, byggingu Guðjóns Samúelssonar, sýnd mikil vanvirðing með því að reisa enn aðra viðbyggingu við það og bæta að auki ofan á það. Þetta mun algjörlega breyta ásýnd hússins og auka skuggavarp inn á Austurvöll. Vart telst það að standa vörð um hagsmuni almennings sem hlýtur að vera frumskylda borgaryfirvalda. Viðbyggingin verður reist á bílaplaninu, alveg út við Kirkjustrætið. Hún mun þrengja mjög að gömlu uppgerðu húsunum hinum megin götunnar, sem og Alþingi. Hótel- eða gistihúsarekstri fylgir mikil umferð. Ekki bara rútur, heldur einnig leigubílar, jeppar, sorpbílar og sendibílar að koma með birgðir af ýmsum toga. Hvar á eiginlega sú aðkoma að vera? Það eina góða sem kemur út úr nýju deiliskipulagi er að Fógetagarðurinn, elsti kirkjugarður Reykvíkinga, fær svokallaða hverfisvernd. Annað gildir um hinn lifandi og sögufræga sal í gamla Sjálfstæðishúsinu, Nasa, þar sem tónlistarmenn hafa lengi átt athvarf. Hann verður rifinn og endurgerður sem fjölnota salur innan veggja hótels með útgang út í þröngt Vallarstrætið. Af hverju er Nasasalurinn ekki verndaður, eins og húsafriðunarnefnd hafði lagt til á sínum tíma? Kæfum ekki hjarta bæjarins. Miðbærinn iðar af lífi og sál í þessari fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum og gömlum götumyndum. Leyfum þeim að njóta sín. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Það er komið nóg af hótelum á þessum litla reit sem við eigum öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Nú er í kynningu nýtt deiliskipulag á dýrmætum reit í hjarta borgarinnar, Landsímareitnum í Kvosinni. Ég skora á fólk að kynna sér það vel og senda inn athugasemdir á skipulag@reykjavik.is fyrir 23.maí. Það telst annars samþykkt, þótt það hafi mótmælt áformum um hótelrekstur á þessum reit á ekkihotel.is ásamt 17.000 öðrum. Framtíð dýrmætustu almenningssvæða Reykjavíkur er í húfi. Eiga hagsmunir lóðareiganda sem þarna hefur keypt upp eignir að vega þyngra en hagsmunir almennings? Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Almenningssvæðin þrjú, Austurvöllur, Ingólfstorg og Fógetagarður eru mikið sótt af mismunandi hópum fólks. Það mun verða fyrir truflun meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum og fornleifagreftri stendur. Einnig mun verslun á þessu svæði raskast.Með mikla sögu Á Landsímareitnum eru mörg gömul hús með mikla sögu, þar á meðal Nasa, gamla Sjálfstæðishúsið og Landsímahúsið eftir Guðjón Samúelsson. Við Vallarstræti eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík. Skipulagstillögur á svæðinu hafa tekið ýmsum breytingum. Í stað þess að rífa húsin í Vallarstrætinu átti að flytja þau á Ingólfstorgið. Því var mótmælt harðlega. Síðan átti borgin að byggja menningarhús á Ingólfstorgi, sem var hætt við. Það stóð kannski aldrei til?Yfirgnæfa friðuð hús Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir háum byggingum á milli gömlu húsanna við Vallarstræti. Þótt hæð þeirra hafi verið lækkuð um eina hæð, munu þær samt yfirgnæfa friðuð hús og bera þau ofurliði. Í stað þess að draga fram sérstöðu þeirra og sögulegt gildi. Mér finnst Landsímahúsinu, byggingu Guðjóns Samúelssonar, sýnd mikil vanvirðing með því að reisa enn aðra viðbyggingu við það og bæta að auki ofan á það. Þetta mun algjörlega breyta ásýnd hússins og auka skuggavarp inn á Austurvöll. Vart telst það að standa vörð um hagsmuni almennings sem hlýtur að vera frumskylda borgaryfirvalda. Viðbyggingin verður reist á bílaplaninu, alveg út við Kirkjustrætið. Hún mun þrengja mjög að gömlu uppgerðu húsunum hinum megin götunnar, sem og Alþingi. Hótel- eða gistihúsarekstri fylgir mikil umferð. Ekki bara rútur, heldur einnig leigubílar, jeppar, sorpbílar og sendibílar að koma með birgðir af ýmsum toga. Hvar á eiginlega sú aðkoma að vera? Það eina góða sem kemur út úr nýju deiliskipulagi er að Fógetagarðurinn, elsti kirkjugarður Reykvíkinga, fær svokallaða hverfisvernd. Annað gildir um hinn lifandi og sögufræga sal í gamla Sjálfstæðishúsinu, Nasa, þar sem tónlistarmenn hafa lengi átt athvarf. Hann verður rifinn og endurgerður sem fjölnota salur innan veggja hótels með útgang út í þröngt Vallarstrætið. Af hverju er Nasasalurinn ekki verndaður, eins og húsafriðunarnefnd hafði lagt til á sínum tíma? Kæfum ekki hjarta bæjarins. Miðbærinn iðar af lífi og sál í þessari fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum og gömlum götumyndum. Leyfum þeim að njóta sín. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Það er komið nóg af hótelum á þessum litla reit sem við eigum öll.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun