Að gefnu tilefni Ragnar Þorsteinsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Á síðustu dögum hafa birst í fjölmiðlum greinar frá foreldrum þroskahamlaðra barna varðandi inntökureglur í Klettaskóla, fyrrum Öskjuhlíðarskóla. Í þessum greinum hafa ýmsar fullyrðingar verið settar fram. Af því tilefni er rétt að eftirfarandi komi fram: Í grein sem Ágúst Kristmann skrifar á visir.is 16. apríl segir Ágúst að samkvæmt lögum sé það réttur fatlaðra barna að ganga í sinn heimaskóla en í tilvikum þroskaskertra barna sé það skylda. Samkvæmt lögum um grunnskóla er öllum börnum skylt að sækja grunnskóla, fötluðum og ófötluðum. Á heimasíðu skóla- og frístundasviðs (www.skolarogfristund.is) kemur fram að lögheimili nemenda ráði því í hvaða hverfisskóla þau eiga námsvist en engu að síður eigi allir foreldra kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni. Í sömu grein Ágústs Kristmanns kemur einnig fram að val foreldra um sérskóla hafi verið tekið frá þeim árið 2010. Ekki er alveg ljóst hvað Ágúst á við en væntanlega hefur það með inntökureglur Öskjuhlíðarskóla að gera og sameiningu Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla í nýjan sérskóla, Klettaskóla árið 2011. Haldið hefur verið fram að settar hafi verið nýjar inntökureglur við Öskjuhlíðarskóla árið 2010. Hið rétta er að í stefnu fræðsluráðs frá 2002 (www.skolarogfristund.is) er kveðið á um að Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóli verði sameinaðir og að þeir þjóni fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Þróunin hafði þá verið um skeið sú að flestir nemendur með væga þroskahömlun, sérstaklega á yngri stigum, voru í almennum grunnskólum.Nýr sérskóli Sú þróun hélt áfram á komandi árum og setti starfshópur um kennslu þroskahamlaðra nemenda fram nánari viðmið um nemendahópinn árið 2008 sem fræðslustjóri lagði til grundvallar í bréfi til skólastjóra í borginni varðandi nánari skilgreiningu innritunarreglna. Sama ár var sveitarfélögum gert að setja reglur um innritun og útskrift nemenda úr sérskólum og sérúrræðum með reglugerð. Í grein Ástu Kristrúnar Ólafsdóttur á visir.is 18. apríl sl. segir Ásta að Öskjuhlíðarskóli hafi verið lagður niður árið 2008 og síðan þá hafi sá hópur sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla verið þvingaður í almenna skóla. Hið rétta er að þegar Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli voru lagðir niður 2011 héldu allir nemendur skólanna áfram námi í nýjum sérskóla, Klettaskóla.Ráðgjafarhlutverk Klettaskóli er grunnskóli og sérskóli fyrir þroskahamlaða nemendur. Hann þjónar öllu landinu, starfar samkvæmt lögum og setur sér reglur um innritun og útskrift nemenda eins og reglugerð um nemendur með sérþarfir kveður á um. Skólinn hefur auk þess ráðgjafarhlutverk við almenna grunnskóla um nám og kennslu þroskahamlaðra nemenda. Við Klettaskóla starfar fagráð sem metur umsókn sérhvers nemanda um skólavist eins og var í Öskjuhlíðarskóla áður. Tillögur fagráðs taka m.a. mið af fötlun nemandans, stöðu hans í námi og hvort aðstæður og möguleikar í skólanum og námshópnum séu líklegar til að stuðla að framförum hans í námi, félagslega og í almennum þroska. Í einstaka tilvikum getur mat fagráðs verið að aðstæður sérskólans séu ekki líklegar til að veita viðkomandi nemanda þá námslegu og félagslegu örvun sem hann þarf og meiri möguleikar séu til að mæta þeim í öðrum aðstæðum. Hvort sem um er að ræða samþykki eða synjun á umsókn um skólavist eru tillögur fagráðs ávallt settar fram innan þeirra reglna sem gilda um innritun nemenda og með hagsmuni hans, þroska og námslegar þarfir að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hafa birst í fjölmiðlum greinar frá foreldrum þroskahamlaðra barna varðandi inntökureglur í Klettaskóla, fyrrum Öskjuhlíðarskóla. Í þessum greinum hafa ýmsar fullyrðingar verið settar fram. Af því tilefni er rétt að eftirfarandi komi fram: Í grein sem Ágúst Kristmann skrifar á visir.is 16. apríl segir Ágúst að samkvæmt lögum sé það réttur fatlaðra barna að ganga í sinn heimaskóla en í tilvikum þroskaskertra barna sé það skylda. Samkvæmt lögum um grunnskóla er öllum börnum skylt að sækja grunnskóla, fötluðum og ófötluðum. Á heimasíðu skóla- og frístundasviðs (www.skolarogfristund.is) kemur fram að lögheimili nemenda ráði því í hvaða hverfisskóla þau eiga námsvist en engu að síður eigi allir foreldra kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni. Í sömu grein Ágústs Kristmanns kemur einnig fram að val foreldra um sérskóla hafi verið tekið frá þeim árið 2010. Ekki er alveg ljóst hvað Ágúst á við en væntanlega hefur það með inntökureglur Öskjuhlíðarskóla að gera og sameiningu Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla í nýjan sérskóla, Klettaskóla árið 2011. Haldið hefur verið fram að settar hafi verið nýjar inntökureglur við Öskjuhlíðarskóla árið 2010. Hið rétta er að í stefnu fræðsluráðs frá 2002 (www.skolarogfristund.is) er kveðið á um að Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóli verði sameinaðir og að þeir þjóni fjölfötluðum og mikið þroskahömluðum nemendum. Þróunin hafði þá verið um skeið sú að flestir nemendur með væga þroskahömlun, sérstaklega á yngri stigum, voru í almennum grunnskólum.Nýr sérskóli Sú þróun hélt áfram á komandi árum og setti starfshópur um kennslu þroskahamlaðra nemenda fram nánari viðmið um nemendahópinn árið 2008 sem fræðslustjóri lagði til grundvallar í bréfi til skólastjóra í borginni varðandi nánari skilgreiningu innritunarreglna. Sama ár var sveitarfélögum gert að setja reglur um innritun og útskrift nemenda úr sérskólum og sérúrræðum með reglugerð. Í grein Ástu Kristrúnar Ólafsdóttur á visir.is 18. apríl sl. segir Ásta að Öskjuhlíðarskóli hafi verið lagður niður árið 2008 og síðan þá hafi sá hópur sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla verið þvingaður í almenna skóla. Hið rétta er að þegar Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli voru lagðir niður 2011 héldu allir nemendur skólanna áfram námi í nýjum sérskóla, Klettaskóla.Ráðgjafarhlutverk Klettaskóli er grunnskóli og sérskóli fyrir þroskahamlaða nemendur. Hann þjónar öllu landinu, starfar samkvæmt lögum og setur sér reglur um innritun og útskrift nemenda eins og reglugerð um nemendur með sérþarfir kveður á um. Skólinn hefur auk þess ráðgjafarhlutverk við almenna grunnskóla um nám og kennslu þroskahamlaðra nemenda. Við Klettaskóla starfar fagráð sem metur umsókn sérhvers nemanda um skólavist eins og var í Öskjuhlíðarskóla áður. Tillögur fagráðs taka m.a. mið af fötlun nemandans, stöðu hans í námi og hvort aðstæður og möguleikar í skólanum og námshópnum séu líklegar til að stuðla að framförum hans í námi, félagslega og í almennum þroska. Í einstaka tilvikum getur mat fagráðs verið að aðstæður sérskólans séu ekki líklegar til að veita viðkomandi nemanda þá námslegu og félagslegu örvun sem hann þarf og meiri möguleikar séu til að mæta þeim í öðrum aðstæðum. Hvort sem um er að ræða samþykki eða synjun á umsókn um skólavist eru tillögur fagráðs ávallt settar fram innan þeirra reglna sem gilda um innritun nemenda og með hagsmuni hans, þroska og námslegar þarfir að leiðarljósi.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar