Skemmdarverk á miðborg Reykjavíkur Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 15. maí 2013 06:00 Borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram á þeirri vondu braut að stuðla að byggingu risahótels í hjarta borgarinnar sem mun eyðileggja hið sögufræga Sjálfstæðishús (Nasa), þrengja mjög að almannarýmum og Alþingi Íslendinga, auka skuggavarp á Austurvöll og eyðileggja suðurhlið Ingólfstorgs. Hagsmunir Reykvíkinga við uppbyggingu miðborgarinnar eru ekki leiðarljós þessarar tillögu og gallarnir á henni voru allir á svokallaðri „verðlaunatillögu“ að deiliskipulagi þessa reits sem nærri 20% kosningabærra manna í Reykjavík hafa mótmælt á síðunni ekkihotel.is. Ekkert tillit er tekið til þeirra mótmæla í tillögu að deiliskipulagi sem nú hefur verið „auglýst“. Kynning tillögunnar hefur raunar farið mjög lágt miðað við hversu umdeilt málið hefur verið en frestur til að skila athugasemdum við þessa skipulagstillögu er aðeins til 23. maí. Gallarnir við þessa tillögu eru þessir helstir:1. Ingólfstorg Fyrirhugaðar nýbyggingar við sunnanvert Ingólfstorg eru ekki í stíl við þau gömlu hús sem þar eru fyrir þrátt fyrir að svo eigi að vera samkvæmt Þróunaráætlun miðborgarinnar. Nýbyggingum í allt öðrum stíl er troðið þannig á milli gömlu húsanna að ekki gengur hnífur á milli auk þess sem nýbyggingarnar eru hærri en götulína gömlu húsanna og gnæfa yfir þau.2. Nasasalurinn Nasasalurinn verður rifinn en hann ætti að friða vegna sögu sinnar og einstæðrar hönnunar. Húsafriðunarnefnd var þeirrar skoðunar þangað til hún kúventi í afstöðu sinni vegna þrýstings frá eiganda hússins. Það er menningarlegt skemmdarverk að rífa þetta gamla góða samkomuhús okkar Reykvíkinga. Hótelsalur á sama stað kemur ekki í staðinn fyrir Nasasalinn.3. Austurvöllur Ofan á Landsímahúsið við Austurvöll á að setja kvisti sem skemma þessa sögufrægu byggingu Guðjóns Samúelssonar og auka skuggavarp á Austurvöll. Einnig á að rísa ofan í og aftan við gamla Kvennaskólann (innganginn að Nasa) há bygging sem bera mun litla græna húsið ofurliði og auka enn skuggavarp inn á Austurvöll.4. Kirkjustræti Tillagan gerir ráð fyrir nýbyggingu sem framlengir Landsímahúsið alveg að gangstéttinni við Kirkjustræti – með enn meira skuggavarpi inn á Austurvöll. Þessi stóra viðbygging mun loka þeirri fallegu sýn sem er milli Fógetagarðsins og Austurvallar. Í staðinn kæmi mjó gata sem þrengdi mjög að Alþingishúsunum við Kirkjustræti.5. Umferðarmál Þessi tillaga lokar augunum vandlega fyrir þeim vandamálum sem eru í uppsiglingu á svæðinu þegar þar verður risið eitt stærsta hótel í Reykjavík. Vandamálin snúa ekki síst að umferð; rútubíla, leigubíla, jeppa og ferðaþjónustuaðila, svo ekki sé talað um sorp og aðra aðdrætti sem risastórt hótel þarf á að halda.6. Alþingi Þessi tillaga þrengir mjög að Alþingisreitnum og er í algerri andstöðu við vilja Alþingis sem mótmælt hefur tillögunni harðlega. Er með ólíkindum að borgarstjórn Reykjavíkur ætli að knýja þetta vonda mál í gegn þrátt fyrir eindregin mótmæli Alþingis og stórs hluta borgarbúa. Ég hvet Reykvíkinga til að mótmæla þessari tillögu með öllum ráðum og skila athugasemdum á netfangið: skipulag@reykjavik.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram á þeirri vondu braut að stuðla að byggingu risahótels í hjarta borgarinnar sem mun eyðileggja hið sögufræga Sjálfstæðishús (Nasa), þrengja mjög að almannarýmum og Alþingi Íslendinga, auka skuggavarp á Austurvöll og eyðileggja suðurhlið Ingólfstorgs. Hagsmunir Reykvíkinga við uppbyggingu miðborgarinnar eru ekki leiðarljós þessarar tillögu og gallarnir á henni voru allir á svokallaðri „verðlaunatillögu“ að deiliskipulagi þessa reits sem nærri 20% kosningabærra manna í Reykjavík hafa mótmælt á síðunni ekkihotel.is. Ekkert tillit er tekið til þeirra mótmæla í tillögu að deiliskipulagi sem nú hefur verið „auglýst“. Kynning tillögunnar hefur raunar farið mjög lágt miðað við hversu umdeilt málið hefur verið en frestur til að skila athugasemdum við þessa skipulagstillögu er aðeins til 23. maí. Gallarnir við þessa tillögu eru þessir helstir:1. Ingólfstorg Fyrirhugaðar nýbyggingar við sunnanvert Ingólfstorg eru ekki í stíl við þau gömlu hús sem þar eru fyrir þrátt fyrir að svo eigi að vera samkvæmt Þróunaráætlun miðborgarinnar. Nýbyggingum í allt öðrum stíl er troðið þannig á milli gömlu húsanna að ekki gengur hnífur á milli auk þess sem nýbyggingarnar eru hærri en götulína gömlu húsanna og gnæfa yfir þau.2. Nasasalurinn Nasasalurinn verður rifinn en hann ætti að friða vegna sögu sinnar og einstæðrar hönnunar. Húsafriðunarnefnd var þeirrar skoðunar þangað til hún kúventi í afstöðu sinni vegna þrýstings frá eiganda hússins. Það er menningarlegt skemmdarverk að rífa þetta gamla góða samkomuhús okkar Reykvíkinga. Hótelsalur á sama stað kemur ekki í staðinn fyrir Nasasalinn.3. Austurvöllur Ofan á Landsímahúsið við Austurvöll á að setja kvisti sem skemma þessa sögufrægu byggingu Guðjóns Samúelssonar og auka skuggavarp á Austurvöll. Einnig á að rísa ofan í og aftan við gamla Kvennaskólann (innganginn að Nasa) há bygging sem bera mun litla græna húsið ofurliði og auka enn skuggavarp inn á Austurvöll.4. Kirkjustræti Tillagan gerir ráð fyrir nýbyggingu sem framlengir Landsímahúsið alveg að gangstéttinni við Kirkjustræti – með enn meira skuggavarpi inn á Austurvöll. Þessi stóra viðbygging mun loka þeirri fallegu sýn sem er milli Fógetagarðsins og Austurvallar. Í staðinn kæmi mjó gata sem þrengdi mjög að Alþingishúsunum við Kirkjustræti.5. Umferðarmál Þessi tillaga lokar augunum vandlega fyrir þeim vandamálum sem eru í uppsiglingu á svæðinu þegar þar verður risið eitt stærsta hótel í Reykjavík. Vandamálin snúa ekki síst að umferð; rútubíla, leigubíla, jeppa og ferðaþjónustuaðila, svo ekki sé talað um sorp og aðra aðdrætti sem risastórt hótel þarf á að halda.6. Alþingi Þessi tillaga þrengir mjög að Alþingisreitnum og er í algerri andstöðu við vilja Alþingis sem mótmælt hefur tillögunni harðlega. Er með ólíkindum að borgarstjórn Reykjavíkur ætli að knýja þetta vonda mál í gegn þrátt fyrir eindregin mótmæli Alþingis og stórs hluta borgarbúa. Ég hvet Reykvíkinga til að mótmæla þessari tillögu með öllum ráðum og skila athugasemdum á netfangið: skipulag@reykjavik.is.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun