Heilsa fyrirtækja Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 15. maí 2013 09:00 Ímyndaðu þér að fyrirtæki eða opinber stofnun sé manneskja úr holdi og blóði. Manneskja sem hefur sinn eigin karakter og hefur mótað lífsskoðanir sínar og viðhorf út frá reynslu og uppeldi. Það getur veikst af bæði smávægilegum og alvarlegum sjúkdómum, verið í „dysfunctional“ samskiptum og þarf stundum á stuðningi og aðstoð að halda þegar á móti blæs. Það getur verið með heilbrigð lífsviðhorf og sterka siðferðiskennd, getur glímt við „tilfinningalegan vanda“ eða jafnvel verið haldið persónuleikaröskun. Ábyrgð æðsta stjórnenda fyrirtækja á hegðun starfsmanna innan fyrirtækisins er mikil. Sá aðili eða sú stjórn sem þá ábyrgð ber, þarf að hafa gott eftirlit með því að heilbrigð samskipti séu á milli starfsmanna. Þeir bera ábyrgð á því að fyrirtækinu sé stjórnað með heilbrigðum og viðurkenndum stjórnunaraðferðum. Ef þessu er ekki sinnt eykur það líkurnar á að vinnuumhverfið verði það sem kallast „toxic“ eða óheilbrigt og hefur bein neikvæð áhrif á starfsmannaanda, þjónustu og afkomu fyrirtækisins. Menning sem er óheilbrigð getur fests í sessi og skaðað ímynd fyrirtækisins eða stofnun. Stjórnendur sem taka ekki á vanda sem er erfiður og forðast nauðsynleg átök sitja uppi með vinnustað sem hægt er að líkja við fjölskyldu sem þjáist af einkennum alkóhólisma. Andrúmsloftið er þrungið, enginn tjáir sig um sýnilegan vanda og fólk fer að verða meðvirkt. Það er augljóst að þetta hefur lamandi áhrif á alla framgöngu innan fyrirtækisins auk þess sem þetta getur haft neikvæð áhrif á þjónustu og svo afkomu fyrirtækja. Heilbrigt starfsfólk fær oftast nóg af ástandinu og hættir. Sá sem er spilltur situr hins vegar sem fastast. Þannig sitja fyrirtækin uppi með veikasta hlekkinn af starfsmönnum í veiku fyrirtæki eða stofnun. Rétt eins og mannfólkið geta fyrirtæki fengið „pestir“ sem hægt er að laga með hæfilegum skammti af sýklalyfjum en kúnstin er að greina vandann og taka á honum áður en hann verður alvarlegri og jafnvel ólæknandi. Yfirsýnin er hér mjög mikilvæg. Yfirsýn æðsta stjórnanda og vissa hans um að millistjórnendur séu að sinna fyrirtækinu út frá hagsmunum þess í stað eigin hagsmuna. Fyrirtæki eru lifandi afl, þar vinnur fólk. Það er því eins með fyrirtækin eins og manninn sem þarf að huga að heilsunni, borða hollt, hreyfa sig reglulega og fara í læknisskoðun, það þarf að viðhalda, fylgjast með, taka púlsinn, greina og meðhöndla. Þetta snýst allt um menningu og þróun fyrirtækisins og að byggja góðan og heilbrigðan grunn sem stoð fyrir það sem á ofan er byggt. Hegðun fólks er hægt að breyta og það skiptir höfuðmáli að reka og geta unnið á heilbrigðum vinnustað og ráða inn stjórnendur og annað starfsfólk með heilbrigð viðhorf og sterka siðferðiskennd til að innleiða þau gildi til annarra starfsmanna og mynda þar með sterkan grunn. Þú sem berð þessa ábyrgð á þínum vinnustað, yfir til þín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að fyrirtæki eða opinber stofnun sé manneskja úr holdi og blóði. Manneskja sem hefur sinn eigin karakter og hefur mótað lífsskoðanir sínar og viðhorf út frá reynslu og uppeldi. Það getur veikst af bæði smávægilegum og alvarlegum sjúkdómum, verið í „dysfunctional“ samskiptum og þarf stundum á stuðningi og aðstoð að halda þegar á móti blæs. Það getur verið með heilbrigð lífsviðhorf og sterka siðferðiskennd, getur glímt við „tilfinningalegan vanda“ eða jafnvel verið haldið persónuleikaröskun. Ábyrgð æðsta stjórnenda fyrirtækja á hegðun starfsmanna innan fyrirtækisins er mikil. Sá aðili eða sú stjórn sem þá ábyrgð ber, þarf að hafa gott eftirlit með því að heilbrigð samskipti séu á milli starfsmanna. Þeir bera ábyrgð á því að fyrirtækinu sé stjórnað með heilbrigðum og viðurkenndum stjórnunaraðferðum. Ef þessu er ekki sinnt eykur það líkurnar á að vinnuumhverfið verði það sem kallast „toxic“ eða óheilbrigt og hefur bein neikvæð áhrif á starfsmannaanda, þjónustu og afkomu fyrirtækisins. Menning sem er óheilbrigð getur fests í sessi og skaðað ímynd fyrirtækisins eða stofnun. Stjórnendur sem taka ekki á vanda sem er erfiður og forðast nauðsynleg átök sitja uppi með vinnustað sem hægt er að líkja við fjölskyldu sem þjáist af einkennum alkóhólisma. Andrúmsloftið er þrungið, enginn tjáir sig um sýnilegan vanda og fólk fer að verða meðvirkt. Það er augljóst að þetta hefur lamandi áhrif á alla framgöngu innan fyrirtækisins auk þess sem þetta getur haft neikvæð áhrif á þjónustu og svo afkomu fyrirtækja. Heilbrigt starfsfólk fær oftast nóg af ástandinu og hættir. Sá sem er spilltur situr hins vegar sem fastast. Þannig sitja fyrirtækin uppi með veikasta hlekkinn af starfsmönnum í veiku fyrirtæki eða stofnun. Rétt eins og mannfólkið geta fyrirtæki fengið „pestir“ sem hægt er að laga með hæfilegum skammti af sýklalyfjum en kúnstin er að greina vandann og taka á honum áður en hann verður alvarlegri og jafnvel ólæknandi. Yfirsýnin er hér mjög mikilvæg. Yfirsýn æðsta stjórnanda og vissa hans um að millistjórnendur séu að sinna fyrirtækinu út frá hagsmunum þess í stað eigin hagsmuna. Fyrirtæki eru lifandi afl, þar vinnur fólk. Það er því eins með fyrirtækin eins og manninn sem þarf að huga að heilsunni, borða hollt, hreyfa sig reglulega og fara í læknisskoðun, það þarf að viðhalda, fylgjast með, taka púlsinn, greina og meðhöndla. Þetta snýst allt um menningu og þróun fyrirtækisins og að byggja góðan og heilbrigðan grunn sem stoð fyrir það sem á ofan er byggt. Hegðun fólks er hægt að breyta og það skiptir höfuðmáli að reka og geta unnið á heilbrigðum vinnustað og ráða inn stjórnendur og annað starfsfólk með heilbrigð viðhorf og sterka siðferðiskennd til að innleiða þau gildi til annarra starfsmanna og mynda þar með sterkan grunn. Þú sem berð þessa ábyrgð á þínum vinnustað, yfir til þín.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun