
Framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri
Samkvæmt nýlegri skýrslu Veðurstofunnar yrði flugvöllur á Hólmsheiði lokaður 28 daga á ári. Því mætti líkja við það ef bráðamóttaka Landspítalans væri lokuð 28 daga á ári. Þá hafa flugmenn bent á mikla sviptivinda á Hólmsheiði sem stórauka áhættu flugfarenda.
Kostnaðaráætlanir hljóða upp á 17,2 milljarða króna og vandséð að slíkum fjármunum væri vel varið í flugvöll, þegar annar er þegar til staðar sem gagnast mun betur. Í þessu sambandi má nefna að ekki hafa verið til fjármunir til kaupa á nýrri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Á sama tíma eru varla til peningar í galtómum ríkissjóði til að færa alla flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar annað, reisa þar flugskýli og alla aðstöðu aftur.
Íbúar í Grafarholti keyptu sér fasteignir í þeirri trú að þar væri rólegt hverfi fjarri skarkala borgarinnar. Með flugvelli á Hólmsheiði væru þær forsendur brostnar. Íbúar í nágrenni Reykjavíkurflugvallar vissu er þeir keyptu fasteignir sínar að völlurinn væri þar sem hann er og yrði líklega áfram, enda hafa flugvélar tekið á loft og lent á þessu svæði um langan aldur. Í þessu sambandi er vert að gefa því gaum að flugmenn hófu vélar á loft úr Vatnsmýrinni löngu áður en breska setuliðið gekk á land og árið 1939 kom fram í úttekt Reykjavíkurbæjar að Vatnsmýrin væri álitlegasta staðsetning fyrir flugvöll. Því má segja að það hafi verið gæfa Reykvíkinga að breski herinn skyldi reisa flugvöll á þessum sama stað ári síðar. Hann er sérlega vel staðsettur með tilliti til veðurfars og annarra þátta er snerta flug, en auk þess að vera miðstöð innanlandsflugs og flugs til Grænlands og Færeyja er hann varaflugvöllur fyrir millilandaflugið.
Tilfinnanleg áhrif
Staðsetning vallarins er einnig hentug í ljósi þess að æðstu mennta- og stjórnsýslustofnanir þjóðarinnar eru flestar í næsta nágrenni hans, auk verslana og hvers kyns þjónustu, að ekki sé minnst á aðalsjúkrahús landsins. Þá fóru 777 tonn af vörum og pósti um völlinn á síðasta ári. Ef flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýri myndi flugsamgöngum hér innanlands án efa hraka og áhrifin á ferðaþjónustuna yrðu tilfinnanleg, að ekki sé minnst á fjölda starfa sem glötuðust úr borginni, starfa sem tengjast flugrekstri og flugkennslu og fylgja Reykjavíkurflugvelli. En í heildina hefur verið talið að um eitt þúsund störf fylgi vellinum og starfsemi honum tengdum.
Mikil tækifæri eru fólgin í staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, en borgir víða um heim hafa keppst við að koma sér upp flugvöllum eins nærri miðborgum og hægt er vegna þarfa viðskiptalífsins. Flugvöllurinn í London City er alveg við fjármálahverfi borgarinnar og þjónar því og þá eru flugvellir alveg við miðborgir Chicago, Toronto og San Diego svo dæmi séu nefnd. Staðsetningin í Vatnsmýri verður sífellt mikilvægari í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, sem vonandi fær að dafna hér á komandi árum og áratugum.
Ætla má að sú óvissa sem ríkt hefur um framtíð Reykjavíkurflugvallar hamli uppbyggingu frekari starfsemi, en ljóst er að sóknarfærin eru mikil, til að mynda í ljósi stóraukinna umsvifa á Grænlandi. Hljóðmengun af vellinum þyrfti ekki að aukast að ráði með auknum umsvifum enda nýjustu vélar mjög hljóðlátar, til að mynda hin nýja Airbus þota Færeyinga sem er hljóðlátari í aðflugi en Fokkerar Flugfélags Íslands.
Mikilvægi vallarins fyrir reykvískt atvinnulíf er ótvírætt. Framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri er eitt stærsta atvinnu- og samgöngumál Reykvíkinga.
Skoðun

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar