Betri Reykjavík fyrir betri borgara Þorgerður J. Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2013 07:00 Samkvæmt fréttum um síðustu helgi segjast íbúar í Rituhólum hafa verið í rétti þegar þeir hjuggu niður hundruð trjáa fyrir neðan hús sín í landi borgarinnar, á dýrmætu útivistarsvæði allra Reykvíkinga. Íbúar segja að munnlegt leyfi hafi fengist. Starfsmenn borgarinnar kannast ekki við að leyfi hafi verið gefið, málið hefur verið kært. Er þetta misskilningur eða er þetta viljaverk borgara við Rituhóla? Þessa sömu helgi tek ég eftir að mættir eru iðnaðarmenn við fjölbýlishús þar sem ég bý með eitt stykki svalir og voru að bolta þær við húshluta nágranna míns. Þessi framkvæmd tók líklega u.þ.b. eina klukkustund. Nágrannar mínir hafa sent inn umsóknir og tillögur þess efnis að setja upp svalir af ýmsum gerðum hjá sér. Þessar breytingar munu skerða gildi eignar minnar og friðsæld á heimili mínu. Því hef ég tvívegis sent inn athugasemdir þegar málið hefur farið í grenndarkynningu. Þann 1. nóvember 2012 barst mér tilkynning þess efnis að byggingarleyfisumsókn hefði verið samþykkt. Ég fylgdi leiðbeiningum embættis byggingafulltrúa um málskotsrétt, kæruleiðir og tímafrest sem kynnt var í bréfinu. Málið er í lögformlegu ferli.Íslenska leiðin Nágrönnum mínum er fullkunnugt um að ég hafi nýtt mér málsskotsrétt minn og kært. Mér er sagt að þetta sé „íslenska leiðin“, allir þekki þessa taktík. Hunsa hagsmuni annarra. Í versta falli færðu á þig dagsektir, sem síðan verða látnar niður falla þegar þér hentar að sjá að þér. Það eru mér vonbrigði að nágrannar mínir velja þá leið að virða ekki rétt minn til áfrýjunar. Að ég fái notið vafans en ekki þau á meðan beðið er eftir úrskurði æðra stjórnvalds. Þetta finnst mér sérstakt undrunarefni þar sem í hlut eiga tveir starfsmenn í ábyrgðarstörfum hjá Reykjavíkurborg sem þurfa vafalaust að leiðbeina okkur samborgurum sínum í ýmsum málum er viðkemur þeirra störfum. Þau þekkja því innan frá hvaða leiðir virka og hafa þar af leiðandi forskot á hinn almenna borgara við að gæta sinna eigin hagsmuna. Í því ljósi finnst mér enn ríkari ástæða til að gera þá kröfu á nágranna mína að virða minn málskotsrétt. Það tók útisvæði okkar í Elliðaárdal 30 ár að verða að þeirri paradís sem það er í dag. Um helgina tóku nokkrir einstaklingar sér þann rétt að fella niður hundruð trjáa og skilja eftir hrávið um allt. Málið mitt er kannski smámál. Málið mitt virðist ekki vera forgangsmál hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nú eru liðnir sex mánuðir frá kæru minni. En það er mikilvægt að staldra hér við og spyrja: Eru réttindi samborgara smámál sem hægt er velja að horfa fram hjá? Er það smámál að hefja framkvæmdir og þar með að velja að bíða ekki eftir úrskurði æðra stjórnvalds? Hvaðan kemur þessi skortur á borgaravitund, samkennd og skilningi á samfélagslegri ábyrgð og skyldum. Það er stórmál að taka ábyrgð, virða réttindi og eignir samborgara sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum um síðustu helgi segjast íbúar í Rituhólum hafa verið í rétti þegar þeir hjuggu niður hundruð trjáa fyrir neðan hús sín í landi borgarinnar, á dýrmætu útivistarsvæði allra Reykvíkinga. Íbúar segja að munnlegt leyfi hafi fengist. Starfsmenn borgarinnar kannast ekki við að leyfi hafi verið gefið, málið hefur verið kært. Er þetta misskilningur eða er þetta viljaverk borgara við Rituhóla? Þessa sömu helgi tek ég eftir að mættir eru iðnaðarmenn við fjölbýlishús þar sem ég bý með eitt stykki svalir og voru að bolta þær við húshluta nágranna míns. Þessi framkvæmd tók líklega u.þ.b. eina klukkustund. Nágrannar mínir hafa sent inn umsóknir og tillögur þess efnis að setja upp svalir af ýmsum gerðum hjá sér. Þessar breytingar munu skerða gildi eignar minnar og friðsæld á heimili mínu. Því hef ég tvívegis sent inn athugasemdir þegar málið hefur farið í grenndarkynningu. Þann 1. nóvember 2012 barst mér tilkynning þess efnis að byggingarleyfisumsókn hefði verið samþykkt. Ég fylgdi leiðbeiningum embættis byggingafulltrúa um málskotsrétt, kæruleiðir og tímafrest sem kynnt var í bréfinu. Málið er í lögformlegu ferli.Íslenska leiðin Nágrönnum mínum er fullkunnugt um að ég hafi nýtt mér málsskotsrétt minn og kært. Mér er sagt að þetta sé „íslenska leiðin“, allir þekki þessa taktík. Hunsa hagsmuni annarra. Í versta falli færðu á þig dagsektir, sem síðan verða látnar niður falla þegar þér hentar að sjá að þér. Það eru mér vonbrigði að nágrannar mínir velja þá leið að virða ekki rétt minn til áfrýjunar. Að ég fái notið vafans en ekki þau á meðan beðið er eftir úrskurði æðra stjórnvalds. Þetta finnst mér sérstakt undrunarefni þar sem í hlut eiga tveir starfsmenn í ábyrgðarstörfum hjá Reykjavíkurborg sem þurfa vafalaust að leiðbeina okkur samborgurum sínum í ýmsum málum er viðkemur þeirra störfum. Þau þekkja því innan frá hvaða leiðir virka og hafa þar af leiðandi forskot á hinn almenna borgara við að gæta sinna eigin hagsmuna. Í því ljósi finnst mér enn ríkari ástæða til að gera þá kröfu á nágranna mína að virða minn málskotsrétt. Það tók útisvæði okkar í Elliðaárdal 30 ár að verða að þeirri paradís sem það er í dag. Um helgina tóku nokkrir einstaklingar sér þann rétt að fella niður hundruð trjáa og skilja eftir hrávið um allt. Málið mitt er kannski smámál. Málið mitt virðist ekki vera forgangsmál hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nú eru liðnir sex mánuðir frá kæru minni. En það er mikilvægt að staldra hér við og spyrja: Eru réttindi samborgara smámál sem hægt er velja að horfa fram hjá? Er það smámál að hefja framkvæmdir og þar með að velja að bíða ekki eftir úrskurði æðra stjórnvalds? Hvaðan kemur þessi skortur á borgaravitund, samkennd og skilningi á samfélagslegri ábyrgð og skyldum. Það er stórmál að taka ábyrgð, virða réttindi og eignir samborgara sinna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar