5% kvenna finnst þær öruggar Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 8. maí 2013 07:00 Það er algjörlega óásættanlegt að aðeins fimm prósentum kvenna í Nýju-Delí finnist þær vera öruggar. Það er jafnógnvekjandi að fimmtíu prósent þeirra karlmanna sem tóku þátt í könnun UN Women sögðust hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi og helmingur þeirra á síðustu sex mánuðum. Í sömu könnun kom fram að tveir af hverjum fimm aðspurðum karlmönnum voru samþykkir því að „konur sem eru á ferð um nætur verðskuldi að vera kynferðislega áreittar“. Augu heimsins hafa beinst að Nýju-Delí eftir að hin 23 ára Jyoti Singh Pandy lést eftir hrottalega hópnauðgun. Í síðustu viku lést fjögurra ára gömul stúlka í Nýju-Delí af völdum nauðgunar. Nú liggur fimm ára gömul telpa á spítala, þungt haldin eftir nauðgun. Stundum er veruleikinn svo þungbær að það reynist okkur erfitt að meðtaka hann en það virðist sem andlát Jyoti Singh Pandy hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þúsundir kvenna og manna hafa staðið fyrir kröftugum mótmælum í Nýju-Delí frá því í desember. Ung kona sem tekið hefur þátt í mótmælunum segir sig og aðra hafa fengið sig fullsadda á ástandinu. Verið sé að mótmæla því að hingað til hafi þolendum nauðgana verið kennt um ofbeldið; nú sé kominn tími til að vísa ábyrgðinni á gerendurna sjálfa og á aðgerðaleysi yfirvalda. Mótmælin hafa vissulega borið árangur. Aldrei hefur jafnmikil opinber umræða átt sér stað á Indlandi um réttindi kvenna og mikilvægi þess að útrýma kynbundnu ofbeldi. Yfirvöld skipuðu nefnd til að endurskoða lagarammann er varðar kynferðisofbeldi og skilaði nefndin yfirgripsmikilli skýrslu í febrúar. Nú er það ekki aðeins almennings á Indlandi að halda yfirvöldum við efnið, heldur okkar allra. UN Women, með ríkum stuðningi fjölda Íslendinga, mun beita stjórnvöld þrýstingi að framfylgja tillögunum. Síðast en ekki síst mun UN Women vinna af öllu afli að því að koma af stað róttækri hugarfarsbreytingu á öllum sviðum samfélagsins; ofbeldi gegn konum og stúlkum á aldrei að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er algjörlega óásættanlegt að aðeins fimm prósentum kvenna í Nýju-Delí finnist þær vera öruggar. Það er jafnógnvekjandi að fimmtíu prósent þeirra karlmanna sem tóku þátt í könnun UN Women sögðust hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi og helmingur þeirra á síðustu sex mánuðum. Í sömu könnun kom fram að tveir af hverjum fimm aðspurðum karlmönnum voru samþykkir því að „konur sem eru á ferð um nætur verðskuldi að vera kynferðislega áreittar“. Augu heimsins hafa beinst að Nýju-Delí eftir að hin 23 ára Jyoti Singh Pandy lést eftir hrottalega hópnauðgun. Í síðustu viku lést fjögurra ára gömul stúlka í Nýju-Delí af völdum nauðgunar. Nú liggur fimm ára gömul telpa á spítala, þungt haldin eftir nauðgun. Stundum er veruleikinn svo þungbær að það reynist okkur erfitt að meðtaka hann en það virðist sem andlát Jyoti Singh Pandy hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þúsundir kvenna og manna hafa staðið fyrir kröftugum mótmælum í Nýju-Delí frá því í desember. Ung kona sem tekið hefur þátt í mótmælunum segir sig og aðra hafa fengið sig fullsadda á ástandinu. Verið sé að mótmæla því að hingað til hafi þolendum nauðgana verið kennt um ofbeldið; nú sé kominn tími til að vísa ábyrgðinni á gerendurna sjálfa og á aðgerðaleysi yfirvalda. Mótmælin hafa vissulega borið árangur. Aldrei hefur jafnmikil opinber umræða átt sér stað á Indlandi um réttindi kvenna og mikilvægi þess að útrýma kynbundnu ofbeldi. Yfirvöld skipuðu nefnd til að endurskoða lagarammann er varðar kynferðisofbeldi og skilaði nefndin yfirgripsmikilli skýrslu í febrúar. Nú er það ekki aðeins almennings á Indlandi að halda yfirvöldum við efnið, heldur okkar allra. UN Women, með ríkum stuðningi fjölda Íslendinga, mun beita stjórnvöld þrýstingi að framfylgja tillögunum. Síðast en ekki síst mun UN Women vinna af öllu afli að því að koma af stað róttækri hugarfarsbreytingu á öllum sviðum samfélagsins; ofbeldi gegn konum og stúlkum á aldrei að líðast.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun