Tækniaðstoð bjargar lífum Þórir Guðmundsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun