Tækniaðstoð bjargar lífum Þórir Guðmundsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun