Vísindi smísindi Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2013 09:00 Gervivísindi og vísindalegt ólæsi verður sífellt meira áberandi í vestrænum heimi. Það þarf ekki að líta lengra en á sjónvarpsskjáinn, þar sem innrásir geimvera, hindurvitni og skottulækningar eru matreidd sem nýjasta tækni og vísindi. Sumir þessara þátta hafa ratað athugasemdalaust í útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Gervivísindi eru því orðin eðlilegur og sjálfsagður hluti af okkar lífi. Fyrir marga er þegar orðið erfitt að greina á milli vandaðra og óvandaðra vinnubragða og það verður sjálfsagt erfiðara eftir því sem vanþekkingarsíbyljan glymur hærra. Það er þó jafnvel alvarlegra að gervivísindi eiga sífellt fleiri fylgismenn meðal stjórnmálamanna Vesturlanda. Þurfum við að vera uggandi yfir því hvernig slíkt þróast hér á landi? Á næstu misserum liggur fyrir Íslendingum að taka afstöðu til flókinna mála t.d. varðandi nýtingu náttúruauðlinda. Það er viðbúið að vísindalega umræðan og „rökin“ sem munu glymja á þjóðinni verði misvönduð. Það er því mikilvægt að við Íslendingar gerum þegar kröfu um vandaða umræðu, lítum í eigin barm og lærum að greina á milli. Alltof oft heyrir maður talað um vísindi og skapandi greinar sem andstæður. Góð vísindi fela hins vegar alltaf í sér sköpun, bæði þegar hugmynd fæðist, þegar hún er útfærð og þegar niðurstöðurnar eru túlkaðar. Það er fáum spurningum hægt að svara með já-i eða nei-i eða ferningsrótinni af fjórum. Mjög oft er hins vegar ætlast til að vísindamenn geri nákvæmlega þetta. Þeir eru svo ásakaðir um loðin, óræð svör þegar þeir verða ekki við óskum fjölmiðla, stjórnmálamanna og annarra um einfalt, afdráttarlaust svar. Það er á þessum tímapunkti sem gervivísindi eiga greiða leið að sviðinu. Gervivísindi eru miklu áheyrilegri, skemmtilegri, fjölmiðlavænni og auðmeltari. Þau gera litlar kröfur til áheyrandans þar sem engin óvissa ríkir um niðurstöðuna. En af hverju erum við svona ginnkeypt fyrir einföldum fullyrðingum? Það er sjálfsagt ekkert einfalt svar við því, að einhverju leyti er það okkur eðlislægt, að einhverju leyti liggur svarið í vestrænni kennsluhefð. Í skóla innbyrðum við þekkingu, lærum „staðreyndir“ en við lærum ekki að hugsa. Jafnvel á háskólastigi er alltof algengt að nemendur forðist aðferðafræði, hún er stimpluð leiðinleg og erfið, og nemendur fara fram á hugsunarlausa yfirfærslu þekkingar frá kennara til nemanda. Þessi yfirfærsla er auðvitað ekki algjörlega tilgangslaus, eftir því sem þekkingargrunnurinn eykst fást betri forsendur til að setja hlutina í samhengi. Þekking kemur hins vegar aldrei í stað frjórrar hugsunar. Mætumst á miðri leið. Það er sannarlega ekki til of mikils mælst að vísindamenn leggi sitt af mörkum til að koma þekkingu sinni á framfæri á skiljanlegan og aðgengilegan hátt. Oft eru það færustu vísindamennirnir sem eiga best með að skýra fræðin, bara ef þeir nenna. Það er hins vegar líka hægt að gera þá kröfu á almenning – og stjórnvöld – að við köstum hræðslunni, hugsum sjálf og hættum að láta sannfæra okkur um gervivísindi. Gervivísindin spila nefnilega oft á hræðslu, hræðslu við fátækt, hræðslu við sjúkdóma, hræðslu við einangrun. Þau lofa einföldum remedíum bara ef við trúum. Mér er minnisstæð umræðan um Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Þá var mikið rætt um tilfinningarök. Þeir sem þóttu aðhyllast slík rök voru afgreiddir sem lopahúfuklædd, trjáfaðmandi náttúrubörn. Kannski voru þeir afkomendur einfeldninga sem höfðu villst með landnámsmönnum til Íslands og hefðu sjálfsagt orðið úti strax á fyrsta vetri ef víkingarnir hefðu ekki haft vit fyrir þeim. Og nú tóku víkingar aftur af þeim ráðin. Afleiðingar þess að afgreiða tilfinningarökin á þennan hátt eru nú ljósar. Við höfum ekki tilfinningar fyrir tilviljun. Tilfinningar virka oft sem innbyggður siðferðilegur áttaviti. Frá unga aldri finnum við innst inni að það er rangt að stela, meiða og borða alla súkkulaðikökuna alein. Tilfinningar virka líka sem meðfætt aðvörunarkerfi, við fáum slæma tilfinningu ef verið er að ljúga að okkur eða sannfæra okkur um að gera eitthvað sem við vitum að er rangt. Það var kannski sú tilfinning sem hringdi hátt hjá mörgum varðandi Kárahnjúka, það var jú aldrei búið að koma með sannfærandi rök fyrir gagnsemi virkjunarinnar. Ef við sem einstaklingar hefðum fylgt innsæinu, sleppt hræðslunni, hugsað sjálf og tekið eigin ákvarðanir hefði kannski mátt sleppa við mikið af þeim hremmingum sem þjóðin hefur gengið í gegnum á síðustu árum. En það er aldrei of seint að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Gervivísindi og vísindalegt ólæsi verður sífellt meira áberandi í vestrænum heimi. Það þarf ekki að líta lengra en á sjónvarpsskjáinn, þar sem innrásir geimvera, hindurvitni og skottulækningar eru matreidd sem nýjasta tækni og vísindi. Sumir þessara þátta hafa ratað athugasemdalaust í útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu. Gervivísindi eru því orðin eðlilegur og sjálfsagður hluti af okkar lífi. Fyrir marga er þegar orðið erfitt að greina á milli vandaðra og óvandaðra vinnubragða og það verður sjálfsagt erfiðara eftir því sem vanþekkingarsíbyljan glymur hærra. Það er þó jafnvel alvarlegra að gervivísindi eiga sífellt fleiri fylgismenn meðal stjórnmálamanna Vesturlanda. Þurfum við að vera uggandi yfir því hvernig slíkt þróast hér á landi? Á næstu misserum liggur fyrir Íslendingum að taka afstöðu til flókinna mála t.d. varðandi nýtingu náttúruauðlinda. Það er viðbúið að vísindalega umræðan og „rökin“ sem munu glymja á þjóðinni verði misvönduð. Það er því mikilvægt að við Íslendingar gerum þegar kröfu um vandaða umræðu, lítum í eigin barm og lærum að greina á milli. Alltof oft heyrir maður talað um vísindi og skapandi greinar sem andstæður. Góð vísindi fela hins vegar alltaf í sér sköpun, bæði þegar hugmynd fæðist, þegar hún er útfærð og þegar niðurstöðurnar eru túlkaðar. Það er fáum spurningum hægt að svara með já-i eða nei-i eða ferningsrótinni af fjórum. Mjög oft er hins vegar ætlast til að vísindamenn geri nákvæmlega þetta. Þeir eru svo ásakaðir um loðin, óræð svör þegar þeir verða ekki við óskum fjölmiðla, stjórnmálamanna og annarra um einfalt, afdráttarlaust svar. Það er á þessum tímapunkti sem gervivísindi eiga greiða leið að sviðinu. Gervivísindi eru miklu áheyrilegri, skemmtilegri, fjölmiðlavænni og auðmeltari. Þau gera litlar kröfur til áheyrandans þar sem engin óvissa ríkir um niðurstöðuna. En af hverju erum við svona ginnkeypt fyrir einföldum fullyrðingum? Það er sjálfsagt ekkert einfalt svar við því, að einhverju leyti er það okkur eðlislægt, að einhverju leyti liggur svarið í vestrænni kennsluhefð. Í skóla innbyrðum við þekkingu, lærum „staðreyndir“ en við lærum ekki að hugsa. Jafnvel á háskólastigi er alltof algengt að nemendur forðist aðferðafræði, hún er stimpluð leiðinleg og erfið, og nemendur fara fram á hugsunarlausa yfirfærslu þekkingar frá kennara til nemanda. Þessi yfirfærsla er auðvitað ekki algjörlega tilgangslaus, eftir því sem þekkingargrunnurinn eykst fást betri forsendur til að setja hlutina í samhengi. Þekking kemur hins vegar aldrei í stað frjórrar hugsunar. Mætumst á miðri leið. Það er sannarlega ekki til of mikils mælst að vísindamenn leggi sitt af mörkum til að koma þekkingu sinni á framfæri á skiljanlegan og aðgengilegan hátt. Oft eru það færustu vísindamennirnir sem eiga best með að skýra fræðin, bara ef þeir nenna. Það er hins vegar líka hægt að gera þá kröfu á almenning – og stjórnvöld – að við köstum hræðslunni, hugsum sjálf og hættum að láta sannfæra okkur um gervivísindi. Gervivísindin spila nefnilega oft á hræðslu, hræðslu við fátækt, hræðslu við sjúkdóma, hræðslu við einangrun. Þau lofa einföldum remedíum bara ef við trúum. Mér er minnisstæð umræðan um Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Þá var mikið rætt um tilfinningarök. Þeir sem þóttu aðhyllast slík rök voru afgreiddir sem lopahúfuklædd, trjáfaðmandi náttúrubörn. Kannski voru þeir afkomendur einfeldninga sem höfðu villst með landnámsmönnum til Íslands og hefðu sjálfsagt orðið úti strax á fyrsta vetri ef víkingarnir hefðu ekki haft vit fyrir þeim. Og nú tóku víkingar aftur af þeim ráðin. Afleiðingar þess að afgreiða tilfinningarökin á þennan hátt eru nú ljósar. Við höfum ekki tilfinningar fyrir tilviljun. Tilfinningar virka oft sem innbyggður siðferðilegur áttaviti. Frá unga aldri finnum við innst inni að það er rangt að stela, meiða og borða alla súkkulaðikökuna alein. Tilfinningar virka líka sem meðfætt aðvörunarkerfi, við fáum slæma tilfinningu ef verið er að ljúga að okkur eða sannfæra okkur um að gera eitthvað sem við vitum að er rangt. Það var kannski sú tilfinning sem hringdi hátt hjá mörgum varðandi Kárahnjúka, það var jú aldrei búið að koma með sannfærandi rök fyrir gagnsemi virkjunarinnar. Ef við sem einstaklingar hefðum fylgt innsæinu, sleppt hræðslunni, hugsað sjálf og tekið eigin ákvarðanir hefði kannski mátt sleppa við mikið af þeim hremmingum sem þjóðin hefur gengið í gegnum á síðustu árum. En það er aldrei of seint að byrja.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar