Samstaða um afnám gjaldeyrishafta Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 1. maí 2013 07:00 Á Íslandi hefur náðst markverður árangur í að vinna úr því efnahagshruni sem varð árið 2008. Helstu hagvísar eru til sannindamerkis um þessa breytingu. Vextir eru 6%, verðbólga um 3%, hagvöxtur nálægt 2%, ríkissjóður nær hallalaus, gengi krónunnar hefur styrkst og ríkið getur fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. En þó að þjóðin sé komin langan veg frá því hruni og góður grunnur lagður að lífskjarasókn standa eftir mörg óleyst verkefni, sem munu hafa áhrif á hversu vel okkur mun farnast. Langstærsta verkefni næsta kjörtímabils er að ná árangri í afnámi gjaldeyrishafta til að ljúka megi því efnahagslega uppgjöri sem varð við fall stóru viðskiptabankanna. Umfang þess er stjarnfræðilegt hvernig sem á það er litið en hagkerfi þrotabúanna losar líklega um 2.700 milljarða króna, sem er rúmlega ein og hálf landsframleiðsla. Ekki er bráð hætta af umfangi þessa hagkerfis og hluti þess er erlendar eignir.Töf veldur þrýstingi á krónu Aftur á móti vex stór hluti eignanna og býr sífellt til nýjar „aflandskrónur“ innan hafta eða krónur sem vilja rata aftur til erlendu eigenda sinna og skapa því þrýsting á gengi krónunnar. Því lengur sem það tekur að afnema höftin því meira vex þessi krónueign, sem þýðir að enn meiri þrýstingur skapast á gengi krónunnar. Fyrir utan þessa sístækkandi krónueign eru fram undan gjalddagar orkufyrirtækja í erlendri mynt, afborganir ríkissjóðs og sveitarfélaga á erlendum lánum. Erfitt er að sjá þegar allir þessir þættir leggjast saman að afgangur af vöruskiptum dugi til að standa undir útgreiðslum sem og er gert ráð fyrir að innflutningur eigi eftir að aukast.Ríkt hagsmunamál Ef illa tekst til við afnám hafta mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Of mikill þrýstingur á krónuna vegna útgreiðslna í erlendri mynt myndi þýða fall hennar. Fyrir heimilin í landinu þýddi fall hennar mikla lífskjaraskerðingu vegna þess verðbólguskots sem fylgdi í kjölfarið. Viðlíka vaxtahækkun við slíkt verðbólguskot, eins og ráðist var í í hruninu, myndi að öllum líkindum endanlega kæfa hagkerfið. Þessi dökka mynd er ekki sett fram til að vekja ótta hjá neinum heldur einungis til að útskýra hversu ríkt hagsmunamál það er að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta.Samstillt átak tryggir árangur Það er líka full ástæða til að ætla að með samstilltu átaki geti náðst farsæl niðurstaða í afnámi hafta. Í dag starfar þverpólitísk nefnd um afnám hafta en innan þeirrar nefndar hefur verið rík samstaða um þau markmið sem skal hafa að leiðarljósi við ferlið. Þau eru að höftin verða ekki afnumin nema heildræn lausn finnist sem tryggi hagsmuni þjóðarbúsins fyrst og síðast. Slíkt gæti m.a. þýtt samninga við kröfuhafa um skilmála útgreiðslna þar sem krónueignir eru verðfelldar eða skattlagningu við útgreiðslu. Allavega er ljóst að kröfuhafar eru ekki í forgangi þegar kemur að afnámsferlinu heldur einungis það sem tryggir hér fjármála- og gengisstöðugleika. Afnámsferli sem gjaldfellir krónur hér innanlands til að tryggja kröfuhöfum útgreiðslur er misheppnað afnámsferli. Skilningur á þessu atriði tryggir þá nauðsynlegu samstöðu sem þarf til að ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur náðst markverður árangur í að vinna úr því efnahagshruni sem varð árið 2008. Helstu hagvísar eru til sannindamerkis um þessa breytingu. Vextir eru 6%, verðbólga um 3%, hagvöxtur nálægt 2%, ríkissjóður nær hallalaus, gengi krónunnar hefur styrkst og ríkið getur fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. En þó að þjóðin sé komin langan veg frá því hruni og góður grunnur lagður að lífskjarasókn standa eftir mörg óleyst verkefni, sem munu hafa áhrif á hversu vel okkur mun farnast. Langstærsta verkefni næsta kjörtímabils er að ná árangri í afnámi gjaldeyrishafta til að ljúka megi því efnahagslega uppgjöri sem varð við fall stóru viðskiptabankanna. Umfang þess er stjarnfræðilegt hvernig sem á það er litið en hagkerfi þrotabúanna losar líklega um 2.700 milljarða króna, sem er rúmlega ein og hálf landsframleiðsla. Ekki er bráð hætta af umfangi þessa hagkerfis og hluti þess er erlendar eignir.Töf veldur þrýstingi á krónu Aftur á móti vex stór hluti eignanna og býr sífellt til nýjar „aflandskrónur“ innan hafta eða krónur sem vilja rata aftur til erlendu eigenda sinna og skapa því þrýsting á gengi krónunnar. Því lengur sem það tekur að afnema höftin því meira vex þessi krónueign, sem þýðir að enn meiri þrýstingur skapast á gengi krónunnar. Fyrir utan þessa sístækkandi krónueign eru fram undan gjalddagar orkufyrirtækja í erlendri mynt, afborganir ríkissjóðs og sveitarfélaga á erlendum lánum. Erfitt er að sjá þegar allir þessir þættir leggjast saman að afgangur af vöruskiptum dugi til að standa undir útgreiðslum sem og er gert ráð fyrir að innflutningur eigi eftir að aukast.Ríkt hagsmunamál Ef illa tekst til við afnám hafta mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Of mikill þrýstingur á krónuna vegna útgreiðslna í erlendri mynt myndi þýða fall hennar. Fyrir heimilin í landinu þýddi fall hennar mikla lífskjaraskerðingu vegna þess verðbólguskots sem fylgdi í kjölfarið. Viðlíka vaxtahækkun við slíkt verðbólguskot, eins og ráðist var í í hruninu, myndi að öllum líkindum endanlega kæfa hagkerfið. Þessi dökka mynd er ekki sett fram til að vekja ótta hjá neinum heldur einungis til að útskýra hversu ríkt hagsmunamál það er að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta.Samstillt átak tryggir árangur Það er líka full ástæða til að ætla að með samstilltu átaki geti náðst farsæl niðurstaða í afnámi hafta. Í dag starfar þverpólitísk nefnd um afnám hafta en innan þeirrar nefndar hefur verið rík samstaða um þau markmið sem skal hafa að leiðarljósi við ferlið. Þau eru að höftin verða ekki afnumin nema heildræn lausn finnist sem tryggi hagsmuni þjóðarbúsins fyrst og síðast. Slíkt gæti m.a. þýtt samninga við kröfuhafa um skilmála útgreiðslna þar sem krónueignir eru verðfelldar eða skattlagningu við útgreiðslu. Allavega er ljóst að kröfuhafar eru ekki í forgangi þegar kemur að afnámsferlinu heldur einungis það sem tryggir hér fjármála- og gengisstöðugleika. Afnámsferli sem gjaldfellir krónur hér innanlands til að tryggja kröfuhöfum útgreiðslur er misheppnað afnámsferli. Skilningur á þessu atriði tryggir þá nauðsynlegu samstöðu sem þarf til að ná árangri.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun